Innlent

Maískökur innkallaðar

Freyr Bjarnason skrifar
Fyrirtækið Arka heilsuvörur ehf. hefur innkallað maískökur frá Lima.
Fyrirtækið Arka heilsuvörur ehf. hefur innkallað maískökur frá Lima.
Heildsalan Arka heilsuvörur ehf. hefur tilkynnt Matvælastofnun og matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á maískökum frá vörumerkinu Lima vegna sveppaeiturs (deoxynivalenol) sem var yfir mörkum.

Um er að ræða varúðarráðstöfun og einskorðast eingöngu við vörur með dagsetninguna best fyrir 03.02.2015.

Í tilkynningu frá Arka kemur fram að brugðist hafi verið við með því að fjarlægja vöruna úr hillum verslana.

„En ef einhverjir eiga þessa vöru heima hjá sér eru þeir vinsamlegast beðnir um að skila vörunni í þeirri verslun sem hún var keypt og fá hana bætta eða farga henni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×