Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2025 23:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Hann segist svo gott sem búinn að taka ákvörðun um það hvort hann ætli að selja stýriflaugar til Úkraínumanna. Fyrst vilji hann vita hvað standi til að gera við þær. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætli að selja Úkraínumönnum Tomahawk stýriflaugar. Næstum því. Fyrst vilji hann ganga úr skugga um hvað Úkraínumenn vilji gera við þær. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagði frá því í síðasta mánuði að hann hefði farið fram á það við Trump að Úkraínumönnum yrðu seldar bandarískar stýriflaugar. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, staðfesti svo í kjölfarið að það væri til skoðunar. Fjölmiðlar ytra hafa vitnað í bandaríska embættismenn um að erfitt yrði að selja Úkraínumönnum einhvern fjölda af stýriflaugum, þar sem Bandaríkjamenn eiga fyrir tiltölulega fáar. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í kjölfarið að slík sala myndi koma verulega niður á sambandi Rússlands og Bandaríkjanna og jafnvel yrði því alfarið slitið, samkvæmt frétt Reuters. Á ráðstefnu í síðustu viku sagði Pútín að Rússar myndu þó á endanum læra að skjóta þær niður, eins og önnur vopn sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum. Meðal annars hefur Pútín vísað til þess að Úkraínumenn gætu ekki notað slíkar stýriflaugar án beinnar aðstoðar frá Bandaríkjamönnum. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Frá því Trump og Pútín hittust í Alaska í sumar, og Trump stóð í þeirri trú að Pútín ætlaði að stíga skref í átt til friðar, virðist sem samband þeirra hafi versnað til muna. Trump hefur ítrekað talað um að Pútín hafi valdið sér vonbrigðum og hefur tónn hans í garð stríðsins tekið nokkrum breytingum. Trump sagði meðal annars í síðasta mánuði að rússneski herinn væri „pappírstígur“ og að Úkraínumenn ættu séns á að reka Rússa á brott. Forsetinn var spurður að því í kvöld hvort hann væri búinn að taka ákvörðun um beiðni Úkraínumanna. „Nánast,“ svaraði Trump. „Ég held ég vilji ganga úr skugga hvað þeir ætla að gera við þær. Þú veist. Hvert þeir ætla að senda þær, held ég. Ég verð að spyrja þeirrar spurningar.“ Trump bætti við að hann vildi forðast stigmögnun. BREAKING: Trump says he has made a decision on sending Tomahawk missiles to Ukraine. He wants to first confirm how they will be used. pic.twitter.com/KEiT5KGl7j— Clash Report (@clashreport) October 6, 2025 Aðstoða við árásir á olíuinnviði Úkraínumenn hafa gert ítrekaðar árásir á olíuvinnslur og aðra olíuinnviði í Rússlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Framleiðslugeta Rússa er sögð hafa dregist verulega saman vegna þessara árása. Sala á olíu og olíuafurðum er lang stærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Sjá einnig: Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Þá hafa Úkraínumenn einnig verið að gera árásir á orkuver og önnur skotmörk í Rússlandi með drónum og eldflaugum, eins og Rússar hafa lengi gert og af meira umfangi í Úkraínu. In lots of area's in Russia, Ukrainian drones can be heard and seen. pic.twitter.com/EJDsSZd7fw— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) October 6, 2025 Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að aðstoða Úkraínumenn við þessar árásir. Það yrði gert með því að veita þeim upplýsingar úr lofti og gervihnöttum og eru bandarískir embættismenn sagðir hafa beðið ríki Evrópu um að veita sambærilega aðstoð. Bandaríkjamenn og aðrir hafa um langt skeið aðstoðað Úkraínumenn með svipuðum hætti við árásir með drónum og eldflaugum en þetta mun gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmari árásir og dýpra í Rússlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn, undir stjórn Trumps, munu aðstoða Úkraínumenn við árásir djúpt í Rússlandi. Þykir þessi ákvörðun til marks um breytt viðhorf Trumps í garð Pútíns og Rússlands og mun þessi ákvörðun hafa verið tekin burtséð frá því hvort Úkraínumenn fái Tomahawk stýriflaugar eða ekki. Geta drifið langt inn í Rússland Tomahawk stýriflaugar geta drifið allt að 2.500 kílómetra (fer eftir týpu) og ef þær langdrægustu yrðu seldar Úkraínumönnum gætu þeir skotið þeim að skotmörkum í nánast öllum hluta Rússlands sem er í Evrópu. Hægt er að skjóta þeim af skipum, kafbátum eða af skotpöllum á jörðinni og hafa Bandaríkjamenn notað þær um árabil með góðum árangri. Áhugasamir geta skoðað stutt kynningarmyndband Raytheon, sem framleiðir Tomahawk, um stýriflaugarnar hér að neðan. Einnig kemur til greina að selja Barracuda-flaugar til Úkraínumanna. Þær eru framleiddar af Anduril og eiga að geta hæft skotmörk í allt að átta hundrað kílómetra fjarlægð (fer eftir týpu) og eiga þær þar að auki að vera tiltölulega ódýrar. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það enn, samkvæmt WSJ, en ef ákvörðunin verður tekin um að selja flaugar til Úkraínumanna er ekki víst að það verði opinberað með einhverjum hætti áður en þær flaugar lenda einhvers staðar í Rússlandi. Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. 5. október 2025 09:58 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagði frá því í síðasta mánuði að hann hefði farið fram á það við Trump að Úkraínumönnum yrðu seldar bandarískar stýriflaugar. JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, staðfesti svo í kjölfarið að það væri til skoðunar. Fjölmiðlar ytra hafa vitnað í bandaríska embættismenn um að erfitt yrði að selja Úkraínumönnum einhvern fjölda af stýriflaugum, þar sem Bandaríkjamenn eiga fyrir tiltölulega fáar. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði í kjölfarið að slík sala myndi koma verulega niður á sambandi Rússlands og Bandaríkjanna og jafnvel yrði því alfarið slitið, samkvæmt frétt Reuters. Á ráðstefnu í síðustu viku sagði Pútín að Rússar myndu þó á endanum læra að skjóta þær niður, eins og önnur vopn sem Úkraínumenn hafa fengið frá Vesturlöndum. Meðal annars hefur Pútín vísað til þess að Úkraínumenn gætu ekki notað slíkar stýriflaugar án beinnar aðstoðar frá Bandaríkjamönnum. Sjá einnig: „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Frá því Trump og Pútín hittust í Alaska í sumar, og Trump stóð í þeirri trú að Pútín ætlaði að stíga skref í átt til friðar, virðist sem samband þeirra hafi versnað til muna. Trump hefur ítrekað talað um að Pútín hafi valdið sér vonbrigðum og hefur tónn hans í garð stríðsins tekið nokkrum breytingum. Trump sagði meðal annars í síðasta mánuði að rússneski herinn væri „pappírstígur“ og að Úkraínumenn ættu séns á að reka Rússa á brott. Forsetinn var spurður að því í kvöld hvort hann væri búinn að taka ákvörðun um beiðni Úkraínumanna. „Nánast,“ svaraði Trump. „Ég held ég vilji ganga úr skugga hvað þeir ætla að gera við þær. Þú veist. Hvert þeir ætla að senda þær, held ég. Ég verð að spyrja þeirrar spurningar.“ Trump bætti við að hann vildi forðast stigmögnun. BREAKING: Trump says he has made a decision on sending Tomahawk missiles to Ukraine. He wants to first confirm how they will be used. pic.twitter.com/KEiT5KGl7j— Clash Report (@clashreport) October 6, 2025 Aðstoða við árásir á olíuinnviði Úkraínumenn hafa gert ítrekaðar árásir á olíuvinnslur og aðra olíuinnviði í Rússlandi á undanförnum vikum og mánuðum. Framleiðslugeta Rússa er sögð hafa dregist verulega saman vegna þessara árása. Sala á olíu og olíuafurðum er lang stærsta og mikilvægasta tekjulind rússneska ríkisins. Sjá einnig: Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Þá hafa Úkraínumenn einnig verið að gera árásir á orkuver og önnur skotmörk í Rússlandi með drónum og eldflaugum, eins og Rússar hafa lengi gert og af meira umfangi í Úkraínu. In lots of area's in Russia, Ukrainian drones can be heard and seen. pic.twitter.com/EJDsSZd7fw— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) October 6, 2025 Wall Street Journal sagði frá því á dögunum að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að aðstoða Úkraínumenn við þessar árásir. Það yrði gert með því að veita þeim upplýsingar úr lofti og gervihnöttum og eru bandarískir embættismenn sagðir hafa beðið ríki Evrópu um að veita sambærilega aðstoð. Bandaríkjamenn og aðrir hafa um langt skeið aðstoðað Úkraínumenn með svipuðum hætti við árásir með drónum og eldflaugum en þetta mun gera Úkraínumönnum kleift að gera nákvæmari árásir og dýpra í Rússlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn, undir stjórn Trumps, munu aðstoða Úkraínumenn við árásir djúpt í Rússlandi. Þykir þessi ákvörðun til marks um breytt viðhorf Trumps í garð Pútíns og Rússlands og mun þessi ákvörðun hafa verið tekin burtséð frá því hvort Úkraínumenn fái Tomahawk stýriflaugar eða ekki. Geta drifið langt inn í Rússland Tomahawk stýriflaugar geta drifið allt að 2.500 kílómetra (fer eftir týpu) og ef þær langdrægustu yrðu seldar Úkraínumönnum gætu þeir skotið þeim að skotmörkum í nánast öllum hluta Rússlands sem er í Evrópu. Hægt er að skjóta þeim af skipum, kafbátum eða af skotpöllum á jörðinni og hafa Bandaríkjamenn notað þær um árabil með góðum árangri. Áhugasamir geta skoðað stutt kynningarmyndband Raytheon, sem framleiðir Tomahawk, um stýriflaugarnar hér að neðan. Einnig kemur til greina að selja Barracuda-flaugar til Úkraínumanna. Þær eru framleiddar af Anduril og eiga að geta hæft skotmörk í allt að átta hundrað kílómetra fjarlægð (fer eftir týpu) og eiga þær þar að auki að vera tiltölulega ódýrar. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um það enn, samkvæmt WSJ, en ef ákvörðunin verður tekin um að selja flaugar til Úkraínumanna er ekki víst að það verði opinberað með einhverjum hætti áður en þær flaugar lenda einhvers staðar í Rússlandi.
Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. 5. október 2025 09:58 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Að minnsta kosti fimm voru drepnir þegar Rússar skutu flugskeytum og drónum á Úkraínu í nótt. Þúsundur eru án rafmagns vegna umfangsmiklu árásanna. 5. október 2025 09:58