Innlent

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins komið

Snærós Sindradóttir skrifar
Helen Bower á leið um borð í skipið sem er á vegum ferðaskrifstofunnar Thomson.
Helen Bower á leið um borð í skipið sem er á vegum ferðaskrifstofunnar Thomson. VÍSIR/VIHELM
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins lagðist við Skarfabakka í gær með 1.200 farþega, að mestu leyti Breta.

Skipið, sem er 33.930 tonn að stærð, er tiltölulega smátt miðað við þau skip sem búist er við síðar í sumar. Alls eru skipulagðar 89 heimsóknir skemmtiferðaskipa til landsins yfir helsta ferðamannatímann.

Helen Bower frá Englandi er farþegi á skipinu og kom hingað með eiginmanni sínum. „Við höfum aldrei farið í svona siglingu áður en völdum þessa sérstaklega því farið er til Íslands og Orkneyja.“

Helen gafst aðeins tími frá sjö um morguninn og til hálf fjögur um daginn til að skoða Reykjavík og nágrenni. „Við hefðum gjarnan viljað stoppa lengur. Andrúmsloftið í Reykjavík er afslappað og skemmtilegt. Borgin minnir líka á San Francisco þegar þú stendur efst við Hallgrímskirkju og horfir niður í bæinn.“

Helen hyggst heimsækja land og þjóð aftur og gefa sér betri tíma. „Ég mun koma aftur og skoða landið af meiri dýpt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×