Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2025 23:15 Marin Zdravkov Levidzhov var algjörlega heillaður af Manchester United. Getty/Phil Cole Stuðningsmenn Manchester United eru af öllum stærðum og gerðum en það verður erfitt að finna heittrúaðri stuðningsmann en Marin Zdravkov Levidzhov. Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Levidzhov komst í fréttirnar á sínum tíma fyrir baráttu sína fyrir að breyta um nafn. Levidzhov sóttist þó ekki að breyta nafni sínu í nafn einnar af stjörnum uppáhaldsliðsins. Hann vildi hreinlega breyta nafni sínu í nafn félagsins. Guardian segir frá því að Levidzhov hafi látist í vikunni 62 ára að aldri. Levidzhov ólst upp í Búlgaríu á tímum kommúnismans, dýrkaði fótbolta og dreymdi um að breyta nafni sínu í Manchester United. Hefði Marin reynt það fyrir fall stjórnarinnar hefði hann næstum örugglega endað í fangelsi. Tíu árum eftir fall kommúnismans, árið 1999, færðist draumur Marins nær raunveruleikanum. Þegar hann horfði á úrslitaleikinn í Barcelona, þar sem UNited vann dramatískan endurkomusigur með tveimur mörkum í uppbótatíma, lofaði hann sjálfum sér: Ef United tækist að snúa leiknum við myndi hann gera hvað sem er til að breyta nafni sínu. Marin fór til lögfræðings daginn eftir og þar með hófst löng og ströng barátta. Hann varð að umtalsefni í bænum, síðan að alþjóðlegri stjörnu, en fimmtán ár af vonbrigðum í réttarsalnum biðu hans. Ósk Marins var upphaflega hafnað af höfundarréttarástæðum. Síðan úrskurðaði dómari að hann gæti breytt fyrra nafni sínu í Manchester en ekki notað United sem opinbert eftirnafn. „Ég vil ekki heita eftir borg í Englandi. Ég vil bera nafn uppáhalds fótboltafélagsins míns,“ sagði Marin fyrir rétti. Baráttan hélt áfram. Árið 2011 gerði heimildarmyndateymi draum Marins um að heimsækja Old Trafford að veruleika og þar hitti hann meira að segja Dimitar Berbatov, búlgarska framherjann sem lék með United á þeim tíma. Marin húðflúraði merki United á ennið á sér til að mótmæla úrskurðum dómstóla og á síðustu árum sínum varð erfiðara og erfiðara fyrir hann að halda áfram lagabaráttu sinni. Atvinnutækifæri voru af skornum skammti og hann missti móður sína úr Covid-19. En einhvern veginn fann hann leið. Hann var fæddur kaþólskur en lét skíra sig í rétttrúnaðarkirkju undir nafninu Manchester United Zdravkov Levidzhov. „Að minnsta kosti mun Guð þekkja mig undir mínu rétta nafni,“ sagði hann. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira