Innlent

Borgarbókasafnið á leið í Spöngina

Bjarki Ármannsson skrifar
Hér sést tilvonandi húsnæði Borgarbókasafnsins í Grafarvogi.
Hér sést tilvonandi húsnæði Borgarbókasafnsins í Grafarvogi. Mynd/Reykjavíkurborg
Borgarbókasafnið í Grafarvogi mun flytja í stærra húsnæði í Spönginni ef samningar takast um leigu.

Í tilkynningu frá borginni segir að húsnæði útibús safnsins í Grafarvogskirkju sé þröngt og óhentugt og að í nokkurn tíma hafi staðið til að finna safninu hentugri stað. Nú er það húsnæði laust sem áður hýsti líkamsræktarstöðina World Class, sem hefur flutt í Egilshöll. Í tilkynningunni segir að húsnæðið sé vel staðsett og að aðgengi að því sé mjög gott.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×