Veður

Ró­legt veður en kalt næstu daga

Atli Ísleifsson skrifar
Það mun svo draga smám saman úr vindi í kvöld og nótt.
Það mun svo draga smám saman úr vindi í kvöld og nótt. Vísir/Vilhelm

Veðrið verður frekar rólegt, en kalt næstu daga. Gera má ráð fyrir að það verði norðlæg átt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og léttskýjað, en tíu til fimmtán metrar á sekúndu með dálitlum éljum á austanverðu landinu.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði tveggja til tíu stiga frost yfir daginn og kaldast inn til landsins.

Það mun svo draga smám saman úr vindi í kvöld og nótt.

„Á morgun verður vestan og norðvestan 8-13 m/s með stöku éljum austantil á landinu, en annars hægari breytileg átt og yfirleitt bjart. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag gera spár ráð fyrir hægum breytileg áttum, en vestan 5-10 nyrst. Smávægis él á víð og dreif, en yfirleitt þurrt á suðvesturhorninu. Frost 0 til 8 stig að deginum,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og léttskýjað, en norðvestan 8-13 og dálítil él á Austurlandi. Frost 2 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á sunnudag: Hæg breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él við norðurströndina. Áfram kalt í veðri.

Á mánudag: Norðaustlæg átt 3-10. Skýjað á Norður- og Austurlandi og sums staðar svolítil él, en yfirleitt léttskýjað sunnan heiða. Frost 1 til 10 stig.

Á þriðjudag: Austlæg átt. Skýjað með köflum og dálítil él á stöku stað, en bjartviðri sunnan- og suðvestanlands. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan.

Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri. Talsvert frost um mest allt land.

Á fimmtudag: Útlit fyrir austanátt með snjókomu eða slyddu, en yfirleitt þurrt á norðan- og vestanverðu landinu. Dregur úr frosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×