Innlent

Fyrir gangandi og hjólandi fólk

Með því að loka fyrir bílaumferð vilja borgaryfirvöld glæða miðbæinn lífi.
Með því að loka fyrir bílaumferð vilja borgaryfirvöld glæða miðbæinn lífi.
Austurstræti, Pósthús-stræti og hluta Hafnarstrætis hefur verið lokað fyrir bílaumferð og verður svo þar til í lok ágústmánaðar. Með þessu vilja borgaryfirvöld styðja við vistvænan ferðamáta og glæða miðborgina frekara lífi.

Pósthússtræti hefur verið lokað á góðviðrisdögum síðustu sumur, sem er liður í Grænu skrefunum í Reykjavík til að bæta aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Hefur þessi breyting mælst vel fyrir meðal vegfarenda og veitingahúsaeigenda við Austurvöll og nágrenni. Ökumönnum sem eiga erindi í miðbæinn er bent á nærliggjandi bílastæðahús. - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×