Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Jón Júlíus Karlsson skrifar 19. maí 2014 20:00 Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. Málþing með yfirskriftinni „Líknardauði - líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“ fór fram á Grand hóteli í dag. Slíkur var áhuginn á málþinginu að það varð að stækka ráðstefnusalinn til að rúma alla þá gesti sem mættu.Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, fagnar umræðu um líknardauða. „Þetta er mjög viðkvæm umræða og erfitt mál. Ég held að smæð samfélagsins geri það að verkum að þetta er erfitt. Ef einhver læknir tæki að sér slíkt verkefni þá er mjög erfitt að vera sá aðili í svona litlu samfélagi. Þetta er allt annar handleggur í Hollandi eða í milljóna samfélögum,“ segir Ingibjörg. Árið 2002 tóku í gildi lög í Hollandi sem kveða á um refsileysi verði læknir við ósk sjúklings um að stytta honum aldur. Mikill meirihluti Hollendinga er hlynntur líkardauða og líknardrápi.Jaap van der Spek, formaður landssambands eldri borgara í Hollandi, segir Íslendinga geta farið sömu leið og Hollendingar. „Ég vona að Íslendingar taki góða og opna umræð um málið. Kannski verði hægt að einu eða tveimur árum að finna lausn. Það er betra fyrir almenning og einnig lækna,“ segir van der Spek. Í könnun sem gerð var árið 2001 kom í ljós að meirihluti Íslendinga var hlynntur líknardauða. Um 46% var fylgjandi líknardauða en 33% andvígir. Ný könnun hefur ekki verið gerð síðan. Getur lítið samfélag líkt og Ísland lögleitt líknardauða? „Ég á bágt með að trúa því,“ segir Ingibjörg. „Við í svona litlu samfélagi gætum lögleitt að fólk fái aðstoð við að fremja sjálfsmorð, þar sem læknir ávísar lyfjum til að viðkomandi geti tekið eigið líf.“ Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. Málþing með yfirskriftinni „Líknardauði - líknarmeðferð, hvar liggja mörkin“ fór fram á Grand hóteli í dag. Slíkur var áhuginn á málþinginu að það varð að stækka ráðstefnusalinn til að rúma alla þá gesti sem mættu.Ingibjörg Hjaltadóttir, sérfræðingur í hjúkrun aldraðra, fagnar umræðu um líknardauða. „Þetta er mjög viðkvæm umræða og erfitt mál. Ég held að smæð samfélagsins geri það að verkum að þetta er erfitt. Ef einhver læknir tæki að sér slíkt verkefni þá er mjög erfitt að vera sá aðili í svona litlu samfélagi. Þetta er allt annar handleggur í Hollandi eða í milljóna samfélögum,“ segir Ingibjörg. Árið 2002 tóku í gildi lög í Hollandi sem kveða á um refsileysi verði læknir við ósk sjúklings um að stytta honum aldur. Mikill meirihluti Hollendinga er hlynntur líkardauða og líknardrápi.Jaap van der Spek, formaður landssambands eldri borgara í Hollandi, segir Íslendinga geta farið sömu leið og Hollendingar. „Ég vona að Íslendingar taki góða og opna umræð um málið. Kannski verði hægt að einu eða tveimur árum að finna lausn. Það er betra fyrir almenning og einnig lækna,“ segir van der Spek. Í könnun sem gerð var árið 2001 kom í ljós að meirihluti Íslendinga var hlynntur líknardauða. Um 46% var fylgjandi líknardauða en 33% andvígir. Ný könnun hefur ekki verið gerð síðan. Getur lítið samfélag líkt og Ísland lögleitt líknardauða? „Ég á bágt með að trúa því,“ segir Ingibjörg. „Við í svona litlu samfélagi gætum lögleitt að fólk fái aðstoð við að fremja sjálfsmorð, þar sem læknir ávísar lyfjum til að viðkomandi geti tekið eigið líf.“
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira