Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. ágúst 2025 12:44 Serena er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir fyrirtækið Ro en sjálf hefur hún misst fjórtán kíló á slíku lyfi. Serena Williams, einn besti tennisspilari allra tíma, hefur opnað sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja á sama tíma og hún er byrjuð að auglýsa slík lyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún segir lyfin hafa verið afarkost þegar ekkert annað gekk. Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra. Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra.
Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25