Innlent

Söguleg stríðsflugvél á Reykjavíkurflugvelli

Kristján Már Unnarsson skrifar
Stríðsflugvél sem gegndi lykilhlutverki í sögulegustu innrás síðari heimstyrjaldar má nú sjá á Reykjavíkurflugvelli þar sem hún lenti síðdegis. Verið er að ferja flugvélina yfir Atlanthafið frá flugminjasafni í New York ríki í Bandaríkjunum en hún er á leið til Normandí í Frakklandi.

Hún lenti í Reykjavík eftir fimm tíma flug frá Grænlandi. Þetta er Douglas C-47, einnig þekkt sem DC-3, en hún verður einn helsti sýningargripurinn í minningarathöfnum í Evrópu í tilefni þess að þann 6. júní verða sjötíu ár liðin frá D-deginum, upphafsdegi innrásarinnar sem breytti gangi heimstyrjaldarinnar.

Flugstjórinn, Chris Polhemus, í viðtali við Stöð 2.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Þessi var forystuvél í annarri bylgju flugvéla sem lögðu af stað frá Englandi seint að kvöldi þann 5. júní 1944. Fallhlífarhermennirnir sautján um borð unnu mikið afrek, en þeir voru í hópi þeirra sem náði franska bænum Sainte-Mere-Église í vald sitt, fyrsta bænum sem bandamenn frelsuðu úr höndum Þjóðverja í heimstyrjöldinni síðari. 

„Þetta er mjög söguleg flugvél,“ sagði flugstjórinn, Chris Polhemus, viðtali við Stöð 2. Nánar í fréttum Stöðvar 2. 


Tengdar fréttir

Sögufræg stríðsvél á leið til Reykjavíkur

Flugvél sem verður einn af hápunktum minningarathafna í Evrópu vegna 70 ára afmælis innrásarinnar í Normandí millilendir á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×