Innlent

Neyðaraðstoð vegna flóða

Freyr Bjarnason skrifar
Flóðin á Balkanskaganum eru þau verstu í manna minnum.
Flóðin á Balkanskaganum eru þau verstu í manna minnum. Fréttablaðið/AP
Félög Rauða krossins í Serbíu og Bosníu hafa unnið að björgunarstörfum og dreifingu hjálpargagna vegna flóðanna á Balkanskaga, sem eru þau verstu í manna minnum.

Rauði krossinn á Íslandi styrkir aðgerðir beggja landsfélaga og hefur opnað fyrir söfnunarsíma sína: 904 1500, 904 2500 og 904 5500.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að þeir sem vilja leggja neyðaraðstoðinni lið séu hvattir til að hringja og þá bætist við upphæð sem nemur síðustu fjórum tölustöfum símanúmersins.

Einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Rauða krossins á Íslandi: 342- 26- 12 kt 5302692649.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×