„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 08:01 Samantha Smith og Katrín Ásbjörnsdóttir glaðbeittar eftir Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Þær náðu hálfri leiktíð saman en óvíst er hvort leikirnir verði fleiri. vísir/Diego „Ég er mjög ánægð með það sem ég hef afrekað, þó það sé engin draumastaða ef ég þarf að hætta svona,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir, Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta. Fyrir tæpum 200 dögum var Katrín skælbrosandi á sjúkrabörum, í þeirri sérkennilegu stöðu að vera að fagna dísætum Íslandsmeistaratitli rétt eftir að hafa meiðst í hné. Í fyrstu virtist hún hafa sloppið vel. Krossbandið slitnaði jú ekki og það er það sem íþróttafólk óttast mest þegar um hnémeiðsli er að ræða. Núna er útlit fyrir að hún hafi jafnvel spilað sinn síðasta fótboltaleik: „Ég er meira að hugsa um það hvort ég geti unnið heilan vinnudag á næstunni, eða til dæmis náð að hjóla meira eftir mánuð. Fótboltinn er svo fjarlægur þessa stundina að ég get ekki hugsað út í hann. Þetta er alveg nýr veruleiki,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir var kampakát á sjúkrabörunum síðasta haust, eftir að Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Þá var ekki vitað hve alvarleg meiðslin áttu eftir að reynast vera.vísir/Diego Þessi 32 ára framherji Breiðabliks og skurðhjúkrunarfræðingur í Orkuhúsinu hefur varið öllum vetrinum í tilraunir til að jafna sig af meiðslunum. Tilraunir sem ekki er víst að beri árangur. Þó að Katrín hafi þegar átt afar farsælan feril vill hún auðvitað ráða því sjálf hvenær skórnir fara í hilluna og gælir við möguleikann á að spila áður en nýhafinni leiktíðinni lýkur. „Þetta er auðvitað ekki ákjósanlegt. Maður vill ekki enda svona. En maður heldur í vonina, þó það væri ekki í nema tvær mínútur í síðasta leik eða eitthvað slíkt. Það myndi gera mikið fyrir mann. En maður þarf að hugsa um meira en fótboltann á þessu stigi. Hugsa út í framhaldið og hvernig maður vill hafa lífið,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir tók fullan þátt í Íslandsmeistarafögnuðinum 5. október í fyrra, þrátt fyrir að vera á börum eftir að hafa meiðst.vísir/Diego Hún meiddist í úrslitaleiknum við Val um Íslandsmeistaratitilinn, í október í fyrra. „Í rauninni er búin að vera mikil óvissa síðan þetta gerðist. Læknateymi og sjúkraþjálfarar eru sammála um að þetta sé frekar sjaldgæft „case“ og ekki góðar leiðbeiningar um skrefin í bataferlinu. Þetta er aðeins öðruvísi en ef maður hefði til dæmis slitið krossband, farið í aðgerð og svo haldið áfram. Í staðinn hefur komið upp eitt vandamál á eftir öðru. Þetta er búið að vera mikið bras síðasta hálfa árið. Það helsta sem ég hef náð að gera er að komast í gegnum vinnudaginn. Á frídögunum mínum hef ég svo æft. Annars er þetta bara of mikið,“ segir Katrín. „Ég er hjá sjúkraþjálfara 2-3 sinnum í viku, til að komast eitthvað áfram, en mér hefur líka verið sagt að kannski sé þetta bara búið. Kannski get ég ekki spilað neinn leik. Hausinn er þar, svo að ég verði ekki fyrir vonbrigðum. Það verður bara plús ef ég næ einhverju,“ bætir hún við. Katrín er búin að verja miklum tíma með sjúkraþjálfurum og læknum síðasta hálfa árið, og er reyndar sjálf skurðhjúkrunarfræðingur.vísir/Diego Meiðslin eru flókin og erfið í meðhöndlun: „Hnéskelin fór úr lið og ég sleit tvö liðbönd sem tengjast hnéskelinni, fékk beinmar í lærlegginn og sköflunginn, og tognaði á krossbandinu. Við fyrstu sýn virtust það einmitt mjög góðar fréttir að krossbandið hefði ekki slitnað en svo kom á daginn að þetta væru mjög krefjandi og flókin meiðsli. Ég var í spelku í átta vikur en eftir það var ég „föst“. Hnéð komst ekki í beygju eða neitt, svo ég þurfti að fara í aðgerð út af því. Svo komu frekari vandræði eftir það, ég fór í myndatöku og þeir vildu fara aftur inn í hnéð. Þá sást að ég var með slæmar skemmdir í hnéskelinni sjálfri,“ segir Katrín. Hún tekur því fyrir eina viku í einu og þarf að sjá til með framhaldið. Á meðan hyggst hún þó styðja sína félaga í Breiðabliki sem í gærkvöld hófu titilvörn sína í Bestu deildinni og þurfa að spjara sig án leikmanns sem meðal annars hefur skorað 93 mörk í 214 leikjum í efstu deild hér á landi. Það gerðu þær reyndar býsna vel gegn Stjörnunni í gær á meðan Katrín fylgdist með úr stúkunni. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Fyrir tæpum 200 dögum var Katrín skælbrosandi á sjúkrabörum, í þeirri sérkennilegu stöðu að vera að fagna dísætum Íslandsmeistaratitli rétt eftir að hafa meiðst í hné. Í fyrstu virtist hún hafa sloppið vel. Krossbandið slitnaði jú ekki og það er það sem íþróttafólk óttast mest þegar um hnémeiðsli er að ræða. Núna er útlit fyrir að hún hafi jafnvel spilað sinn síðasta fótboltaleik: „Ég er meira að hugsa um það hvort ég geti unnið heilan vinnudag á næstunni, eða til dæmis náð að hjóla meira eftir mánuð. Fótboltinn er svo fjarlægur þessa stundina að ég get ekki hugsað út í hann. Þetta er alveg nýr veruleiki,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir var kampakát á sjúkrabörunum síðasta haust, eftir að Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Þá var ekki vitað hve alvarleg meiðslin áttu eftir að reynast vera.vísir/Diego Þessi 32 ára framherji Breiðabliks og skurðhjúkrunarfræðingur í Orkuhúsinu hefur varið öllum vetrinum í tilraunir til að jafna sig af meiðslunum. Tilraunir sem ekki er víst að beri árangur. Þó að Katrín hafi þegar átt afar farsælan feril vill hún auðvitað ráða því sjálf hvenær skórnir fara í hilluna og gælir við möguleikann á að spila áður en nýhafinni leiktíðinni lýkur. „Þetta er auðvitað ekki ákjósanlegt. Maður vill ekki enda svona. En maður heldur í vonina, þó það væri ekki í nema tvær mínútur í síðasta leik eða eitthvað slíkt. Það myndi gera mikið fyrir mann. En maður þarf að hugsa um meira en fótboltann á þessu stigi. Hugsa út í framhaldið og hvernig maður vill hafa lífið,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir tók fullan þátt í Íslandsmeistarafögnuðinum 5. október í fyrra, þrátt fyrir að vera á börum eftir að hafa meiðst.vísir/Diego Hún meiddist í úrslitaleiknum við Val um Íslandsmeistaratitilinn, í október í fyrra. „Í rauninni er búin að vera mikil óvissa síðan þetta gerðist. Læknateymi og sjúkraþjálfarar eru sammála um að þetta sé frekar sjaldgæft „case“ og ekki góðar leiðbeiningar um skrefin í bataferlinu. Þetta er aðeins öðruvísi en ef maður hefði til dæmis slitið krossband, farið í aðgerð og svo haldið áfram. Í staðinn hefur komið upp eitt vandamál á eftir öðru. Þetta er búið að vera mikið bras síðasta hálfa árið. Það helsta sem ég hef náð að gera er að komast í gegnum vinnudaginn. Á frídögunum mínum hef ég svo æft. Annars er þetta bara of mikið,“ segir Katrín. „Ég er hjá sjúkraþjálfara 2-3 sinnum í viku, til að komast eitthvað áfram, en mér hefur líka verið sagt að kannski sé þetta bara búið. Kannski get ég ekki spilað neinn leik. Hausinn er þar, svo að ég verði ekki fyrir vonbrigðum. Það verður bara plús ef ég næ einhverju,“ bætir hún við. Katrín er búin að verja miklum tíma með sjúkraþjálfurum og læknum síðasta hálfa árið, og er reyndar sjálf skurðhjúkrunarfræðingur.vísir/Diego Meiðslin eru flókin og erfið í meðhöndlun: „Hnéskelin fór úr lið og ég sleit tvö liðbönd sem tengjast hnéskelinni, fékk beinmar í lærlegginn og sköflunginn, og tognaði á krossbandinu. Við fyrstu sýn virtust það einmitt mjög góðar fréttir að krossbandið hefði ekki slitnað en svo kom á daginn að þetta væru mjög krefjandi og flókin meiðsli. Ég var í spelku í átta vikur en eftir það var ég „föst“. Hnéð komst ekki í beygju eða neitt, svo ég þurfti að fara í aðgerð út af því. Svo komu frekari vandræði eftir það, ég fór í myndatöku og þeir vildu fara aftur inn í hnéð. Þá sást að ég var með slæmar skemmdir í hnéskelinni sjálfri,“ segir Katrín. Hún tekur því fyrir eina viku í einu og þarf að sjá til með framhaldið. Á meðan hyggst hún þó styðja sína félaga í Breiðabliki sem í gærkvöld hófu titilvörn sína í Bestu deildinni og þurfa að spjara sig án leikmanns sem meðal annars hefur skorað 93 mörk í 214 leikjum í efstu deild hér á landi. Það gerðu þær reyndar býsna vel gegn Stjörnunni í gær á meðan Katrín fylgdist með úr stúkunni.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira