Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Valur Páll Eiríksson skrifar 10. janúar 2026 09:30 Maresca og Amorim fengu báðir að fjúka á nýju ári. Nick Potts/PA Images via Getty Images Fimm dagar voru liðnir af nýja árinu þegar tveimur þjálfurum hafði verið kastað út í hafsauga. Þeir eiga sameiginlegt að hafa starfað í sérkennilegu starfsumhverfi sem endurspeglar breyttar starfsaðstæður knattspyrnuþjálfara á efsta stigi. Rúben Amorim var látinn fylgja í fótspor Enzo Maresca í byrjun vikunnar en Ítalinn hafði fengið sparkið á Nýársdag. Margir eru á því að báðir hafi kallað þetta yfir sig. Ekki bara með slæmu gengi heldur vanvirðingu fyrir starfi sínu eða yfirmönnum. Maresca hafi ítrekað farið aðra leið en yfirmenn hans vildu. Maresca fékk ekkert um kaup og sölur ráðið hjá Chelsea. Þar ráða Todd Boehly og hans næstu undirmenn ríkjum. Það á að kaupa marga, marga, unga leikmenn, láta þá spila, auka virði þeirra og selja með gróða á milli þess sem einhverjir titlar vinnist. Amorim hafi sömuleiðis neitað að fara eftir ráðum sinna yfirmanna. Þeir vildu að hann spilaði með fjögurra manna varnarlínu – leist illa á 3-4-3 – en eru þó sömu menn og höfðu sinnt greiningarvinnunni við ráðninguna og réðu hann á þeim forsendum að hann spilaði 3-4-3. Amorim fékk sömuleiðis lítið um kaupin ráðið. Hann er yfirþjálfari (e. head coach) en ekki knattspyrnustjóri (e. manager). Ummæli hans um knattspyrnustjórastarfið eftir jafntefli við Leeds í vikunni fóru öfugt ofan í stjórnarmenn sem tóku sérstaklega fram í uppsagnaryfirlýsingu að yfirþjálfarinn Amorim hefði verið rekinn. Greiningardeildir, sjálfbærni og framtíðarsýn Sérfræðingum hefur fjölgað mjög í fótboltanum með aukinni þenslu undanfarinna ára. Sérfræðingar í til dæmis næringarfræði, íþróttavísindum, gagnagreiningu, leikmannakaupum og föstum leikatriðum voru vart til í boltanum fyrir tuttugu eða jafnvel tíu árum síðan. Sífellt fjölgar því kokkum í eldhúsinu. Moneyball áhrifin eru þá víða. Brighton og Brentford eru príma dæmi um lið sem hafa þeyst upp deildirnar og fest sig í sessi á meðal þeirra bestu á Englandi þökk sé módeli sem byggir á skýrum grunni gagnagreiningar. Félög setja skýra stefnu með það fyrir augum að vera sjálfbær, kaupa unga leikmenn, selja þá dýrt og viðhalda þannig frekari vexti. Greiningardeildir eiga að skila árangri, þá kannski sérlega fjárhagslegum árangri. Fótboltastjórnendur; tæknilegir ráðgjafar eða yfirmenn fótboltamála, eru skyndilega orðnar hálfgerðar stjörnur og nöfn sem hinn almenni fótboltaáhugamaður þekkir. Eigendum virðist meira í mun að fá inn naskan yfirmann fótboltamála en staka leikmenn eða þjálfara. Dan Ashworth, fyrrum yfirmaður hjá Brighton og Newcastle, er einn slíkra stjórnenda en hann entist ekki í nema fimm mánuði sem íþróttastjóri Manchester United vegna deilna við Jim Ratcliffe. „Ég myndi aldrei kaupa leikmann sem þjálfarinn vill ekki. Það væri gríðarleg sóun á fé,“ sagði Ashworth en ljóst er að margir kollegar hans gera þveröfugt og þykjast vita betur en þjálfararnir sem starfa undir þeim. Þetta er þróun sem dregur vægi þjálfarans niður við samsetningu eigin liðs. Reynsla hans, innsæi og mat á mönnum sem hann þarf að vinna með dagsdaglega