Stjarnan

Fréttamynd

Tryllt eftir­spurn eftir miðum

Það er ljóst að margfalt færri komast að en vilja, á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla í körfubolta annað kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Horn­spyrnur urðu heima­mönnum að falli

Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Fal­legasta sam­band sem hægt er að mynda“

„Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við máttum ekki gefast upp“

Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“

Hilmar Smári Henningsson var ósáttur með sína frammistöðu í seinni hálfleik í síðasta leik og segir Stjörnuna hafa átt skilið tap gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla. Hann settist niður með Stefáni Árna Pálssyni og ræddi fjórða leik liðanna sem er framundan í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjáðu glæsi­mark Úlfu, stór­sigur Stólanna, sjóð­heita Þróttara og Þór/KA þrennuna

Fjórir fjörugir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með glæsilegu marki. Tindastóll vann stórsigur á heimavelli hamingjunnar. Þróttur skoraði fjögur og fagnaði fjórða sigrinum í röð. Þór/KA setti þrjú í sigri á nýliðunum. Mörkin úr öllum leikjum má finna hér fyrir neðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pat­rekur verður svæðisfulltrúi

Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn sem svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á höfuðborgarsvæðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“

Pétur Rúnar Birgis­son, fyrir­liði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðs­félaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úr­slita­ein­vígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðin­legt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það.

Körfubolti
Fréttamynd

„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“

Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri

Ægir Þór Steinarsson átti frábæran leik með Stjörnunni á móti Tindastól í kvöld í fyrsta leik lokaúrslitanna. Það dugði þó ekki til því Stjörnumenn misstu niður fimm stiga forkost á síðustu fjörutíu sekúndum leiksins og eru lentir 0-1 undir á móti Stólunum.

Körfubolti