Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2025 22:00 Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö mörk sem skildu að í kvöld. Hans fyrstu mörk síðan í ágúst. Vísir/Anton Liðin tvö voru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 41 stig hvort, sjö stigum frá toppliði Víkings, sem tryggir sér að líkindum titilinn annað kvöld. Þrjú stig voru þó gríðarmikilvæg í baráttunni um Evrópusæti en Breiðablik getur hæglega blandað sér í þá baráttu – hyggist liðið vinna aftur fótboltaleik í bráð. Valsmenn urðu fyrir áfalli í upphitun þar sem Ögmundur Kristinsson meiddist og tók ekki þátt. Stefán Þór Ágústsson hljóp í skarðið. Stefán kom engum vörnum við þegar Andri Rúnar Bjarnason kom Stjörnunni yfir af vítapunktinum. Vítið hafði verið dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson sem straujaði Örvar Eggertsson á glórulausan hátt snemma leiks þegar hættan var lítil. Stjörnumenn voru sprækari aðilinn og orkumeiri en Valsmenn stærstan hluta. Val óx ásmegin á lokakafla fyrri hálfleiks og uppskar mark. Hólmar svaraði fyrir brotið með skallamarki eftir góða fyrirgjöf Tryggva Hrafns utan af velli, mark sem skrifast á Árna Snæ Ólafsson sem fór í skógarferð. 1-1 stóð í hléi. Eftir hægan og bragðdaufan fyrri hálfleik gáfu menn meira í eftir hlé. Ákefðin og hraðinn jukust og með því skemmtanagildið. Jónatan Ingi Jónsson skoraði sitt fyrsta mark síðan í ágúst þegar hann kom Val yfir snemma í síðari hálfleik þegar Valsmenn nýttu sér Stjörnuvörn sem var úti um allt. Jónatan prjónaði inn að marki og skoraði laglega. Nánast upp úr engu jafnaði Guðmundur Baldvin Nökkvason sjö mínútum síðar. Hann negldi boltann úr þröngu færi út við stöng í fjærhornið. Eftir það tók við miðjumoð en ákefð og barátta. Það var svo komið að Jónatan á ný á 73. mínútu. Það eru fáir í deildinni betri í því að skera inn á völlinn og skjóta að marki og það gerði hann öðru sinni. Vinstri fótar skot hægra megin í teignum út við stöng í fjærhornið, að uppskrift Arjens Robben. Það mark dugði fyrir sigri. Stjörnunni tókst ekki að skapa sér almennileg færi í restina, að undanskildu fínu færi Jóhanns Árna tíu mínútum fyrir leikslok. 3-2 lauk leiknum fyrir Valsmenn sem eru þá með 44 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum frá toppliði Víkings. Þeir skilja Stjörnuna eftir með 41 stig í þriðja sætinu og gæti Stjarnan orðið fyrir pressu frá Breiðabliki sem er með 36 stig þar fyrir neðan og mætir Fram á morgun. Atvik leiksins Fyrsta mark Jónatans Inga síðan 22. Ágúst. Glæsilegt mark og hann var sjálfum sér líkur í kvöld eftir að hafa horfið og verið leitað um nokkurra vikna skeið. Síðara markið auðvitað líka það sem ræður úrslitum. Tvö eins mikil Jónatans mörk og þú finnur. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi skildi að. Tryggvi Hrafn með tvær stoðsendingar. Hólmar Örn öflugur aftast og með mark – flottur að undanskildu glórulausu broti í upphafi leiks. Árni Snær hleypir Val inn í leikinn með stórfurðulegu skógarhlaupi í marki Hólmars og þarf að taka það á sig. Dómararnir Helgi Mikael og félagar flottir. Stemning og umgjörð Betri en maður bjóst við framan af kvöldi. Tæplega 800 manns í stúkunni og mikill trommuhávaði beggja megin í stúkunni. Valsmenn fóru glaðari heim. Besta deild karla Valur Stjarnan Íslenski boltinn Fótbolti
Liðin tvö voru jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 41 stig hvort, sjö stigum frá toppliði Víkings, sem tryggir sér að líkindum titilinn annað kvöld. Þrjú stig voru þó gríðarmikilvæg í baráttunni um Evrópusæti en Breiðablik getur hæglega blandað sér í þá baráttu – hyggist liðið vinna aftur fótboltaleik í bráð. Valsmenn urðu fyrir áfalli í upphitun þar sem Ögmundur Kristinsson meiddist og tók ekki þátt. Stefán Þór Ágústsson hljóp í skarðið. Stefán kom engum vörnum við þegar Andri Rúnar Bjarnason kom Stjörnunni yfir af vítapunktinum. Vítið hafði verið dæmt á Hólmar Örn Eyjólfsson sem straujaði Örvar Eggertsson á glórulausan hátt snemma leiks þegar hættan var lítil. Stjörnumenn voru sprækari aðilinn og orkumeiri en Valsmenn stærstan hluta. Val óx ásmegin á lokakafla fyrri hálfleiks og uppskar mark. Hólmar svaraði fyrir brotið með skallamarki eftir góða fyrirgjöf Tryggva Hrafns utan af velli, mark sem skrifast á Árna Snæ Ólafsson sem fór í skógarferð. 1-1 stóð í hléi. Eftir hægan og bragðdaufan fyrri hálfleik gáfu menn meira í eftir hlé. Ákefðin og hraðinn jukust og með því skemmtanagildið. Jónatan Ingi Jónsson skoraði sitt fyrsta mark síðan í ágúst þegar hann kom Val yfir snemma í síðari hálfleik þegar Valsmenn nýttu sér Stjörnuvörn sem var úti um allt. Jónatan prjónaði inn að marki og skoraði laglega. Nánast upp úr engu jafnaði Guðmundur Baldvin Nökkvason sjö mínútum síðar. Hann negldi boltann úr þröngu færi út við stöng í fjærhornið. Eftir það tók við miðjumoð en ákefð og barátta. Það var svo komið að Jónatan á ný á 73. mínútu. Það eru fáir í deildinni betri í því að skera inn á völlinn og skjóta að marki og það gerði hann öðru sinni. Vinstri fótar skot hægra megin í teignum út við stöng í fjærhornið, að uppskrift Arjens Robben. Það mark dugði fyrir sigri. Stjörnunni tókst ekki að skapa sér almennileg færi í restina, að undanskildu fínu færi Jóhanns Árna tíu mínútum fyrir leikslok. 3-2 lauk leiknum fyrir Valsmenn sem eru þá með 44 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum frá toppliði Víkings. Þeir skilja Stjörnuna eftir með 41 stig í þriðja sætinu og gæti Stjarnan orðið fyrir pressu frá Breiðabliki sem er með 36 stig þar fyrir neðan og mætir Fram á morgun. Atvik leiksins Fyrsta mark Jónatans Inga síðan 22. Ágúst. Glæsilegt mark og hann var sjálfum sér líkur í kvöld eftir að hafa horfið og verið leitað um nokkurra vikna skeið. Síðara markið auðvitað líka það sem ræður úrslitum. Tvö eins mikil Jónatans mörk og þú finnur. Stjörnur og skúrkar Jónatan Ingi skildi að. Tryggvi Hrafn með tvær stoðsendingar. Hólmar Örn öflugur aftast og með mark – flottur að undanskildu glórulausu broti í upphafi leiks. Árni Snær hleypir Val inn í leikinn með stórfurðulegu skógarhlaupi í marki Hólmars og þarf að taka það á sig. Dómararnir Helgi Mikael og félagar flottir. Stemning og umgjörð Betri en maður bjóst við framan af kvöldi. Tæplega 800 manns í stúkunni og mikill trommuhávaði beggja megin í stúkunni. Valsmenn fóru glaðari heim.