Erlent

Mikill eldur í Camden

Stefán Árni Pálsson skrifar
600 manns hafa þurft að yfirgefa svæðið.
600 manns hafa þurft að yfirgefa svæðið. myndir/twitter
Mikill eldur kom upp í Camden hverfinu í London. 600 manns þurftu yfirgefa húsnæði í hverfinu vegna eldsins.

Slökkviliðið í London vann lengi hörðum höndum að því að ná tökum á eldinum en Camden er einn vinsælasti ferðamannastaður í borginni.

Um 40 milljónir manna fara um Camden-markaðinn á ári hverju.

Tíu slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang og 70 slökkviliðsmenn en þeir náði að lokum tökum á eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×