Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2025 12:30 Mohamed Salah mætir á æfingasvæði Liverpool í dag. getty/Peter Byrne Mohamed Salah varð eftir í Bítlaborginni þegar Liverpool fór til Mílanó þar sem Englandsmeistararnir mæta Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Egyptinn situr samt ekki auðum höndum heima í Liverpool. Salah hleypti öllu í bál og brand með ummælum sínum eftir 3-3 jafntefli Liverpool og Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah hefur verið á varamannabekknum í síðustu þremur leikjum Liverpool og lýsti yfir mikilli óánægju með stöðu sína hjá félaginu. Salah sagðist hafa verið gerður að blóraböggli fyrir slæmu gengi Englandsmeistaranna og að honum hefði hreinlega verið hent fyrir rútuna. Þá lýsti hann því yfir að samband þeirra Arnes Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, væri brostið. Salah hefur víða fengið bágt fyrir upphlaup sitt eftir leikinn gegn Leeds. Jamie Carragher sagði til að mynda að viðtalið hefði verið skipulagt fyrirfram og Salah væri eingöngu að hugsa um eigin hag. „Í hvert skipti sem Salah fer í viðtal eftir leiki, sem hann hefur gert fjórum sinnum á átta árum hjá Liverpool, er það vandlega undirbúið af honum og umboðsmanni hans til að valda sem mestum skaða og styrkja eigin stöðu. Hann valdi þessa helgi til að gera þetta núna og ég held að hann hafi beðið eftir slæmum úrslitum hjá Liverpool. Eftir jöfnunarmarkið undir lokin voru allir hjá Liverpool í sárum og hann valdi þennan tíma til að vaða í stjórann og jafnvel að reyna að láta reka hann,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports. Í ljósi stöðunnar ákvað Slot að skilja Salah eftir heima fyrir leikinn mikilvæga gegn Inter í kvöld. Á blaðamannafundi í gær sagði Slot að ummæli Salahs hefðu komið honum á óvart. Þá sagðist hann ekki vita hvort Egyptinn myndi klæðast treyju Liverpool á nýjan leik. Á meðan samherjar hans undirbúa sig fyrir leikinn gegn Inter kíkti Salah í ræktina á æfingasvæði Liverpool. Því til sönnunar birti hann fremur einmanalega sjálfu úr lyftingasalnum í dag. pic.twitter.com/OldWsBHnUp— Mohamed Salah (@MoSalah) December 9, 2025 Næsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er gegn Brighton á laugardaginn. Það er jafnframt síðasti leikurinn sem Salah gæti spilað áður en hann fer með egypska landsliðinu í Afríkukeppnina. Slot sagði að staðan á Salah yrði tekin eftir leikinn gegn Inter í kvöld. Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppni Meistaradeildarinnar er Liverpool í 13. sæti með níu stig. Í síðustu umferð steinlá Liverpool fyrir PSV Eindhoven á heimavelli, 1-4. Inter vann fyrstu fjóra leiki sína í Meistaradeildinni en tapaði fyrir Atlético Madrid, 2-1, í síðustu umferð. Inter situr í 4. sæti með tólf stig. Leikur Inter og Liverpool hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Viaplay. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Markvörður Englandsmeistara Liverpool, Alisson, tjáði sig um stöðu Mohameds Salah á blaðamannafundi í gær. 9. desember 2025 11:30 Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Mohamed Salah ferðast ekki með Liverpool yfir til Ítalíu og verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter Milan í Meistaradeildinni Evrópu annað kvöld. 8. desember 2025 16:04 Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31 Búist við að Salah verði hent úr hóp Búist er við því að Mohamed Salah ferðist ekki með Liverpool yfir til Ítalíu í dag og verði ekki í hóp á morgun er liðið mætir Inter Milan í Meistaradeildinni. 8. desember 2025 12:41 Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31 „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 09:01 Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þetta hlýtur að koma til greina sem eitt af sprengifimustu viðtölum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Viðtal norska blaðamannsins við Mohamed Salah um helgina hefur búið til hálfgerða borgarastyrjöld innan herbúða Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 07:30 Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40 Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Salah hleypti öllu í bál og brand með ummælum sínum eftir 3-3 jafntefli Liverpool og Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah hefur verið á varamannabekknum í síðustu þremur leikjum Liverpool og lýsti yfir mikilli óánægju með stöðu sína hjá félaginu. Salah sagðist hafa verið gerður að blóraböggli fyrir slæmu gengi Englandsmeistaranna og að honum hefði hreinlega verið hent fyrir rútuna. Þá lýsti hann því yfir að samband þeirra Arnes Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, væri