Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2025 11:32 Katrín Ásbjörnsdóttir fékk tíma til að faðma liðsfélaga sína áður en hún gekk af velli á fyrstu mínútu leiksins við FH, í lokaumferð Bestu deildarinnar. Skjáskot/Sýn Sport Katrín Ásbjörnsdóttir var lofuð í hástert í lokaþætti tímabilsins af Bestu mörkunum. Þessi frábæra knattspyrnukona fékk að spila fyrstu sekúndurnar í lokaleik tvöfaldra meistara Breiðabliks og var svo kvödd með virktum. Byrjunin á leik Breiðabliks og FH í lokaumferð Bestu deildarinnar var afar óvenjuleg. Katrín, sem annars hefur ekkert spilað á tímabilinu eftir að hafa meiðst alvarlega í lokaleik síðasta tímabils, fékk að ljúka glæstum ferli sínum á því að taka upphafsspyrnuna. Klippa: Katrín kvödd með einstökum hætti Blikar ætluðu svo að spyrna boltanum strax út af svo hægt yrði að skipta Katrínu af velli en hún gat ekki annað en skellt upp úr þegar fyrirliðinn Heiða Ragney Viðarsdóttir sparkaði boltanum óvart fyrst í liðsfélaga. Þegar boltinn var kominn út af gat Katrín faðmað liðsfélaga sína og gengið sátt af velli úr sínum síðasta leik, á ferli þar sem Íslandsmeistaratitlar með Þór/KA og Stjörnunni, og EM með íslenska landsliðinu, eru meðal þess sem stendur upp úr. „Ég hef aldrei séð þetta áður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Bestu mörkunum, um það hvernig Blikar kvöddu Katrínu með því að leyfa henni að byrja leikinn gegn FH. Afar fallega gert og viðeigandi, að mati sérfræðinganna. „Staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril“ „Katrín á allt sviðið skilið. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril. Komið víða við og alltaf lagt sitt að mörkum og verið stór hluti af velgengni sinna liða. Ég man vel eftir henni í 3. flokki, þegar ég þjálfaði flokk Vals, og KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn og það var svolítið mikið Katrínu að þakka. Hún var ung farin að taka pláss og sýna gæði sín og tæknilega getu. Gott hjá Blikum að gefa henni rými og tækifæri til að þakka fyrir sig, og ekki síður öðrum til að þakka henni fyrir hennar framlag,“ sagði Margrét Lára. Katrín skoraði samtals 93 mörk í 215 leikjum í efstu deild hér á landi, og eitt mark í 19 A-landsleikjum, en varð að hætta vegna meiðsla. „Engin sem á þetta meira skilið“ Ásta Eir Árnadóttir, sem lék eitt tímabil með Katrínu í Breiðabliki, tók í sama streng og Margrét: „Þetta er fallega gert og hún á allt gott skilið. Hún lendir í þessum meiðslum fyrir ári síðan, í úrslitaleiknum í fyrra, en er búin að mæta daglega. Er í klefanum, ótrúlega góður karakter og liðsmaður, og það er engin sem á þetta meira skilið en hún að fá svona endi, þó auðvitað sé það ekki óskastaða að þurfa að hætta svona. Hennar verður sárt saknað úr Kópavoginum.“ Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Byrjunin á leik Breiðabliks og FH í lokaumferð Bestu deildarinnar var afar óvenjuleg. Katrín, sem annars hefur ekkert spilað á tímabilinu eftir að hafa meiðst alvarlega í lokaleik síðasta tímabils, fékk að ljúka glæstum ferli sínum á því að taka upphafsspyrnuna. Klippa: Katrín kvödd með einstökum hætti Blikar ætluðu svo að spyrna boltanum strax út af svo hægt yrði að skipta Katrínu af velli en hún gat ekki annað en skellt upp úr þegar fyrirliðinn Heiða Ragney Viðarsdóttir sparkaði boltanum óvart fyrst í liðsfélaga. Þegar boltinn var kominn út af gat Katrín faðmað liðsfélaga sína og gengið sátt af velli úr sínum síðasta leik, á ferli þar sem Íslandsmeistaratitlar með Þór/KA og Stjörnunni, og EM með íslenska landsliðinu, eru meðal þess sem stendur upp úr. „Ég hef aldrei séð þetta áður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Bestu mörkunum, um það hvernig Blikar kvöddu Katrínu með því að leyfa henni að byrja leikinn gegn FH. Afar fallega gert og viðeigandi, að mati sérfræðinganna. „Staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril“ „Katrín á allt sviðið skilið. Hún hefur staðið sig ótrúlega vel allan sinn feril. Komið víða við og alltaf lagt sitt að mörkum og verið stór hluti af velgengni sinna liða. Ég man vel eftir henni í 3. flokki, þegar ég þjálfaði flokk Vals, og KR-ingar unnu Íslandsmeistaratitilinn og það var svolítið mikið Katrínu að þakka. Hún var ung farin að taka pláss og sýna gæði sín og tæknilega getu. Gott hjá Blikum að gefa henni rými og tækifæri til að þakka fyrir sig, og ekki síður öðrum til að þakka henni fyrir hennar framlag,“ sagði Margrét Lára. Katrín skoraði samtals 93 mörk í 215 leikjum í efstu deild hér á landi, og eitt mark í 19 A-landsleikjum, en varð að hætta vegna meiðsla. „Engin sem á þetta meira skilið“ Ásta Eir Árnadóttir, sem lék eitt tímabil með Katrínu í Breiðabliki, tók í sama streng og Margrét: „Þetta er fallega gert og hún á allt gott skilið. Hún lendir í þessum meiðslum fyrir ári síðan, í úrslitaleiknum í fyrra, en er búin að mæta daglega. Er í klefanum, ótrúlega góður karakter og liðsmaður, og það er engin sem á þetta meira skilið en hún að fá svona endi, þó auðvitað sé það ekki óskastaða að þurfa að hætta svona. Hennar verður sárt saknað úr Kópavoginum.“
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira