Fleiri fréttir

Sóttkví aflétt

Skipið, sem heitir Asuka, lagðist Skarfabakka í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun og máttu farþegar ekki fara frá borði fyrr en veikindin höfðu verið greind.

Góður gangur í kjaraviðræðum grunnskólakennara

Góður gangur virðist vera í kjaraviðræðum grunnskólakennara og sveitarfélagana. Fundað var til klukkan eitt í nótt og var annar fundur boðaður strax núna klukkan níu. Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við fréttastofu að hann voni það besta um framhaldið þannig að hægt verði að afstýra boðaðri vinnustöðvun. Ef ekki tekst að semja í dag fellur skólahald niður á morgun.

Herlög sett í Tælandi

Herinn í Tælandi setti í nótt herlög í landinu, til þess að viðhalda lögum og reglu en stríðandi fylkingar hafa borist á banaspjót í landinu síðustu mánuði. Yfirmenn hersins fullyrða að ekki sé um valdarán en talsmaður forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar sem farið hefur með völdin í landinu síðustu mánuði segir að ríkisstjórnin hafi ekki verið höfð með í ráðum þegar herinn tók ákvörðun sína.

NSA tekur upp öll símtöl á Bahama eyjum

Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, tekur upp öll símtöl á Bahama eyjunum í Karíbahafi. Þetta kemur fram í gögnum frá uppljóstraranum Edward Snowden. Það er blaðamaðurinn Glenn Greenwald sem greinir frá þessu á miðli sínum The Intercept, en svo virðist sem Bandaríkjamenn beiti hlerunum á eyjunum í baráttu sinni við alþjóðlega eiturlyfjahringi.

Samfylkingin með sex fulltrúa - Sjálfstæðisflokkurinn aldrei mælst minni

Samfylkingin sækir enn í sig veðrið í borginni fyrir komandi kosningar og bætir við sig manni í nýrri könnun. Flokkurinn fengi því sex borgarfulltrúa og 34,1 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hinsvegar aldrei mælst minni, er orðinn þriðji stærsti flokkurinn í borginni með þrjá fulltrúa. Könnunin var unnin af Félagsvísindastofnun fyrir Morgunblaðið.

Flensufaraldur um borð í skemmtiferðaskipi

Læknir á vegum embættis sóttvarnalæknis er nú kominn um borð í japanska skemmtiferðaskipið Asuka sem lagðist Skarfabakka í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun, en þar um borð hafa þónokkrir farþegar sýkst af einhverskonar inflúensu.

Boða Glamour í íslenskri útgáfu

365 miðlar og útgáfufyrirtækið Condé Nast International hafa náð samningum um að gefa út íslenska útgáfu af tímaritinu Glamour.

Maískökur innkallaðar

Heildsalan Arka heilsuvörur ehf. hefur tilkynnt Matvælastofnun og matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á maískökum frá vörumerkinu Lima vegna sveppaeiturs (deoxynivalenol) sem var yfir mörkum.

Hafa veitt um 1.300 tonn

Strandveiðimenn höfðu í gær veitt rúmlega 1.300 tonn á þeim fjórum svæðum þar sem veiðarnar fara fram hérlendis.

Neyðaraðstoð vegna flóða

Félög Rauða krossins í Serbíu og Bosníu hafa unnið að björgunarstörfum og dreifingu hjálpargagna vegna flóðanna á Balkanskaga, sem eru þau verstu í manna minnum.

Blóðferlar samræmast frásögn sakbornings

Sérfræðingar í blóðferlarannsóknum hafa skilað af sér matsgerð í morðmáli frá Egilsstöðum þar sem fram kemur að túlkanir rannsóknarlögreglunnar á vettvangi hafi verið rangar. Verjandi ákærða segir matsgerðina staðfesta framburð ákærða.

Mikill eldur í Camden

Mikill eldur kom upp í Camden hverfinu í London. 600 manns þurftu yfirgefa húsnæði í hverfinu vegna eldsins.

Ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Matthías

Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa sunnudaginn 15. september 2013, í útivistargarði fangelsisins Litla-Hrauni, veist í félagi með ofbeldi að Matthíasi Mána Erlingssyni samfanga sínum, slegið og sparkað ítrekað í höfuð hans og líkama.

Fær engin svör frá íslenskum yfirvöldum

"Mig langar bara að fá að vera á Íslandi og byggja upp líf og framtíð með konunni minni,“ segir sýrlenskur hælisleitandi sem giftur er íslenskri konu, en var engu að síður vísað úr landi fyrr í þessum mánuði.

Bílstjóri rútunnar handtekinn

Þrjá­tíu og eitt barn lét lífið í Kólumbíu í nótt þegar rúta brann til kaldra kola. Grunur leikur á að rútan hafi verið notuð til að smygla eldsneyti.

Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða

Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð.

Nefndi son sinn Gamla

"Það er eitthvað annað sem tekur skyndilega alla athyglina," segir nemandi í 8. bekk í Rimaskóla sem þurfti að annast ungabarn alla helgina. Verkefnið er hluti af kynfræðslu í skólanum og þótt flestir nemendanna skiluðu fegnir sínum helgarbörnum í dag segjast sumir koma til með að sakna þeirra.

Gekk út úr búðinni í glænýjum buxum án þess að greiða fyrir þær

Rúmlega tvítugur karlmaður var tekinn með amfetamín í fórum sínum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Lögreglan fór eftir það í húsleit á heimili hans, að fenginni heimild frá honum. Þar fundust kannabisefni, e-töflur, amfetamín, óþekkt hvítt efni og slatti af kannabisfræjum.

Eyjólfur nýr rektor við Háskólann á Akureyri

Mennta- og menningamálaráðherra hefur samþykkt tillögu háskólaráðs Háskólans á Akureyri að dr. Eyjólfur Guðmundsson verði næsti rektor skólans en þetta kemur fram í frétta á vefsíðu Háskóla Akureyrar.

Gagnrýnir skopmyndateikningar

„Hér erum við að tala um asnalegar teikningar af manni sem er mikils virtur af þriðjungi mannkyns og getur ekki varið sig sjálfur. Hann gerði engum mein,“ segir Salmann Tamimi.

Það verður ekki ball suður í Festi framar

Í félagsheimilinu Festi í Grindavík voru mörg fræg böll haldin. Meðal annars fyrsta ball Stuðmanna. Nú er húsið í rúst. Það stendur til að breyta því í hótel. Vísir fer yfir sögu hússins og áformin til framtíðar.

Sjá næstu 50 fréttir