Innlent

Gekk út úr búðinni í glænýjum buxum án þess að greiða fyrir þær

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gunnar
Rúmlega tvítugur karlmaður var tekinn með amfetamín í fórum sínum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Lögreglan fór eftir það í húsleit á heimili hans, að fenginni heimild frá honum. Þar fundust kannabisefni, e-töflur, amfetamín, óþekkt hvítt efni og slatti af kannabisfræjum.

Karlmaður mátaði buxur í fataverslun á Suðunesjunum um helgina og gekk út úr búðinni í buxunum án þess að greiða fyrir þær.

Gömlu buxurnar skildi hann eftir í mátunarklefanum en málið mun vera í rannsókn lögreglunnar.

Þá hafði lögreglan um helgina hendur í hári annars manns sem hafði látið greipar sópa í verslun í umdæminu þrjá daga í röð fyrr í mánuðinum.

Hann var látinn greiða fyrir varninginn sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi og undirrita skaðabótakröfu á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×