Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2025 23:04 Vladimír Pútín, forseti Rúslands. AP/Vyacheslav Prokofyev, Sputnik Ráðamenn í Rússlandi hafa sífellt meiri áhyggjur af því hvaða áhrif hundruð þúsunda uppgjafahermanna sem snúa aftur frá innrásinni í Úkraínu muni hafa í Rússlandi. Meðal þess sem þeir óttast er að uppgjafahermenn muni ýta undir glæpastarfsemi og óöld í Rússlandi og stendur til að reyna að koma mörgum þeirra í opinber störf. Vonast er til þess að hægt verði að komast hjá því að aðstæður skapist sem svipi til þeirra í kjölfar í stríðsins í Afganistan á árum áður. Þá tóku uppgjafahermenn mikinn þátt í uppbyggingu skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi og víðar í Sovétríkjunum sálugu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Reuters er þar segir að áhyggjurnar nái alla leið upp metorðastigann í Rússlandi, til Vladimírs Pútín, forseta. Hann hefur þegar upplifað hvað reiðir hermenn sem eru ekki undir stjórn hans geta gert, þegar Jevgení Prígósjín og málaliðar hans í Wagner Group gerðu uppreisn sumarið 2023. Pútín sjálfur hefur sagt að hermenn sem hafa barist í Úkraínu tilheyri elítu og hefur lofað mörgum þeirra bjartri framtíð. Meðal annars hefur hann komið að sérstöku þjálfunarátaki sem ætlað er að undirbúa uppgjafahermenn fyrir leiðtogastöður í Rússlandi. Að minnsta kosti fimm uppgjafahermenn hafa fengið embætti í Kreml, að minnsta kosti þrír hafa fengið þingsæti og margir aðrir hafa fengið störf í ýmsum embættum víðsvegar um Rússlands. Óttast gremju í garð yfirvalda Meðal þess sem ráðamenn í Rússlandi óttast er að uppgjafahermenn, sem geti verið skaddaðir á líkama eða sál, muni engan veginn geta orðið sér út um jafn há laun og þeir fengu í hernum og það muni ýta undir gremju og reiði í garð yfirvalda, samkvæmt heimildarmanni Retuers úr Kreml. Sjá einnig: Skutu hver annan fyrir orður og bætur Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að mögulega hafi rúmlega ein og hálf milljón manna tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og þar af eru fjölmargir ofbeldisfullir glæpamenn sem verða og hafa verið náðaðir fyrir að ganga í herinn. Gögn frá fangelsismálakerfi Rússlands og leyniþjónustu Úkraínu banda samkvæmt Reuters til þess að Rússar hafi ráðið 120 til 180 þúsund fanga í herinn frá 2022. Flestir þeirra sem hafa snúið aftur til Rússlands eru fyrrverandi fangar eða mikið særðir hermenn. Í upphafi voru reglurnar þannig að fangar voru náðaðir eftir sex mánaða þjónustu og fengu þá að fara aftur heim. Sjá einnig: Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Það hefur ekki gilt um aðra sem skrá sig í herinn en þeim er gert að berjast þar til stríðinu líkur. Því var reglunum um fanga breytt árið 2023 svo þeim verður ekki sleppt fyrr en að stríðinu loknu. Margir hafa þegar brotið af sér Margir af þeim föngum sem hefur verið sleppt hafa brotið af sér og oft grimmilega. Í frétt Moscow Times er vísað til umfjöllunar rússneskra miðla frá því fyrr á þessu ári að frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi uppgjafahermenn myrt nærri því fjögur hundruð Rússa. Reuters segir nærri því fimm hundruð borgara hafa verið myrta af uppgjafahermönnum. Þá segir miðillinn að varnarmálaráðuneyti Rússlands áætli að einn af hverjum fimm uppgjafahermönnum þjáist af áfallastreituröskun. Geðheilbrigðissérfræðingar þykja tiltölulega sjaldgæfir í Rússlandi og á það sérstaklega við sérfræðinga sem hafa reynslu af því að eiga við geðræn vandamál sem tengjast hernaði. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Vonast er til þess að hægt verði að komast hjá því að aðstæður skapist sem svipi til þeirra í kjölfar í stríðsins í Afganistan á árum áður. Þá tóku uppgjafahermenn mikinn þátt í uppbyggingu skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi og víðar í Sovétríkjunum sálugu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt Reuters er þar segir að áhyggjurnar nái alla leið upp metorðastigann í Rússlandi, til Vladimírs Pútín, forseta. Hann hefur þegar upplifað hvað reiðir hermenn sem eru ekki undir stjórn hans geta gert, þegar Jevgení Prígósjín og málaliðar hans í Wagner Group gerðu uppreisn sumarið 2023. Pútín sjálfur hefur sagt að hermenn sem hafa barist í Úkraínu tilheyri elítu og hefur lofað mörgum þeirra bjartri framtíð. Meðal annars hefur hann komið að sérstöku þjálfunarátaki sem ætlað er að undirbúa uppgjafahermenn fyrir leiðtogastöður í Rússlandi. Að minnsta kosti fimm uppgjafahermenn hafa fengið embætti í Kreml, að minnsta kosti þrír hafa fengið þingsæti og margir aðrir hafa fengið störf í ýmsum embættum víðsvegar um Rússlands. Óttast gremju í garð yfirvalda Meðal þess sem ráðamenn í Rússlandi óttast er að uppgjafahermenn, sem geti verið skaddaðir á líkama eða sál, muni engan veginn geta orðið sér út um jafn há laun og þeir fengu í hernum og það muni ýta undir gremju og reiði í garð yfirvalda, samkvæmt heimildarmanni Retuers úr Kreml. Sjá einnig: Skutu hver annan fyrir orður og bætur Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingi að mögulega hafi rúmlega ein og hálf milljón manna tekið þátt í innrásinni í Úkraínu og þar af eru fjölmargir ofbeldisfullir glæpamenn sem verða og hafa verið náðaðir fyrir að ganga í herinn. Gögn frá fangelsismálakerfi Rússlands og leyniþjónustu Úkraínu banda samkvæmt Reuters til þess að Rússar hafi ráðið 120 til 180 þúsund fanga í herinn frá 2022. Flestir þeirra sem hafa snúið aftur til Rússlands eru fyrrverandi fangar eða mikið særðir hermenn. Í upphafi voru reglurnar þannig að fangar voru náðaðir eftir sex mánaða þjónustu og fengu þá að fara aftur heim. Sjá einnig: Pútín náðaði djöfladýrkanda sem myrti fjóra táninga Það hefur ekki gilt um aðra sem skrá sig í herinn en þeim er gert að berjast þar til stríðinu líkur. Því var reglunum um fanga breytt árið 2023 svo þeim verður ekki sleppt fyrr en að stríðinu loknu. Margir hafa þegar brotið af sér Margir af þeim föngum sem hefur verið sleppt hafa brotið af sér og oft grimmilega. Í frétt Moscow Times er vísað til umfjöllunar rússneskra miðla frá því fyrr á þessu ári að frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi uppgjafahermenn myrt nærri því fjögur hundruð Rússa. Reuters segir nærri því fimm hundruð borgara hafa verið myrta af uppgjafahermönnum. Þá segir miðillinn að varnarmálaráðuneyti Rússlands áætli að einn af hverjum fimm uppgjafahermönnum þjáist af áfallastreituröskun. Geðheilbrigðissérfræðingar þykja tiltölulega sjaldgæfir í Rússlandi og á það sérstaklega við sérfræðinga sem hafa reynslu af því að eiga við geðræn vandamál sem tengjast hernaði.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“