brostið. Salah hefur víða fengið bágt fyrir upphlaup sitt eftir leikinn gegn Leeds. Jamie Carragher sagði til að mynda að viðtalið hefði verið skipulagt fyrirfram og Salah væri eingöngu að hugsa um eigin hag. „Í hvert skipti sem Salah fer í viðtal eftir leiki, sem hann hefur gert fjórum sinnum á átta árum hjá Liverpool, er það vandlega undirbúið af honum og umboðsmanni hans til að valda sem mestum skaða og styrkja eigin stöðu. Hann valdi þessa helgi til að gera þetta núna og ég held að hann hafi beðið eftir slæmum úrslitum hjá Liverpool. Eftir jöfnunarmarkið undir lokin voru allir hjá Liverpool í sárum og hann valdi þennan tíma til að vaða í stjórann og jafnvel að reyna að láta reka hann,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports. Í ljósi stöðunnar ákvað Slot að skilja Salah eftir heima fyrir leikinn mikilvæga gegn Inter í kvöld. Á blaðamannafundi í gær sagði Slot að ummæli Salahs hefðu komið honum á óvart. Þá sagðist hann ekki vita hvort Egyptinn myndi klæðast treyju Liverpool á nýjan leik. Á meðan samherjar hans undirbúa sig fyrir leikinn gegn Inter kíkti Salah í ræktina á æfingasvæði Liverpool. Því til sönnunar birti hann fremur einmanalega sjálfu úr lyftingasalnum í dag. pic.twitter.com/OldWsBHnUp— Mohamed Salah (@MoSalah) December 9, 2025 Næsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er gegn Brighton á laugardaginn. Það er jafnframt síðasti leikurinn sem Salah gæti spilað áður en hann fer með egypska landsliðinu í Afríkukeppnina. Slot sagði að staðan á Salah yrði tekin eftir leikinn gegn Inter í kvöld. Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppni Meistaradeildarinnar er Liverpool í 13. sæti með níu stig. Í síðustu umferð steinlá Liverpool fyrir PSV Eindhoven á heimavelli, 1-4. Inter vann fyrstu fjóra leiki sína í Meistaradeildinni en tapaði fyrir Atlético Madrid, 2-1, í síðustu umferð. Inter situr í 4. sæti með tólf stig. Leikur Inter og Liverpool hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Viaplay.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Markvörður Englandsmeistara Liverpool, Alisson, tjáði sig um stöðu Mohameds Salah á blaðamannafundi í gær. 9. desember 2025 11:30 Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Mohamed Salah ferðast ekki með Liverpool yfir til Ítalíu og verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter Milan í Meistaradeildinni Evrópu annað kvöld. 8. desember 2025 16:04 Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31 Búist við að Salah verði hent úr hóp Búist er við því að Mohamed Salah ferðist ekki með Liverpool yfir til Ítalíu í dag og verði ekki í hóp á morgun er liðið mætir Inter Milan í Meistaradeildinni. 8. desember 2025 12:41 Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31 „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 09:01 Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þetta hlýtur að koma til greina sem eitt af sprengifimustu viðtölum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Viðtal norska blaðamannsins við Mohamed Salah um helgina hefur búið til hálfgerða borgarastyrjöld innan herbúða Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 07:30 Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40 Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Markvörður Englandsmeistara Liverpool, Alisson, tjáði sig um stöðu Mohameds Salah á blaðamannafundi í gær. 9. desember 2025 11:30
Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Mohamed Salah ferðast ekki með Liverpool yfir til Ítalíu og verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter Milan í Meistaradeildinni Evrópu annað kvöld. 8. desember 2025 16:04
Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31
Búist við að Salah verði hent úr hóp Búist er við því að Mohamed Salah ferðist ekki með Liverpool yfir til Ítalíu í dag og verði ekki í hóp á morgun er liðið mætir Inter Milan í Meistaradeildinni. 8. desember 2025 12:41
Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31
„Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 09:01
Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þetta hlýtur að koma til greina sem eitt af sprengifimustu viðtölum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Viðtal norska blaðamannsins við Mohamed Salah um helgina hefur búið til hálfgerða borgarastyrjöld innan herbúða Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 07:30
Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40
Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35
Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51
Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04