til að ná árangri er ýtt til til hliðar fyrir kalda greiningu yfirmanna sem hitta viðkomandi leikmann í besta falli tvisvar á ári. Þjálfarinn situr uppi með leikmenn sem hann hefur lítinn áhuga á, og líkt og í tilfelli Maresca, hreinlega skipað að spila ákveðnum leikmönnum, eða að leyfa heilsugreiningu heilbrigðisteymis að ráða liðsvali alfarið. Mennskan er tekin út fyrir greiningarvinnuna á meðan tilfinningarnar og rómantíkin dofnar. Er bannað að hafa gaman? Þegar þetta hins vegar gengur upp hrósa stjórnendurnir fagnandi sigri og klappa sér á bakið. En þeir sitja í felum á meðan þjálfarinn svarar fyrir slæmt gengi á blaðamannafundum þegar illa fer. Þeir leggja áherslu á tískuorð eins og sjálfbærni og framtíðarsýn sem virðist snúast meira um ásýnd heldur en innihald. Á meðan minnkar vægi knattspyrnustjórans vegna sölumennsku auðugra eigenda í gróðaleit. Peningar eða árangur? Chelsea var að ráða fimmta stjórann sinn í tæplega fjögurra ára eignartíð Todd Boehly og United að leita síns þriðja undir Ratcliffe. Þeir eru yfirkokkarnir sem eru búnir að leggja til sína uppskrift. Það er undirkokkanna að fara eftir uppskriftinni. Þrátt fyrir mikinn fjölda kokka í eldhúsinu virðist það þó ávallt lenda á þjálfaranum að axla ábyrgð ef eldamennskan tekst illa til. Sama hversu vonlaus uppskriftin er eða hversu léleg hráefni yfirmennirnir færa undirkokknum til verksins. Nýr raunveruleiki blasir því við þjálfurum í sífellt peningavæddari fótboltaheimi. Þjálfurum sem er eflaust misvel til fallið að sinna starfi yfirþjálfara. Áður voru peningarnir leiðin að árangri en nú er árangur leið að peningum. Samhliða þeirri þróun er ljóst er að knattspyrnustjórinn er hægt og rólega að deyja. Utan vallar Enski boltinn Chelsea FC Manchester United Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Rúben Amorim var látinn fylgja í fótspor Enzo Maresca í byrjun vikunnar en Ítalinn hafði fengið sparkið á Nýársdag. Margir eru á því að báðir hafi kallað þetta yfir sig. Ekki bara með slæmu gengi heldur vanvirðingu fyrir starfi sínu eða yfirmönnum. Maresca hafi ítrekað farið aðra leið en yfirmenn hans vildu. Maresca fékk ekkert um kaup og sölur ráðið hjá Chelsea. Þar ráða Todd Boehly og hans næstu undirmenn ríkjum. Það á að kaupa marga, marga, unga leikmenn, láta þá spila, auka virði þeirra og selja með gróða á milli þess sem einhverjir titlar vinnist. Amorim hafi sömuleiðis neitað að fara eftir ráðum sinna yfirmanna. Þeir vildu að hann spilaði með fjögurra manna varnarlínu – leist illa á 3-4-3 – en eru þó sömu menn og höfðu sinnt greiningarvinnunni við ráðninguna og réðu hann á þeim forsendum að hann spilaði 3-4-3. Amorim fékk sömuleiðis lítið um kaupin ráðið. Hann er yfirþjálfari (e. head coach) en ekki knattspyrnustjóri (e. manager). Ummæli hans um knattspyrnustjórastarfið eftir jafntefli við Leeds í vikunni fóru öfugt ofan í stjórnarmenn sem tóku sérstaklega fram í uppsagnaryfirlýsingu að yfirþjálfarinn Amorim hefði verið rekinn. Greiningardeildir, sjálfbærni og framtíðarsýn Sérfræðingum hefur fjölgað mjög í fótboltanum með aukinni þenslu undanfarinna ára. Sérfræðingar í til dæmis næringarfræði, íþróttavísindum, gagnagreiningu, leikmannakaupum og