Innlent

Þungbært fyrir svo unga menn að sitja í varðhaldi

Snærós Sindradóttir skrifar
Erlendur Þór Gunnarsson, verjandi
Erlendur Þór Gunnarsson, verjandi
„Það getur ekki stafað svo mikil hætta af þessum mönnum að það sé réttlætanlegt að geyma þá í fangelsi án þess að dómur hafi fallið,“ segir Erlendur Gunnarsson, verjandi eins fimmmenninganna í hópnauðgunarmálinu svokallaða.

Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms um að ekki ætti að vista mennina í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Þeir ganga því lausir og hafa gert síðan fyrir helgi þegar úrskurður héraðsdóms féll.

„Þessi dómur Hæstaréttar er mjög jákvæður fyrir minn skjólstæðing,“ segir Erlendur. „Það hefði verið ansi þungbært fyrir einstakling, sem er einungis grunaður um refsivert brot, að þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til lengri tíma þegar ekki er meira vitað um málsatvik en staðan er í dag.“

Mennirnir voru allir vistaðir í einangrun á meðan þeir voru í gæsluvarðhaldi. „Það þurfa að vera mjög brýnir hagsmunir undir ef það á að réttlæta það að ólögráða einstaklingur sæti einangrun og svo gæsluvarðhaldi í fangelsi og þurfi þar með að þola þyngri byrði en þeir sem eru jafnvel dæmdir fyrir grófari afbrot.“ 


Tengdar fréttir

Stúlkan lagði sjálf fram myndbandsupptökuna

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir fjórum af fimm piltum sem grunaðir eru um að hafa nauðgað sextán ára stúlku. Myndbandsupptaka er sögð styðja framburð hennar um atvikið.

Reyndu að eyða myndbandi af nauðguninni

Fimmmenningarnir sem grunaðir eru um að nauðga sextán ára stúlku ræddu saman um atvikið á Facebook og báru saman bækur sínar. Þeir eyddu myndbandi sem til var af nauðguninni og töldu þá að engin sönnunargögn væru til í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×