Innlent

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðalmeðferð í máli Gunnars Þorsteinssonar gegn Vefpressunni ehf. og ritstjóra hennar Steingrími Sævarri Ólafssyni hefst í héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 09:15.

Einnig stefnir Gunnar Ástu Sigríði Knútsdóttur og Sesselju Engilráð Barðdal sem voru talskonur kvennanna sjö sem ásökuðu Gunnar Þorsteinsson um kynferðisbrot árið 2010.

Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt konunum tveimur sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því.Gunnar krafðist þess að Pressan myndi draga fréttir sínar til baka, eyða þeim af vefsíðunni og biðja Gunnar opinberlega afsökunar á birtingu þeirra.

Mun aðalmeðferðin standa yfir í tvo daga.Lögmaður Gunnars Þorsteinssonar er Einar Hugi Bjarnason hæstaréttarlögmaður en lögmenn stefndu eru þau Bjarki H. Diego og Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.