föstum leikatriðum voru vart til í boltanum fyrir tuttugu eða jafnvel tíu árum síðan. Sífellt fjölgar því kokkum í eldhúsinu. Moneyball áhrifin eru þá víða. Brighton og Brentford eru príma dæmi um lið sem hafa þeyst upp deildirnar og fest sig í sessi á meðal þeirra bestu á Englandi þökk sé módeli sem byggir á skýrum grunni gagnagreiningar. Félög setja skýra stefnu með það fyrir augum að vera sjálfbær, kaupa unga leikmenn, selja þá dýrt og viðhalda þannig frekari vexti. Greiningardeildir eiga að skila árangri, þá kannski sérlega fjárhagslegum árangri. Fótboltastjórnendur; tæknilegir ráðgjafar eða yfirmenn fótboltamála, eru skyndilega orðnar hálfgerðar stjörnur og nöfn sem hinn almenni fótboltaáhugamaður þekkir. Eigendum virðist meira í mun að fá inn naskan yfirmann fótboltamála en staka leikmenn eða þjálfara. Dan Ashworth, fyrrum yfirmaður hjá Brighton og Newcastle, er einn slíkra stjórnenda en hann entist ekki í nema fimm mánuði sem íþróttastjóri Manchester United vegna deilna við Jim Ratcliffe. „Ég myndi aldrei kaupa leikmann sem þjálfarinn vill ekki. Það væri gríðarleg sóun á fé,“ sagði Ashworth en ljóst er að margir kollegar hans gera þveröfugt og þykjast vita betur en þjálfararnir sem starfa undir þeim. Þetta er þróun sem dregur vægi þjálfarans niður við samsetningu eigin liðs. Reynsla hans, innsæi og mat á mönnum sem hann þarf að vinna með dagsdaglega til að ná árangri er ýtt til til hliðar fyrir kalda greiningu yfirmanna sem hitta viðkomandi leikmann í besta falli tvisvar á ári. Þjálfarinn situr uppi með leikmenn sem hann hefur lítinn áhuga á, og líkt og í tilfelli Maresca, hreinlega skipað að spila ákveðnum leikmönnum, eða að leyfa heilsugreiningu heilbrigðisteymis að ráða liðsvali alfarið. Mennskan er tekin út fyrir greiningarvinnuna á meðan tilfinningarnar og rómantíkin dofnar. Er bannað að hafa gaman? Þegar þetta hins vegar gengur upp hrósa stjórnendurnir fagnandi sigri og klappa sér á bakið. En þeir sitja í felum á meðan þjálfarinn svarar fyrir slæmt gengi á blaðamannafundum þegar illa fer. Þeir leggja áherslu á tískuorð eins og sjálfbærni og framtíðarsýn sem virðist snúast meira um ásýnd heldur en innihald. Á meðan minnkar vægi knattspyrnustjórans vegna sölumennsku auðugra eigenda í gróðaleit. Peningar eða árangur? Chelsea var að ráða fimmta stjórann sinn í tæplega fjögurra ára eignartíð Todd Boehly og United að leita síns þriðja undir Ratcliffe. Þeir eru yfirkokkarnir sem eru búnir að leggja til sína uppskrift. Það er undirkokkanna að fara eftir uppskriftinni. Þrátt fyrir mikinn fjölda kokka í eldhúsinu virðist það þó ávallt lenda á þjálfaranum að axla ábyrgð ef eldamennskan tekst illa til. Sama hversu vonlaus uppskriftin er eða hversu léleg hráefni yfirmennirnir færa undirkokknum til verksins. Nýr raunveruleiki blasir því við þjálfurum í sífellt peningavæddari fótboltaheimi. Þjálfurum sem er eflaust misvel til fallið að sinna starfi yfirþjálfara. Áður voru peningarnir leiðin að árangri en nú er árangur leið að peningum. Samhliða þeirri þróun er ljóst er að knattspyrnustjórinn er hægt og rólega að deyja.
Utan vallar Enski boltinn Chelsea FC Manchester United Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira