Innlent

Bjartsýni og barátta í norðlenskri pólitík

„Við viljum unga fólkið heim,“ segja íbúar í Vilko bænum Blönduósi, það segja Skagfirðingar líka og sömuleiðis íbúar í Norðurþingi. Þetta er rauði þráðurinn í samtölum Stóru málanna við kjósendur og frambjóðendur á Norðurlandi en næstsíðasti landshlutaþáttur Stóru málanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar verður á Stöð 2 í kvöld.

Það var ró og spekt yfir pólitíkinni víðast hvar þar sem Stóru málin drápu niður fæti á Norðurlandi, ef frá er talin Þingeyjarsveit. Þrír grunnskólar eru reknir í Þingeyjarsveit, hver um sig með 30-44 nemendur, og ýmsum finnst að hagkvæmara sé að sameina skólana. En ekki öllum. Og það er hiti í mönnum enda skólasameiningar hjartans mál víðast hvar.

Norðurland verður í brennidepli í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld kl. 19:20. Þátturinn er í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×