Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 10:38 Dmitrí Peskóv og Vladimír Pútín. EPA/SERGEI ILNITSKY Ráðamenn í Rússlandi gefa lítið fyrir þau ummæli Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að Úkraínumenn geti sigrað Rússa. Rússar muni sigra Úkraínu, af því þeir eigi engra annarra kosta völ og ætla þeir því ekki að hætta hernaði sínum í Úkraínu fyrr en markmiðum þeirra hafi verið náð. Þetta er meðal þess sem Dmitrí Pesókv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í útvarpsviðtali í morgun. Þar var hann spurður út í ummæli Trumps eftir fund hans með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu í gær. Þá kallaði Trump Rússa „pappírs tígur“ og sagði innrás þeirra í Úkraínu ekki hafa skilað þeim neinu og þess í stað afhjúpað hernaðarlegan veikleika þeirra. Sjá einnig: Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Í viðtalinu sagði Peskóv að Rússland væri ekki tígur, heldur björn. Það væri ekkert til sem héti pappírs björn. „Rússland er raunverulegur björn,“ sagði Peskóv. „Við erum engir pappírspésar.“ Peskóv sagði einnig að Rússar myndu vinna stríðið. Annað væri ekki í boði. „Við erum nú í mikilvægasta fasa stríðsins og hann skiptir miklu máli. Við verðum að sigra fyrir börnin okkar, barnabörnin og framtíð þeirra,“ sagði Peskóv. Hann sagði ráðamenn í Rússlandi staðráðna í að vinna gegn „grunnástæðum“ stríðsins í Úkraínu. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Trump hefur um nokkuð skeið reynt að fá Pútín til að samþykkja fund með Selenskí, annars staðar en í Moskvu. Það hefur Pútín ekki viljað samþykkja og hafa Rússar vísað til þess að undirbúa þurfi slíkan fund vel, með skipulagsfundum og viðræðum. Það ítrekaði Peskóv í viðtalinu og sagði hann að óundirbúinn fundur myndi engum árangri skila. Þrátt fyrir þau ummæli og að hann hafði áður sagt að Rússar myndu sigra Úkraínu og að þeir myndu ekki hætta innrásinni fyrr en markmiðum þeirra hefði verið náð, gagnrýndi Peskóv Selenskí fyrir að koma ekki til Moskvu og ræða við Pútín, eins og honum hefur verið boðið. „Af hverju kemur hann ekki? Ef hann er tilbúinn til viðræðna, af hverju kemur hann þá ekki?“ spurði Peskóv. Rússar hafa nokkrum sinnum reynt að ráða Selenskí af dögum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Það gæti spilað inn í. Almenningur standi með Pútín Talsmaðurinn sagði einnig á kristaltæru að hinn yfirgnæfandi meirihluti Rússa sem stæði við bakið á Pútín væri tilbúinn til að taka á sig frekari efnahagslegar byrðar. Þjóðin væri sameinuðu að baki Pútíns. Hann bætti við að aðstæður í Rússlandi væru þrátt fyrir allt mun „jafnari, fyrirsjáanlegri og stöðugari“ í Rússlandi en öðrum ríkjum. Kúvending Trumps kom á óvart Selenskí var í viðtali hjá Fox í gærkvöldi þar sem hann sagði viðsnúning Trumps hafa komið sér á óvart. Hann og Trump væru þó byrjaðir að tala oftar saman og samband þeirra hefði skánað til muna að undanförnum. Hann sagði líka að það að Pútín hefði ítrekað logið að Trump spilaði inn í bætt samband þeirra. Þegar kemur að ummælum Trumps um að Úkraínumenn gætu rekið Rússa á brott frá Úkraínu sagðist Selenskí þeirrar skoðunar að Trump skildi að þetta stríð snerist ekki um landsvæði og að ekki væri í raun hægt að koma á friði með því að skiptast á landi. Þá ítrekaði Selenskí í viðtalinu að hann vildi binda enda á stríðið eins fljótt og hægt væri. Pútín væri hins vegar ekki tilbúinn til viðræðna í góðri trú og þar að auki þyrftu Úkraínumenn að vera í sterkri stöðu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. 