Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2025 14:40 Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japan, sagði á dögunum að Japanar gætu komið Taívönum til aðstoðar ef Kína gerir þar innrás. Þau ummæli reiddu ráðamenn í Kína til reiði. AP/Ahn Young-joon Embættismenn í Kína hafa brugðist reiðir við ummælum nýs forsætisráðherra Japans um að Japanar myndu mögulega koma Taívönum til aðstoðar geri Kínverjar innrás í eyríkið í framtíðinni. Háttsettur kínverskur erindreki í Japan skrifaði til að mynda færslu þar sem hann gaf til kynna að hausinn yrði höggvinn af Sanae Takaichi, forsætisráðherra. Takaichi sagði á föstudaginn að innrás í Taívan og herkví um eyríkið gæti verið skilgreind sem tilvistarógn gegn Japan. Slík skilgreining er lykilatriði þegar kemur að því að beita varnarliði Japan. Í frétt Japan Times segir að sitjandi forsætisráðherra Japan hafi aldrei áður gengið svo langt í ummælum um hvernig Japanir myndu bregðast við mögulegri innrás Kínverja í Taívan. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru árið 2015 og mörkuðu miklar breytingar á afstöðu Japana til hernaðar eftir seinni heimsstyrjöldina, eru þrjú skilyrði fyrir beitingu herafls. Það fyrsta er að Japan eða annað bandalagsríki Japans standi frammi fyrir vopnaðri árás sem ógni öryggi ríkisins og frelsi íbúa þess. Annað skilyrði er að engin önnur hæfileg viðbrögð séu í boði og það þriðja er að aflbeitingin væri ekki úr hófi miðað við tilefnið. Í umræðum á japanska þinginu á föstudaginn sagði Takaichi að innrás í Taívan gæti fullyrt þessi skilyrði en tók fram að ummæli hennar mörkuðu ekki breytingu á opinberri afstöðu Japana. Ríkisstjórnin myndi skoða hvert tilfelli fyrir sig. Brugðust reiðir við Í kjölfar þessara ummæla forsætisráðherrans birti kínverskur konsúll í Japan færslu þar sem hann gaf til kynna að Kínverjar myndu höggva höfuðið af Takaichi. Xue Jian, umræddur konsúll, gagnrýndi einnig ummæli Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, og þingmanna um málefni Taívan og sagði þau blygðunarlaus afskipti af innanríkismálum Kína. Hann sagði ummælin vera brot á fullveldi Kína og krafðist afsökunar áður en hann eyddi svo færslunni. Minoru Kihara, utanríkisráðherra Japan, sagði í morgun að ummælum Xue hefði verið mótmælt formlega við yfirvöld í Peking. Þá sagði hann færsluna vera einstaklega óviðeigandi og að Japanar krefðust útskýringa frá Kínverjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Utanríkisráðuneyti Kína mótmælti einnig ummælum forsætisráðherrans. Í frétt kínverska miðilsins Global Times er haft eftir Lin Jian, talsmanni ráðuneytisins, að ummæli Takaichi hafi verið röng og þau hafi markað alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Hann sagði einnig að ummælin færu gegn stefnu sem kallast „eitt Kína“, brytu gegn anda pólitískra samskipta ríkjanna og færu gegn almennum viðmiðum í alþjóðasamskiptum. Þar að auki væru ummælin þvert á fyrri skuldbindingar Japan. Lin sagði að Taívan tilheyrði Kína og það væri yfirvalda í Peking að leysa „Taívan-spurninguna“ og ná fram sameiningu. Þá velti hann vöngum yfir því með hvaða markmiði ummælin hefðu verið látin falla og hvort þeim hafi verið ætlað að senda skilaboð til sjálfstæðissinna í Taívan. Þá hét Lin því, eins og ráðamenn í Kína hafa ítrekað gert, að Taívan yrði sameinað meginlandi Kína. Hafa heitið/hótað sameiningu Kínverjar gera tilkall til Taívan en frá því að hann tók við völdum árið 2012 hefur Xi Jinping, forseti Kína, ítrekað heitið því opinberlega að ná tökum á Taívan, jafnvel þó að hann þurfi að beita hervaldi til þess. Þetta hefur hann lagt sérstaka áherslu á á þriðja kjörtímabili sínu. Á undanförnum árum hefur herafli Kína gengist umfangsmikla uppbyggingu og nútímavæðingu, Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagst hafa heimildir fyrir því að Xi hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Sjá einnig: Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Bandaríkjamenn hafa um árabil haldið því loðnu hvort þeir myndu beita valdi til að verja Taívan. Vill hraða hernaðaruppbyggingu Takaichi er fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japan. Í stefnuræðu hennar í síðasta mánuði talaði hún fyrir því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins. Þá vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og þá ógn sem beindist að Japan. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum. Japan Kína Taívan Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira
Takaichi sagði á föstudaginn að innrás í Taívan og herkví um eyríkið gæti verið skilgreind sem tilvistarógn gegn Japan. Slík skilgreining er lykilatriði þegar kemur að því að beita varnarliði Japan. Í frétt Japan Times segir að sitjandi forsætisráðherra Japan hafi aldrei áður gengið svo langt í ummælum um hvernig Japanir myndu bregðast við mögulegri innrás Kínverja í Taívan. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru árið 2015 og mörkuðu miklar breytingar á afstöðu Japana til hernaðar eftir seinni heimsstyrjöldina, eru þrjú skilyrði fyrir beitingu herafls. Það fyrsta er að Japan eða annað bandalagsríki Japans standi frammi fyrir vopnaðri árás sem ógni öryggi ríkisins og frelsi íbúa þess. Annað skilyrði er að engin önnur hæfileg viðbrögð séu í boði og það þriðja er að aflbeitingin væri ekki úr hófi miðað við tilefnið. Í umræðum á japanska þinginu á föstudaginn sagði Takaichi að innrás í Taívan gæti fullyrt þessi skilyrði en tók fram að ummæli hennar mörkuðu ekki breytingu á opinberri afstöðu Japana. Ríkisstjórnin myndi skoða hvert tilfelli fyrir sig. Brugðust reiðir við Í kjölfar þessara ummæla forsætisráðherrans birti kínverskur konsúll í Japan færslu þar sem hann gaf til kynna að Kínverjar myndu höggva höfuðið af Takaichi. Xue Jian, umræddur konsúll, gagnrýndi einnig ummæli Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, og þingmanna um málefni Taívan og sagði þau blygðunarlaus afskipti af innanríkismálum Kína. Hann sagði ummælin vera brot á fullveldi Kína og krafðist afsökunar áður en hann eyddi svo færslunni. Minoru Kihara, utanríkisráðherra Japan, sagði í morgun að ummælum Xue hefði verið mótmælt formlega við yfirvöld í Peking. Þá sagði hann færsluna vera einstaklega óviðeigandi og að Japanar krefðust útskýringa frá Kínverjum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Utanríkisráðuneyti Kína mótmælti einnig ummælum forsætisráðherrans. Í frétt kínverska miðilsins Global Times er haft eftir Lin Jian, talsmanni ráðuneytisins, að ummæli Takaichi hafi verið röng og þau hafi markað alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Hann sagði einnig að ummælin færu gegn stefnu sem kallast „eitt Kína“, brytu gegn anda pólitískra samskipta ríkjanna og færu gegn almennum viðmiðum í alþjóðasamskiptum. Þar að auki væru ummælin þvert á fyrri skuldbindingar Japan. Lin sagði að Taívan tilheyrði Kína og það væri yfirvalda í Peking að leysa „Taívan-spurninguna“ og ná fram sameiningu. Þá velti hann vöngum yfir því með hvaða markmiði ummælin hefðu verið látin falla og hvort þeim hafi verið ætlað að senda skilaboð til sjálfstæðissinna í Taívan. Þá hét Lin því, eins og ráðamenn í Kína hafa ítrekað gert, að Taívan yrði sameinað meginlandi Kína. Hafa heitið/hótað sameiningu Kínverjar gera tilkall til Taívan en frá því að hann tók við völdum árið 2012 hefur Xi Jinping, forseti Kína, ítrekað heitið því opinberlega að ná tökum á Taívan, jafnvel þó að hann þurfi að beita hervaldi til þess. Þetta hefur hann lagt sérstaka áherslu á á þriðja kjörtímabili sínu. Á undanförnum árum hefur herafli Kína gengist umfangsmikla uppbyggingu og nútímavæðingu, Embættismenn í Bandaríkjunum hafa sagst hafa heimildir fyrir því að Xi hafi skipað yfirmönnum hers síns að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. Það ár mun marka aldarafmæli kínverska hersins. Sjá einnig: Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Bandaríkjamenn hafa um árabil haldið því loðnu hvort þeir myndu beita valdi til að verja Taívan. Vill hraða hernaðaruppbyggingu Takaichi er fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Japan. Í stefnuræðu hennar í síðasta mánuði talaði hún fyrir því að hraða hernaðaruppbyggingu í Japan og bæta varnir ríkisins. Þá vísaði hún sérstaklega til aukinnar hervæðingar í Norður-Kóreu, Kína og Rússlandi og þá ógn sem beindist að Japan. „Hin frjálsa, opna og stöðuga heimsmynd sem við vorum vön hefur beðið hnekki í ljósi sögulegra umbreytinga á valdajafnvægi og aukinni geopólitískri samkeppni,“ sagði Takaichi. „Á svæðinu kringum Japan hafa hernaðarumsvif nágranna okkar í Kína, Norður-Kóreu og Rússlandi vakið miklar áhyggjur.“ Þá sagði hún Japani þurfa að taka eigin varnarmál fastari tökum.
Japan Kína Taívan Hernaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Sjá meira