Innlent

Gagnrýnir skopmyndateikningar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
"Ég er alinn upp við það að virða trú og skoðanir annarra og mér finnst bara fáránlegt að gera eitthvað svona, að nota eitthvað svona sem er dýrmætt fyrir öðrum manni."
"Ég er alinn upp við það að virða trú og skoðanir annarra og mér finnst bara fáránlegt að gera eitthvað svona, að nota eitthvað svona sem er dýrmætt fyrir öðrum manni." vísir/anton
Á morgun er alþjóðlegur dagur baráttunnar fyrir fullu tjáningarfrelsi. Þúsundir koma til með láta af sér kveða, og margir hverjir nota daginn í að teikna myndir af Múhameð spámanni múslima.

Tilgangur teikninganna er sá að ekki verði látið viðgangast að fólki sé hótað lífláti fyrir að teikna myndir af trúarleiðtoga. Dagurinn hefur því oft verið kallaður „Teiknaðu Múhameð dagurinn“en hugmyndin varð til 20.maí 2010 eftir að höfundum teiknimyndaþáttanna South Park var hótað lífláti eftir að Múhameð birtist í einum þáttanna. Stofnaðar voru vefsíður sem pakistönsk stjórnvöld létu loka jafnóðum.

Salmann Tamimi  gagnrýnir þessa leið tjáningarfrelsis harðlega.

„Ég styð tjáningarfrelsi. En þetta get ég ekki tengt við tjáningarfrelsi. Hér erum við að tala um asnalegar teikningar af manni sem er mikils virtur af þriðjungi mannkyns og getur ekki varið sig sjálfur. Hann gerði engum mein,“ segir Salmann.

„Ég er alinn upp við það að virða trú og skoðanir annarra og mér finnst bara fáránlegt að gera eitthvað svona, að nota eitthvað svona sem er dýrmætt fyrir öðrum manni. Þetta er bara fáránlegt.“

Myndbirtingar af spámanninum féll í grýttan jarðveg hjá múslimum víða um heim árið 2005. Danska blaðið Politiken og fleiri blöð birtu svo aftur eina myndina árið 2008 þegar lögreglan upplýsti um meint morðtilræði á hendur teiknaranum Kurt Westergaard, sem teiknaði eina myndina.

Mynd Westergaard birtist í Jótlandspóstinum haustið 2005 og báðust forsvarsmenn blaðsins afsökunar á myndbirtingunum. Westergaard fékk fjölmargar hótanir símleiðis og bréfleiðis og nafnar hans jafnframt, sem voru 81 á þessum tíma. Kvað svo rammt að þessu að danska leyniþjónustan var kölluð til, til að gæta nokkurra þeirra.


Tengdar fréttir

Biðjast afsökunar á endurbirtingum á myndum af Múhameð

Danska blaðið Politiken hefur beðist afsökunar á því að hafa birt myndir af spámanninum Múhameð árið 2008. Politiken segir að með afsökuninni vilji blaðið friðmælast við múslima í Mið-Austurlöndum og Ástralíu. Önnur dönsk dagblöð hafa gagnrýnt Politiken fyrir afsökunarbeiðnina, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.

Kurt Westergaard tilbúinn til að selja mynd sína af Múhameð

Kurt Westergaard er reiðubúinn til að selja alræmda mynd sína af spámanninum Múhameð. Erik Guldager, eigandi Draupnis gallerísins, segir að búast megi við því að teikningin verði seld á eina milljón danskra króna, eða um 24 milljónir íslenskar.

Ætluðu að myrða Múhameðs teiknara

Sjö múslimar hafa verið handteknir í Írska lýðveldinu sakaðir um að hafa ætlað að myrða sænska myndlistarmanninn Lars Vilks.

Westergaard með fleiri Múhameðsteikningar

Kurt Westergaard, einn af teiknurum Jótlandspóstsins í svokölluðu Múhameðsmáli, hyggst senda frá sér fleiri myndir í þá veru eftir því sem Berlingske Tidende segir frá.

Um 30 þúsund klukkustundir hafa farið í Múhameðsmál

Lögreglan á Jótlandi í Danmörku hefur varið 30 þúsund klukkustundum í mál sem tengjast Múhameðsteikningunum. Talan samsvarar því að fjórir lögreglumenn hafi síðastliðin fimm ár einungis unnið að

Eiginkona skopmyndateiknarans rekin og ráðin

Morðhótanirnar gegn Kurt Westergaard sem teiknaði skopmyndina af Mohammed spámanni í Danmörku leiddu til þess að eiginkonu hans, Gitte, var vikið úr starfi sem fóstru við leikskóla í Árósum í gær en ráðin aftur í dag.

Neitar að hafa ætlað að myrða skopmyndateiknarann

Maðurinn sem braust inn til skopmyndateiknarans, Kurt Westergaard, fyrir ári síðan neitaði fyrir rétti í Árósum í dag að hafa ætlað að myrða teiknarann. Hann er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann játaði þó að hafa brotist inn til hans með exi.

Sér eftir múhameðsmyndaviðbrögðum

Ahmed Akkari, fyrrum talsmaður trúfélags danskra múslíma hefur skipt um skoðun í máli skopmyndanna af Múhameð spámanniog sér eftir orðum sínum og gjörðum.

Múhameðsteiknarinn alvarlega veikur

Hinn heimsfrægi danski teiknari Kurt Wetergaard, sem vað frægur fyrir að teikna afar umdeildar myndir af Múhameð spámanni, er mjög veikur. Fréttavefur danska ríkisútvarpsins segir að hann sé svo veikur að hann hafi þurft að aflýsa ferðum til London og New York. Ferðirnar átti hann að fara í til að kynna ævisögu sína. Bókin ber einfaldlega titilinn "Bókin að baki Múhameðsteikningunum“. Westergaard er 77 ára gamall. Hann hefur ítrekað fengið hótanir frá heitttrúuðum múslimum síðan að bókin kom út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×