Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 11:32 Katrín Ásbjörnsdóttir fékk tíma til að faðma liðsfélaga sína áður en hún gekk af velli á fyrstu mínútu leiksins við FH, í lokaumferð Bestu deildarinnar. Skjáskot/Sýn Sport Katrín Ásbjörnsdóttir var lofuð í hástert í lokaþætti tímabilsins af Bestu mörkunum. Þessi frábæra knattspyrnukona fékk að spila fyrstu sekúndurnar í lokaleik tvöfaldra meistara Breiðabliks og var svo kvödd með virktum. Byrjunin á leik Breiðabliks og FH í lokaumferð Bestu deildarinnar var afar óvenjuleg. Katrín, sem annars hefur ekkert spilað á tímabilinu eftir að hafa meiðst alvarlega í lokaleik síðasta tímabils, fékk að ljúka glæstum ferli sínum á því að taka upphafsspyrnuna. Klippa: Katrín kvödd með einstökum hætti Blikar ætluðu svo að spyrna boltanum strax út af svo hægt yrði að skipta Katrínu af velli en hún gat ekki annað en skellt upp úr þegar fyrirliðinn Heiða Ragney Viðarsdóttir sparkaði boltanum óvart fyrst í liðsfélaga. Þegar boltinn var kominn út af gat Katrín faðmað liðsfélaga sína og gengið sátt af velli úr sínum síðasta leik, á ferli þar sem Íslandsmeistaratitlar með Þór/KA og Stjörnunni, og EM með íslenska landsliðinu, eru meðal þess sem stendur upp úr. „Ég hef aldrei séð þetta áður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Bestu mörkunum, um það hvernig Blikar kvöddu Katrínu með því að leyfa henni að byrja leikinn gegn FH. Afar fallega gert og viðeigandi, að mati sérfræðinganna. „Staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril“ „Katrín á allt sviðið skilið. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril. Komið víða við og alltaf lagt sitt að mörkum og verið stór hluti af velgengni sinna liða. Ég man vel eftir henni í 3. flokki, þegar ég þjálfaði flokk Vals, og KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn og það var svolítið mikið Katrínu að þakka. Hún var ung farin að taka pláss og sýna gæði sín og tæknilega getu. Gott hjá Blikum að gefa henni rými og tækifæri til að þakka fyrir sig, og ekki síður öðrum til að þakka henni fyrir hennar framlag,“ sagði Margrét Lára. Katrín skoraði samtals 93 mörk í 215 leikjum í efstu deild hér á landi, og eitt mark í 19 A-landsleikjum, en varð að hætta vegna meiðsla. „Engin sem á þetta meira skilið“ Ásta Eir Árnadóttir, sem lék eitt tímabil með Katrínu í Breiðabliki, tók í sama streng og Margrét: „Þetta er fallega gert og hún á allt gott skilið. Hún lendir í þessum meiðslum fyrir ári síðan, í úrslitaleiknum í fyrra, en er búin að mæta daglega. Er í klefanum, ótrúlega góður karakter og liðsmaður, og það er engin sem á þetta meira skilið en hún að fá svona endi, þó auðvitað sé það ekki óskastaða að þurfa að hætta svona. Hennar verður sárt saknað úr Kópavoginum.“ Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Byrjunin á leik Breiðabliks og FH í lokaumferð Bestu deildarinnar var afar óvenjuleg. Katrín, sem annars hefur ekkert spilað á tímabilinu eftir að hafa meiðst alvarlega í lokaleik síðasta tímabils, fékk að ljúka glæstum ferli sínum á því að taka upphafsspyrnuna. Klippa: Katrín kvödd með einstökum hætti Blikar ætluðu svo að spyrna boltanum strax út af svo hægt yrði að skipta Katrínu af velli en hún gat ekki annað en skellt upp úr þegar fyrirliðinn Heiða Ragney Viðarsdóttir sparkaði boltanum óvart fyrst í liðsfélaga. Þegar boltinn var kominn út af gat Katrín faðmað liðsfélaga sína og gengið sátt af velli úr sínum síðasta leik, á ferli þar sem Íslandsmeistaratitlar með Þór/KA og Stjörnunni, og EM með íslenska landsliðinu, eru meðal þess sem stendur upp úr. „Ég hef aldrei séð þetta áður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Bestu mörkunum, um það hvernig Blikar kvöddu Katrínu með því að leyfa henni að byrja leikinn gegn FH. Afar fallega gert og viðeigandi, að mati sérfræðinganna. „Staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril“ „Katrín á allt sviðið skilið. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril. Komið víða við og alltaf lagt sitt að mörkum og verið stór hluti af velgengni sinna liða. Ég man vel eftir henni í 3. flokki, þegar ég þjálfaði flokk Vals, og KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn og það var svolítið mikið Katrínu að þakka. Hún var ung farin að taka pláss og sýna gæði sín og tæknilega getu. Gott hjá Blikum að gefa henni rými og tækifæri til að þakka fyrir sig, og ekki síður öðrum til að þakka henni fyrir hennar framlag,“ sagði Margrét Lára. Katrín skoraði samtals 93 mörk í 215 leikjum í efstu deild hér á landi, og eitt mark í 19 A-landsleikjum, en varð að hætta vegna meiðsla. „Engin sem á þetta meira skilið“ Ásta Eir Árnadóttir, sem lék eitt tímabil með Katrínu í Breiðabliki, tók í sama streng og Margrét: „Þetta er fallega gert og hún á allt gott skilið. Hún lendir í þessum meiðslum fyrir ári síðan, í úrslitaleiknum í fyrra, en er búin að mæta daglega. Er í klefanum, ótrúlega góður karakter og liðsmaður, og það er engin sem á þetta meira skilið en hún að fá svona endi, þó auðvitað sé það ekki óskastaða að þurfa að hætta svona. Hennar verður sárt saknað úr Kópavoginum.“
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira