Erlent

Bílstjóri rútunnar handtekinn

Birta Björnsdóttir skrifar
Bíl­stjóri rút­unn­ar sem kviknaði í með þeim af­leiðing­um að þrjá­tíu og eitt barn lét lífið, í Kólumbíu í nótt, var handtekinn fyrr í dag.

Börnin sem létust voru á aldrinum eins til átta ára en auk þeirra liggja hátt í þrjátíu börn með alvarleg brunasár á sjúkrahúsi.

Grunur leikur á að rútan hafi verið notuð til að smygla eldsneyti og lét bílstjórinn sig hverfa af vettvangi eftir slysið.


Tengdar fréttir

Þrjátíu börn fórust þegar rúta brann í Kólumbíu

Að minnsta kosti þrjátíu fórust þegar eldur kom upp í langferðabíl í Kólumbíu í nótt. Flestir hinna látnu eru börn undir fjórtán ára aldri. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en átján fundust á lífi á slysstað en margir þeirra eru alvarlega sladaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×