22. september 2025 16:23 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Dmitrí Pesókv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í útvarpsviðtali í morgun. Þar var hann spurður út í ummæli Trumps eftir fund hans með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu í gær. Þá kallaði Trump Rússa „pappírs tígur“ og sagði innrás þeirra í Úkraínu ekki hafa skilað þeim neinu og þess í stað afhjúpað hernaðarlegan veikleika þeirra. Sjá einnig: Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Í viðtalinu sagði Peskóv að Rússland væri ekki tígur, heldur björn. Það væri ekkert til sem héti pappírs björn. „Rússland er raunverulegur björn,“ sagði Peskóv. „Við erum engir pappírspésar.“ Peskóv sagði einnig að Rússar myndu vinna stríðið. Annað væri ekki í boði. „Við erum nú í mikilvægasta fasa stríðsins og hann skiptir miklu máli. Við verðum að sigra fyrir börnin okkar, barnabörnin og framtíð þeirra,“ sagði Peskóv. Hann sagði ráðamenn í Rússlandi staðráðna í að vinna gegn „grunnástæðum“ stríðsins í Úkraínu. Þegar ráðamenn í Rússlandi tala um „grunnástæður“ stríðsins eru þeir að vísa til krafna þeirra um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Trump hefur um nokkuð skeið reynt að fá Pútín til að samþykkja fund með Selenskí, annars staðar en í Moskvu. Það hefur Pútín ekki viljað samþykkja og hafa Rússar vísað til þess að undirbúa þurfi slíkan fund vel, með skipulagsfundum og viðræðum. Það ítrekaði Peskóv í viðtalinu og sagði hann að óundirbúinn fundur myndi engum árangri skila. Þrátt fyrir þau ummæli og að hann hafði áður sagt að Rússar myndu sigra Úkraínu og að þeir myndu ekki hætta innrásinni fyrr en markmiðum þeirra hefði verið náð, gagnrýndi Peskóv Selenskí fyrir að koma ekki til Moskvu og ræða við Pútín, eins og honum hefur verið boðið. „Af hverju kemur hann ekki? Ef hann er tilbúinn til viðræðna, af hverju kemur hann þá ekki?“ spurði Peskóv. Rússar hafa nokkrum sinnum reynt að ráða Selenskí af dögum frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst. Það gæti spilað inn í. Almenningur standi með Pútín Talsmaðurinn sagði einnig á kristaltæru að hinn yfirgnæfandi meirihluti Rússa sem stæði við bakið á Pútín væri tilbúinn til að taka á sig frekari efnahagslegar byrðar. Þjóðin væri sameinuðu að baki Pútíns. Hann bætti við að aðstæður í Rússlandi væru þrátt fyrir allt mun „jafnari, fyrirsjáanlegri og stöðugari“ í Rússlandi en öðrum ríkjum. Kúvending Trumps kom á óvart Selenskí var í viðtali hjá Fox í gærkvöldi þar sem hann sagði viðsnúning Trumps hafa komið sér á óvart. Hann og Trump væru þó byrjaðir að tala oftar saman og samband þeirra hefði skánað til muna að undanförnum. Hann sagði líka að það að Pútín hefði ítrekað logið að Trump spilaði inn í bætt samband þeirra. Þegar kemur að ummælum Trumps um að Úkraínumenn gætu rekið Rússa á brott frá Úkraínu sagðist Selenskí þeirrar skoðunar að Trump skildi að þetta stríð snerist ekki um landsvæði og að ekki væri í raun hægt að koma á friði með því að skiptast á landi. Þá ítrekaði Selenskí í viðtalinu að hann vildi binda enda á stríðið eins fljótt og hægt væri. Pútín væri hins vegar ekki tilbúinn til viðræðna í góðri trú og þar að auki þyrftu Úkraínumenn að vera í sterkri stöðu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. 22. september 2025 16:23 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46 Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að hermenn og flugmenn ríkisins muni ekki hika við að skjóta niður hluti sem eru óvelkomnir í lofthelgi Póllands og taldir eru ógna öryggi fólks. Hann sagði þó einnig að stigið yrði varlega til jarðar í óskýrum aðstæðum. 22. september 2025 16:23
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56
NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Atlantshafsbandalagið og Rússland eiga „augljóslega“ í stríði. Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, við blaðamenn í Moskvu í morgun. Stuðningur margra ríkja NATO við Úkraínu jafngilti að bandalagið væri í raun og veru stríð við Rússland. Það væri augljóst að stríðsástand ríkti. 15. september 2025 15:46
Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. 9. september 2025 23:04