Erlent

NSA tekur upp öll símtöl á Bahama eyjum

Edward Snowden.
Edward Snowden. vísir/ap
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, tekur upp öll símtöl á Bahama eyjunum í Karíbahafi. Þetta kemur fram í gögnum frá uppljóstraranum Edward Snowden. Það er blaðamaðurinn Glenn Greenwald sem greinir frá þessu á miðli sínum The Intercept, en svo virðist sem Bandaríkjamenn beiti hlerunum á eyjunum í baráttu sinni við alþjóðlega eiturlyfjahringi.

Samkvæmt skjölunum eru öll símtöl tekin upp og þau geymd í heilan mánuð. Þetta er í annað sinn sem greint er frá því að NSA taki upp öll símtöl heillar þjóðar, en í fyrra skiptið var ekki greint frá hvaða þjóð væri um að ræða.

Greenwald greinir heldur ekki frá því um hvaða land ræðir og beitir þeim rökum að sú uppljóstrun gæti leitt til ofbeldisöldu í viðkomandi ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×