Innlent

Neyðarblysum og flugeldum stolið úr bátum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Neyðarblysum og neyðarflugeldum var stolið úr bátunum Þrasa og Skotta í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Lögregluna í Vestmanneyjum grunar að börn hafi verið að verki  þar sem til þeirra sást.

Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum að neyðarbúnaður sé tekinn úr bátum. Hætta sé á að stjórnendur þeirra grípi í tómt þurfi þeir á honum að halda. Lögreglan hvetur foreldra til þess að brýna fyrir börnum sínum alvarleika málsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×