Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Jón Þór Stefánsson skrifar 28. desember 2025 22:33 Trump og Selenskíj tókust í hendur að fundi þeirra loknum. Þeir voru sammála um að fundurinn hefði verið góður. Getty „Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída. „Fundurinn okkar var æðislegur. Við fórum yfir ansi margt, sumir myndu segja 95 prósent, en ég veit ekki hver prósentan er, en við náðum miklum árangri í átt að því að ljúka stríðinu,“ sagði Trump. Hann sagði möguleika á að stríðinu myndi ljúka innan nokkurra vikna. „Ef þetta fer mjög vel, þá kannski verða þetta nokkrar vikur. Ef þetta gengur illa mun það taka lengri tíma, og ef það mun ganga mjög illa þá mun ekki leysast úr þessu,“ sagði hann. „Eftir nokkrar vikur munum við vita í hvað stefnir, ef vel gengur. En þetta gæti líka gengið illa, ef eitthvað veltur á einum þætti sem enginn er að hugsa um gæti flosnað upp úr þessu.“ Trump sagði þetta stríð erfitt viðureignar, en taldi samt að þeim myndi takast að semja um frið. Selenskíj sagði að nánast væri komið samkomulag um tuttugu punkta friðaráætlun Bandaríkjanna, eða um níutíu prósent, og að algjört samkomulag væri um fyrirhugaðar öryggisráðstafanir sem Bandaríkin hafa lagt til. Hann tók ekki fram hvort hann ætti við um samþykki Úkraínu á umræddum drögum eða um samþykki bæði Úkraínumanna og Rússa. Þeir sögðust stefna á fund með evrópskum leiðtogum á næstu vikum. Landsvæði stærsta þrætuefnið Trump var spurður út í fregnir sem bárust frá Moskvu meðan fundurinn var í gangi á þá leið að til þess að ná samningum þyrfti Úkraína að gefa upp Donbass-hérað. „Það er það sem þeir hafa verið að biðja um. Það eru deilur um það. Það er eitthvað sem á eftir að finna út úr. En ég held að þetta sé að færast í rétta átt.“ Fundurinn fór fram í húsi Trumps, Mar-a-Lago í Flórída.Getty Selenskíj sagði til skoðunar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um einhverja þætti friðarsamkomulags, sérstaklega ef ákveðnir þættir væru Úkraínumönnum sérstaklega íþyngjandi. „Ef áætlunin er mjög erfið fyrir okkar samfélag þá verður okkar samfélag að sjálfsögðu að fá að velja og greiða atkvæði. Það er vegna þess að um er að ræða landsvæði, ekki bara land þeirra sem búa þar núna heldur land heillar þjóðar, land margra kynslóða,“ sagði Selenskíj. Aðspurður um hvaða mál væri erfiðast að komast að niðurstöðu um minntist Trump á deilur um landsvæði. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
„Fundurinn okkar var æðislegur. Við fórum yfir ansi margt, sumir myndu segja 95 prósent, en ég veit ekki hver prósentan er, en við náðum miklum árangri í átt að því að ljúka stríðinu,“ sagði Trump. Hann sagði möguleika á að stríðinu myndi ljúka innan nokkurra vikna. „Ef þetta fer mjög vel, þá kannski verða þetta nokkrar vikur. Ef þetta gengur illa mun það taka lengri tíma, og ef það mun ganga mjög illa þá mun ekki leysast úr þessu,“ sagði hann. „Eftir nokkrar vikur munum við vita í hvað stefnir, ef vel gengur. En þetta gæti líka gengið illa, ef eitthvað veltur á einum þætti sem enginn er að hugsa um gæti flosnað upp úr þessu.“ Trump sagði þetta stríð erfitt viðureignar, en taldi samt að þeim myndi takast að semja um frið. Selenskíj sagði að nánast væri komið samkomulag um tuttugu punkta friðaráætlun Bandaríkjanna, eða um níutíu prósent, og að algjört samkomulag væri um fyrirhugaðar öryggisráðstafanir sem Bandaríkin hafa lagt til. Hann tók ekki fram hvort hann ætti við um samþykki Úkraínu á umræddum drögum eða um samþykki bæði Úkraínumanna og Rússa. Þeir sögðust stefna á fund með evrópskum leiðtogum á næstu vikum. Landsvæði stærsta þrætuefnið Trump var spurður út í fregnir sem bárust frá Moskvu meðan fundurinn var í gangi á þá leið að til þess að ná samningum þyrfti Úkraína að gefa upp Donbass-hérað. „Það er það sem þeir hafa verið að biðja um. Það eru deilur um það. Það er eitthvað sem á eftir að finna út úr. En ég held að þetta sé að færast í rétta átt.“ Fundurinn fór fram í húsi Trumps, Mar-a-Lago í Flórída.Getty Selenskíj sagði til skoðunar að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um einhverja þætti friðarsamkomulags, sérstaklega ef ákveðnir þættir væru Úkraínumönnum sérstaklega íþyngjandi. „Ef áætlunin er mjög erfið fyrir okkar samfélag þá verður okkar samfélag að sjálfsögðu að fá að velja og greiða atkvæði. Það er vegna þess að um er að ræða landsvæði, ekki bara land þeirra sem búa þar núna heldur land heillar þjóðar, land margra kynslóða,“ sagði Selenskíj. Aðspurður um hvaða mál væri erfiðast að komast að niðurstöðu um minntist Trump á deilur um landsvæði.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Úkraína Donald Trump Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila