„Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 4. október 2025 22:54 Jónatan Ingi skoraði tvö í kvöld og tryggði sigurinn eftir langa bið eftir marki. Vísir/Anton Brink Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu. Jónatan skoraði tvö marka Vals, það fyrra kom liðinu 2-1 yfir í byrjun síðari hálfleiks og það síðara sigurmarkið þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Mörkin voru eftir kunnuglegri uppskrift hjá kantmanninum - uppskrift úr smiðju Hollendingsins Arjens Robben; skorið inn á völlinn frá hægri, leikið á mann og annan, áður en boltinn er settur innan fótar með vinstri fæti í markið. Mörkin tvö voru hans fyrstu í deildinni síðan í ágúst og voru því kærkomin, líkt og sigurinn. „Þetta var kærkomið. Þetta var kannski ekki besti leikurinn okkar og við ekki verið nógu góðir upp á síðkastið og við þurftum þrjú stig. Það var meiri fætingur í þessu og þetta datt okkar megin. Það var sætt,“ segir Jónatan. Jónatan hefur sætt gagnrýni vegna skorts á framlagi að undanförnu, meðal annars í hlaðvarpinu Innkastið hjá Fótbolti.net þar sem hann var sagður hafa verið ósýnilegur um hríð. Það var því gott að stíflan brast. „Já, hundrað prósent. Ég hef ekki verið nægilega góður í sumar. Jú, ég hef átt góða leiki en það hefur vantað mörk og stoðsendingar. Sérstaklega eftir að við missum Patrick, ég hefði átt að stíga meira upp, en ég hef viljað meira af þessu í sumar,“ segir sjálfsgagnrýninn Jónatan og vísar þar til Danans og markahróksins Patricks Pedersen sem er úr leik hjá Valsmönnum eftir að hafa meiðst í bikarúrslitaleik við Vestra í lok sumars. En hefur þetta tekið á sálina? „Ég byrjaði mjög vel en svo datt þetta niður og það fór aðeins í hausinn á mér. Svo kom ég mér í það að vinna leikina og ég pældi minna í að skora og leggja upp. Það tók ekki á sálina upp á síðkastið en þú vilt leggja þitt af mörkum, sérstaklega þegar þú missir mann eins og Patrick út,“ segir Jónatan. Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira
Jónatan skoraði tvö marka Vals, það fyrra kom liðinu 2-1 yfir í byrjun síðari hálfleiks og það síðara sigurmarkið þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Mörkin voru eftir kunnuglegri uppskrift hjá kantmanninum - uppskrift úr smiðju Hollendingsins Arjens Robben; skorið inn á völlinn frá hægri, leikið á mann og annan, áður en boltinn er settur innan fótar með vinstri fæti í markið. Mörkin tvö voru hans fyrstu í deildinni síðan í ágúst og voru því kærkomin, líkt og sigurinn. „Þetta var kærkomið. Þetta var kannski ekki besti leikurinn okkar og við ekki verið nógu góðir upp á síðkastið og við þurftum þrjú stig. Það var meiri fætingur í þessu og þetta datt okkar megin. Það var sætt,“ segir Jónatan. Jónatan hefur sætt gagnrýni vegna skorts á framlagi að undanförnu, meðal annars í hlaðvarpinu Innkastið hjá Fótbolti.net þar sem hann var sagður hafa verið ósýnilegur um hríð. Það var því gott að stíflan brast. „Já, hundrað prósent. Ég hef ekki verið nægilega góður í sumar. Jú, ég hef átt góða leiki en það hefur vantað mörk og stoðsendingar. Sérstaklega eftir að við missum Patrick, ég hefði átt að stíga meira upp, en ég hef viljað meira af þessu í sumar,“ segir sjálfsgagnrýninn Jónatan og vísar þar til Danans og markahróksins Patricks Pedersen sem er úr leik hjá Valsmönnum eftir að hafa meiðst í bikarúrslitaleik við Vestra í lok sumars. En hefur þetta tekið á sálina? „Ég byrjaði mjög vel en svo datt þetta niður og það fór aðeins í hausinn á mér. Svo kom ég mér í það að vinna leikina og ég pældi minna í að skora og leggja upp. Það tók ekki á sálina upp á síðkastið en þú vilt leggja þitt af mörkum, sérstaklega þegar þú missir mann eins og Patrick út,“ segir Jónatan.
Valur Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Fleiri fréttir „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Sjá meira