Innlent

Eyjólfur nýr rektor við Háskólann á Akureyri

Stefán Árni Pálsson skrifar
dr. Eyjólfur Guðmundsson.
dr. Eyjólfur Guðmundsson. visir/vilhelm
Mennta- og menningamálaráðherra hefur samþykkt tillögu háskólaráðs Háskólans á Akureyri að dr. Eyjólfur Guðmundsson verði næsti rektor skólans en þetta kemur fram í frétta á vefsíðu Háskóla Akureyrar.

Fram kemur í fréttinni að alls bárust sjö umsóknir um starfið. Ráðið er til fimm ára í senn og má gera ráð fyrir að rektorsskiptin fari fram 1. júlí n.k. Stefán B. Sigurðsson fráfarandi rektor mun starfa áfram við Háskólann á Akureyri sem prófessor.

Dr. Eyjólfur Guðmundsson hefur undanfarin ár starfað sem sviðsstjóri greiningar og sem aðalhagfræðingur CCP hf. Áður starfaði hann í tæpan áratug við Háskólann á Akureyri, undir lokin sem deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar og hefur þaðan reynslu á sviði kennslu og rannsókna. Eyjólfur er 45 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×