Erlent

Fjórir látnir í lestarslysi í Rússlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Að minnsta kosti fjórir eru látnir í Rússlandi eftir að farþegalest og flutningalest skullu saman vestan við Moskvu í morgun.

Nokkrir vagnar flutningalestarinnar fóru af sporunum með þeim afleiðingum að þeir skullu á farþegalestina með fyrrgreindum afleiðingum.

Farþegalestin var á leið sinni frá Moskvu til Chisinau í Moldavíu.

Fjöldi slasaðra er óstaðfestur en rússneskir fjölmiðlar greina frá því að sjúkraflutningamenn hafi verið fljótir á vettvang slyssins.

Nýjustu tölur kveða á um að fjöldi þeirra sé um 15.

Nánari fregnir má nálgast á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×