Innlent

Flensufaraldur um borð í skemmtiferðaskipi

Gissur Sigurðsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Fréttablaðið/GVA
Læknir á vegum embættis sóttvarnalæknis er nú kominn um borð í japanska skemmtiferðaskipið Asuka sem  lagðist Skarfabakka í Reykjavík á sjöunda tímanum í morgun, en þar um borð hafa þónokkrir farþegar sýkst af einhverskonar inflúensu.

Haraldur Briem sóttvarnalæknir hefur verið í sambandi við lækna skipsins og segir að 29 tilvik séu staðfest en enginn sé mjög alvarlega veikur. Ekki liggur enn fyrir hvort farþegar, sem ekki hafa veikst, fá að fara frá borði eða hvort skipið verður sett í einhverskonar sóttkví, en Haraldur telur ólíklegt að þörf sé á því.

Það er hinsvegar óvenjulegt að greina inflúensu á þessum árstíma. Skipið, sem er 50 þúsund tonn að stærð með liðlega þúsund farþega og nokkur hundruð manna áhöfn, er að koma hingað frá Noregi , áleiðis til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×