Veður

Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi

Lovísa Arnardóttir, Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa
Snjódýpt mælist víða á milli 30 og 40 sentímetrar á höfuðborgarsvæðinu.
Snjódýpt mælist víða á milli 30 og 40 sentímetrar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Anton Brink

Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima.

Sundlaugum og líkamsræktarstöðvum var víðast lokað og fólk hvatt til að sækja börn snemma í leikskóla.  Umferðartafir voru verulegar og færð erfið víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. 

Veðurstofa Íslands boðaði appelsínugular veðurviðvaranir en vegna batnandi veðurs var þeim breytt í gular veðurviðvaranir og gildistími þeirra styttur.

Mikið magn af snjó heldur áfram að hafa áhrif á vegfarendur. Aldrei hefur jafn mikill snjór fallið á höfuðborgarsvæðinu í októbermánuði, eða alls 27 sentímetrar.

Hefur veðrið áhrif á þig? Hvernig? Sendu okkur ábendingu og myndir á ritstjorn@visir.is eða sem Fréttaskot hér.


Fréttastofa fylgdist með gangi mála í vaktinni hér að neðan en ekki er von á frekari uppfærslum. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×