Innlent

Viðbygging við Vesturbæjarskóla í undirbúningi

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Framkvæmdir verða við Vesturbæjarskóla í sumar.
Framkvæmdir verða við Vesturbæjarskóla í sumar. Vísir/Daníel
Framkvæmdir verða við Vesturbæjarskóla í sumar en verið er að hanna nýja viðbyggingu við skólann.

Þar til hún verður tekin í notkun verður húsnæðisvandi skólans leystur með því að breyta gömlu húsi sem stendur við Hringbraut 116-118. Þar verða tvær kennslustofur, aðstaða til tónlistarkennslu og vinnurými fyrir kennara.

Samhliða verða gerðar betrumbætur á húsnæði fyrir frístundastarf að Vesturvallagötu og ein færanleg kennslustofu, til viðbótar þeim þremur sem fyrir eru, verður flutt að skólanum.  Sú kennslustofa verður tímabundið notuð undir tónlistarkennsluna.

 
Samkvæmt nemendaspá skóla- og frístundasviðs mun nemendum við Vesturbæjarskóla fjölga um 40-50 á næstu árum þegar stóru árgangarnir sem fæddust 2009 og 2010 koma inn í skólann.

Gert er ráð fyrir að hönnun nýrrar viðbyggingar við Vesturbæjarskóla ljúki á þessu ári og að framkvæmdir við hana hefjist 2015. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmda við skólann á þessu ári eru um 50 milljónir króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×