Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2025 12:30 Mohamed Salah mætir á æfingasvæði Liverpool í dag. getty/Peter Byrne Mohamed Salah varð eftir í Bítlaborginni þegar Liverpool fór til Mílanó þar sem Englandsmeistararnir mæta Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Egyptinn situr samt ekki auðum höndum heima í Liverpool. Salah hleypti öllu í bál og brand með ummælum sínum eftir 3-3 jafntefli Liverpool og Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah hefur verið á varamannabekknum í síðustu þremur leikjum Liverpool og lýsti yfir mikilli óánægju með stöðu sína hjá félaginu. Salah sagðist hafa verið gerður að blóraböggli fyrir slæmu gengi Englandsmeistaranna og að honum hefði hreinlega verið hent fyrir rútuna. Þá lýsti hann því yfir að samband þeirra Arnes Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, væri brostið. Salah hefur víða fengið bágt fyrir upphlaup sitt eftir leikinn gegn Leeds. Jamie Carragher sagði til að mynda að viðtalið hefði verið skipulagt fyrirfram og Salah væri eingöngu að hugsa um eigin hag. „Í hvert skipti sem Salah fer í viðtal eftir leiki, sem hann hefur gert fjórum sinnum á átta árum hjá Liverpool, er það vandlega undirbúið af honum og umboðsmanni hans til að valda sem mestum skaða og styrkja eigin stöðu. Hann valdi þessa helgi til að gera þetta núna og ég held að hann hafi beðið eftir slæmum úrslitum hjá Liverpool. Eftir jöfnunarmarkið undir lokin voru allir hjá Liverpool í sárum og hann valdi þennan tíma til að vaða í stjórann og jafnvel að reyna að láta reka hann,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports. Í ljósi stöðunnar ákvað Slot að skilja Salah eftir heima fyrir leikinn mikilvæga gegn Inter í kvöld. Á blaðamannafundi í gær sagði Slot að ummæli Salahs hefðu komið honum á óvart. Þá sagðist hann ekki vita hvort Egyptinn myndi klæðast treyju Liverpool á nýjan leik. Á meðan samherjar hans undirbúa sig fyrir leikinn gegn Inter kíkti Salah í ræktina á æfingasvæði Liverpool. Því til sönnunar birti hann fremur einmanalega sjálfu úr lyftingasalnum í dag. pic.twitter.com/OldWsBHnUp— Mohamed Salah (@MoSalah) December 9, 2025 Næsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er gegn Brighton á laugardaginn. Það er jafnframt síðasti leikurinn sem Salah gæti spilað áður en hann fer með egypska landsliðinu í Afríkukeppnina. Slot sagði að staðan á Salah yrði tekin eftir leikinn gegn Inter í kvöld. Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppni Meistaradeildarinnar er Liverpool í 13. sæti með níu stig. Í síðustu umferð steinlá Liverpool fyrir PSV Eindhoven á heimavelli, 1-4. Inter vann fyrstu fjóra leiki sína í Meistaradeildinni en tapaði fyrir Atlético Madrid, 2-1, í síðustu umferð. Inter situr í 4. sæti með tólf stig. Leikur Inter og Liverpool hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Viaplay. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Markvörður Englandsmeistara Liverpool, Alisson, tjáði sig um stöðu Mohameds Salah á blaðamannafundi í gær. 9. desember 2025 11:30 Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Mohamed Salah ferðast ekki með Liverpool yfir til Ítalíu og verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter Milan í Meistaradeildinni Evrópu annað kvöld. 8. desember 2025 16:04 Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31 Búist við að Salah verði hent úr hóp Búist er við því að Mohamed Salah ferðist ekki með Liverpool yfir til Ítalíu í dag og verði ekki í hóp á morgun er liðið mætir Inter Milan í Meistaradeildinni. 8. desember 2025 12:41 Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31 „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 09:01 Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þetta hlýtur að koma til greina sem eitt af sprengifimustu viðtölum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Viðtal norska blaðamannsins við Mohamed Salah um helgina hefur búið til hálfgerða borgarastyrjöld innan herbúða Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 07:30 Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40 Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira
Salah hleypti öllu í bál og brand með ummælum sínum eftir 3-3 jafntefli Liverpool og Leeds United í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah hefur verið á varamannabekknum í síðustu þremur leikjum Liverpool og lýsti yfir mikilli óánægju með stöðu sína hjá félaginu. Salah sagðist hafa verið gerður að blóraböggli fyrir slæmu gengi Englandsmeistaranna og að honum hefði hreinlega verið hent fyrir rútuna. Þá lýsti hann því yfir að samband þeirra Arnes Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, væri brostið. Salah hefur víða fengið bágt fyrir upphlaup sitt eftir leikinn gegn Leeds. Jamie Carragher sagði til að mynda að viðtalið hefði verið skipulagt fyrirfram og Salah væri eingöngu að hugsa um eigin hag. „Í hvert skipti sem Salah fer í viðtal eftir leiki, sem hann hefur gert fjórum sinnum á átta árum hjá Liverpool, er það vandlega undirbúið af honum og umboðsmanni hans til að valda