„Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 12:01 Þýska landsliðskonan Giulia Gwinn meiddist á hné á Evrópumótinu í Sviss síðasta sumar. Getty/Sebastian Christoph Gollnow Keira Walsh, lykilmaður Evrópumeistaraliðs Englendinga, segir að stjórnendur fótboltans verði að hlusta á leikmennina varðandi áhyggjur út af krossbandameiðslum. Katie Reid varnarmaður Arsenal var sú síðasta til að slíta krossband af konum í fremstu röð fótboltans. Hin nítján ára gamla Reid sleit fremra krossband á æfingu í síðustu viku. Hún er sjöundi leikmaðurinn, þar á meðal Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins, sem verður fyrir krossbandameiðslum frá því að tímabilið í ensku úrvalsdeild kvenna hófst. Hlusta á þá sem ganga í gegnum þetta „Stundum spilum við kannski of marga leiki í þéttri leikjadagskrá. Það er ekki nægur tími til að jafna sig,“ sagði Walsh, sem er leikmaður Chelsea. The footballing authorities must listen to players over the congested fixture schedule, says England and Chelsea star Keira Walsh. 🗣️ACL injuries continue to be a problem in the game. #BBCFootball pic.twitter.com/KSO6PEoZSL— Match of the Day (@BBCMOTD) November 11, 2025 „Það er hægt að gera rannsóknir, en á endanum þarf að hlusta á þá sem eru að ganga í gegnum þetta og hvernig við getum best fundið lausnirnar. Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna,“ sagði Walsh. Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, spilaði 58 leiki í öllum keppnum, samanborið við 52 leiki tímabilið á undan. Alessia Russo og Beth Mead spiluðu sex leiki til viðbótar þegar England vann EM 2025 í Sviss. Rannsóknir benda til þess að leikmenn kvenna séu tvisvar til sex sinnum líklegri til að verða fyrir krossbandameiðslum en karlar. Þetta er erfitt „Stundum hafa leikmenn áhyggjur af þessu. Þetta er erfitt. Maður vill samt spila þessa leiki. Maður vill spila viku eftir viku og á stóru stundunum,“ sagði Walsh. „En stundum þarf fólk ofar í kerfinu að hlusta á það sem við leikmennirnir erum að segja,“ sagði Walsh. WSL Football skipuleggur leiki í ensku úrvalsdeild kvenna, UEFA ber ábyrgð á Meistaradeild kvenna og Evrópumótinu og FIFA hefur yfirumsjón með heimsmeistaramótinu. Líka vandamál hjá körlunum Þétt leikjadagskrá er einnig vandamál í knattspyrnu karla. Rodri, miðjumaður Manchester City, sagði í september síðastliðnum – skömmu áður en hann varð fyrir krossbandameiðslum sem bundu enda á tímabilið hjá honum – að leikmenn væru nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla. Seinna í sama mánuði lýsti Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, leikjadagskránni sem „hættulegri“ og sagði hana vera „stórt umræðuefni“ í búningsklefanum. The ACL epidemic continues across the women’s game, and it’s happening at every level.So far this WSL season, at least seven players have been confirmed with ruptured ACLs, with young Arsenal star Katie Reid being the latest player sidelined due to the injury. Every season… pic.twitter.com/9YtqRQGHoE— Beyond The Pitch (@beyond_pitch) November 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Sjá meira
Katie Reid varnarmaður Arsenal var sú síðasta til að slíta krossband af konum í fremstu röð fótboltans. Hin nítján ára gamla Reid sleit fremra krossband á æfingu í síðustu viku. Hún er sjöundi leikmaðurinn, þar á meðal Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins, sem verður fyrir krossbandameiðslum frá því að tímabilið í ensku úrvalsdeild kvenna hófst. Hlusta á þá sem ganga í gegnum þetta „Stundum spilum við kannski of marga leiki í þéttri leikjadagskrá. Það er ekki nægur tími til að jafna sig,“ sagði Walsh, sem er leikmaður Chelsea. The footballing authorities must listen to players over the congested fixture schedule, says England and Chelsea star Keira Walsh. 🗣️ACL injuries continue to be a problem in the game. #BBCFootball pic.twitter.com/KSO6PEoZSL— Match of the Day (@BBCMOTD) November 11, 2025 „Það er hægt að gera rannsóknir, en á endanum þarf að hlusta á þá sem eru að ganga í gegnum þetta og hvernig við getum best fundið lausnirnar. Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna,“ sagði Walsh. Arsenal, sem vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, spilaði 58 leiki í öllum keppnum, samanborið við 52 leiki tímabilið á undan. Alessia Russo og Beth Mead spiluðu sex leiki til viðbótar þegar England vann EM 2025 í Sviss. Rannsóknir benda til þess að leikmenn kvenna séu tvisvar til sex sinnum líklegri til að verða fyrir krossbandameiðslum en karlar. Þetta er erfitt „Stundum hafa leikmenn áhyggjur af þessu. Þetta er erfitt. Maður vill samt spila þessa leiki. Maður vill spila viku eftir viku og á stóru stundunum,“ sagði Walsh. „En stundum þarf fólk ofar í kerfinu að hlusta á það sem við leikmennirnir erum að segja,“ sagði Walsh. WSL Football skipuleggur leiki í ensku úrvalsdeild kvenna, UEFA ber ábyrgð á Meistaradeild kvenna og Evrópumótinu og FIFA hefur yfirumsjón með heimsmeistaramótinu. Líka vandamál hjá körlunum Þétt leikjadagskrá er einnig vandamál í knattspyrnu karla. Rodri, miðjumaður Manchester City, sagði í september síðastliðnum – skömmu áður en hann varð fyrir krossbandameiðslum sem bundu enda á tímabilið hjá honum – að leikmenn væru nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla. Seinna í sama mánuði lýsti Jurrien Timber, varnarmaður Arsenal, leikjadagskránni sem „hættulegri“ og sagði hana vera „stórt umræðuefni“ í búningsklefanum. The ACL epidemic continues across the women’s game, and it’s happening at every level.So far this WSL season, at least seven players have been confirmed with ruptured ACLs, with young Arsenal star Katie Reid being the latest player sidelined due to the injury. Every season… pic.twitter.com/9YtqRQGHoE— Beyond The Pitch (@beyond_pitch) November 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Sjá meira