sem mestum skaða og styrkja eigin stöðu. Hann valdi þessa helgi til að gera þetta núna og ég held að hann hafi beðið eftir slæmum úrslitum hjá Liverpool. Eftir jöfnunarmarkið undir lokin voru allir hjá Liverpool í sárum og hann valdi þennan tíma til að vaða í stjórann og jafnvel að reyna að láta reka hann,“ sagði Carragher í Monday Night Football á Sky Sports. Í ljósi stöðunnar ákvað Slot að skilja Salah eftir heima fyrir leikinn mikilvæga gegn Inter í kvöld. Á blaðamannafundi í gær sagði Slot að ummæli Salahs hefðu komið honum á óvart. Þá sagðist hann ekki vita hvort Egyptinn myndi klæðast treyju Liverpool á nýjan leik. Á meðan samherjar hans undirbúa sig fyrir leikinn gegn Inter kíkti Salah í ræktina á æfingasvæði Liverpool. Því til sönnunar birti hann fremur einmanalega sjálfu úr lyftingasalnum í dag. pic.twitter.com/OldWsBHnUp— Mohamed Salah (@MoSalah) December 9, 2025 Næsti leikur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er gegn Brighton á laugardaginn. Það er jafnframt síðasti leikurinn sem Salah gæti spilað áður en hann fer með egypska landsliðinu í Afríkukeppnina. Slot sagði að staðan á Salah yrði tekin eftir leikinn gegn Inter í kvöld. Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppni Meistaradeildarinnar er Liverpool í 13. sæti með níu stig. Í síðustu umferð steinlá Liverpool fyrir PSV Eindhoven á heimavelli, 1-4. Inter vann fyrstu fjóra leiki sína í Meistaradeildinni en tapaði fyrir Atlético Madrid, 2-1, í síðustu umferð. Inter situr í 4. sæti með tólf stig. Leikur Inter og Liverpool hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Viaplay.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Markvörður Englandsmeistara Liverpool, Alisson, tjáði sig um stöðu Mohameds Salah á blaðamannafundi í gær. 9. desember 2025 11:30 Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Mohamed Salah ferðast ekki með Liverpool yfir til Ítalíu og verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter Milan í Meistaradeildinni Evrópu annað kvöld. 8. desember 2025 16:04 Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31 Búist við að Salah verði hent úr hóp Búist er við því að Mohamed Salah ferðist ekki með Liverpool yfir til Ítalíu í dag og verði ekki í hóp á morgun er liðið mætir Inter Milan í Meistaradeildinni. 8. desember 2025 12:41 Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31 „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 09:01 Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þetta hlýtur að koma til greina sem eitt af sprengifimustu viðtölum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Viðtal norska blaðamannsins við Mohamed Salah um helgina hefur búið til hálfgerða borgarastyrjöld innan herbúða Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 07:30 Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40 Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51 Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira
Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Markvörður Englandsmeistara Liverpool, Alisson, tjáði sig um stöðu Mohameds Salah á blaðamannafundi í gær. 9. desember 2025 11:30
Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Mohamed Salah ferðast ekki með Liverpool yfir til Ítalíu og verður ekki í leikmannahópi liðsins gegn Inter Milan í Meistaradeildinni Evrópu annað kvöld. 8. desember 2025 16:04
Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Leikmenn Liverpool bjuggust við því að Mohamed Salah myndi tjá sig um stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa verið ónotaður varamaður gegn Leeds United um komandi helgi. Það kom stjórnendum Liverpool hins vegar á óvart hversu harðorður Salah var um samband sitt við þjálfarann Arne Slot. 8. desember 2025 13:31
Búist við að Salah verði hent úr hóp Búist er við því að Mohamed Salah ferðist ekki með Liverpool yfir til Ítalíu í dag og verði ekki í hóp á morgun er liðið mætir Inter Milan í Meistaradeildinni. 8. desember 2025 12:41
Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Mohamed Salah hefur séð til þess að þessa tímabils verður líklega minnst frekar fyrir það sem hann gerði utan vallar en innan hans. 8. desember 2025 10:31
„Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 09:01
Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þetta hlýtur að koma til greina sem eitt af sprengifimustu viðtölum ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Viðtal norska blaðamannsins við Mohamed Salah um helgina hefur búið til hálfgerða borgarastyrjöld innan herbúða Englandsmeistara Liverpool. 8. desember 2025 07:30
Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ „Þetta var ótrúlegt viðtal,“ segir Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um risafréttir helgarinnar varðandi Mohamed Salah og stöðu hans hjá Liverpool. 7. desember 2025 21:40
Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. 7. desember 2025 15:35
Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. 7. desember 2025 13:51
Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. 7. desember 2025 09:04