Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2025 17:04 Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Fastlega er búist við því að ríkisstjórn Donalds Trump muni í kvöld lýsa því yfir að tengsl hafi fundist milli notkunar óléttra kvenna á verkjalyfinu paracetamol/tylanol og einhverfu. Robert F. Kennedy yngri, umdeildur heilbrigðisráðherra, lofaði því fyrr á árinu að hann myndi finna út úr því hvað olli einhverfu fyrir lok septembermánaðar. Washington Post sagði frá þessum vendingum í dag og stendur samkvæmt miðlinum til að hvetja fólk til að nota lyfið Leucovorin til að sporna gegn einhverfu. Kennedy hefur um árabil gefið í skyn að einhverfa tengist notkun bóluefna. Þær hugmyndir koma að miklu leyti frá umdeildri rannsókn sem var seinna meir dregin til baka og þá meðal annars vegna fjárhagslegra hagsmunaárekstra höfundar hennar. Sérfræðingar eru fullir efasemda um yfirlýsinguna væntanlegu. Engin ein útskýring hefur nokkurn tímann fundist á því hvað veldur einhverfu og segja sérfræðingar að engin ein útskýring sé til. Í samtali við AP fréttaveituna segja sérfræðingar að svo virðist sem ríkisstjórnin ætli að hunsa rannsóknir undanfarinna áratuga um áhrif gena og utanaðkomandi þátta. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Einhverfa er taugaþroskaröskun, ekki sjúkdómur, og kemur yfirleitt fram snemma í barnæsku. Eins og segir á vef Heilsuveru, birtast einkenni oft á ólíkan hátt hjá einstaklingum og geta verið mismörg og af mismiklum styrkleika. Til að lýsa þessum margbreytileika er notað hugtakið einhverfuróf. Skráðum tilfellum einhverfu hefur farið fjölgandi á undanförnum áratugum en það felur ekki endilega í sér að raunverulegum tilfellum hafi farið fjölgandi. Fyrir því eru að mestu tvær megin ástæður. Ein er að skilgreining einhverju er víðari en hún var og foreldrar eru líklegri en áður til að fara með börn í greiningu. Einn sérfræðingur segir í samtali við AP að fjölgunin hafi að mestu átt sér stað í tilfellum sem hægt er að kalla mildari einhverfu, sem hafa í gegnum árin verið kallað öðrum nöfnum eða skilgreint öðruvísi. Rannsóknir hafa sýnt að einhverfa virðist að mestu bundin við gen fólks og hafa nokkur hundruð gen fundist sem talin eru tengjast einhverfu. Genin geta erfst milli kynslóða, jafnvel þó foreldrar sýni engin einkenni og þar að auki geta stökkbreytingar átt sér stað þegar heilinn er í þróun. Aðrir þættir sem eru taldir spila inn í eru aldur föðurs, lengd meðgöngu og heilsa móður við meðgöngu. Veik von bundin við gömul lyf Samkvæmt Washington Post ætlar Hvíta húsið að ýta undir notkun lyfsins Leucovorin en verið er að skoða hvort hægt sé að flýta rannsóknum á því. Lyfið er í raun mjög gamalt og hefur verið notað til að sporna gegn eituráhrifum tiltekinna krabbameinslyfja. Lyfið er þó sagt hafa sýnt jákvæðar niðurstöður í stýrðum rannsóknum. Samkvæmt þeim fáu og smáu rannsóknum getur Leucovorin haft jákvæð áhrif á tiltölulega smáan hóp einhverfra og bæta samskiptagetu þeirra til muna. WP hefur eftir rannsakendum að þeir séu vongóðir um að lyfið gæti hjálpað fjölda barna en þessar rannsóknir séu enn á frumstigi. Óljóst sé hvort að vonir þeirra muni raungerast og allt of snemmt sé að segja til um það. Rannsakendur hafa þó einnig áhyggjur af skilaboðunum frá Hvíta húsinu kringum einhverfu og rannsóknum sem tengjast henni. Aðkoma RFK varpi skugga á allt sem þaðan komi, þar sem hann hafi um árabil dreift samsæriskenningum og rangfærslum um ýmis málefni. Donald Trump Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra. 12. september 2025 20:45 Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. 5. september 2025 14:46 Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald. 3. september 2025 17:06 Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. 1. september 2025 13:41 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Washington Post sagði frá þessum vendingum í dag og stendur samkvæmt miðlinum til að hvetja fólk til að nota lyfið Leucovorin til að sporna gegn einhverfu. Kennedy hefur um árabil gefið í skyn að einhverfa tengist notkun bóluefna. Þær hugmyndir koma að miklu leyti frá umdeildri rannsókn sem var seinna meir dregin til baka og þá meðal annars vegna fjárhagslegra hagsmunaárekstra höfundar hennar. Sérfræðingar eru fullir efasemda um yfirlýsinguna væntanlegu. Engin ein útskýring hefur nokkurn tímann fundist á því hvað veldur einhverfu og segja sérfræðingar að engin ein útskýring sé til. Í samtali við AP fréttaveituna segja sérfræðingar að svo virðist sem ríkisstjórnin ætli að hunsa rannsóknir undanfarinna áratuga um áhrif gena og utanaðkomandi þátta. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Einhverfa er taugaþroskaröskun, ekki sjúkdómur, og kemur yfirleitt fram snemma í barnæsku. Eins og segir á vef Heilsuveru, birtast einkenni oft á ólíkan hátt hjá einstaklingum og geta verið mismörg og af mismiklum styrkleika. Til að lýsa þessum margbreytileika er notað hugtakið einhverfuróf. Skráðum tilfellum einhverfu hefur farið fjölgandi á undanförnum áratugum en það felur ekki endilega í sér að raunverulegum tilfellum hafi farið fjölgandi. Fyrir því eru að mestu tvær megin ástæður. Ein er að skilgreining einhverju er víðari en hún var og foreldrar eru líklegri en áður til að fara með börn í greiningu. Einn sérfræðingur segir í samtali við AP að fjölgunin hafi að mestu átt sér stað í tilfellum sem hægt er að kalla mildari einhverfu, sem hafa í gegnum árin verið kallað öðrum nöfnum eða skilgreint öðruvísi. Rannsóknir hafa sýnt að einhverfa virðist að mestu bundin við gen fólks og hafa nokkur hundruð gen fundist sem talin eru tengjast einhverfu. Genin geta erfst milli kynslóða, jafnvel þó foreldrar sýni engin einkenni og þar að auki geta stökkbreytingar átt sér stað þegar heilinn er í þróun. Aðrir þættir sem eru taldir spila inn í eru aldur föðurs, lengd meðgöngu og heilsa móður við meðgöngu. Veik von bundin við gömul lyf Samkvæmt Washington Post ætlar Hvíta húsið að ýta undir notkun lyfsins Leucovorin en verið er að skoða hvort hægt sé að flýta rannsóknum á því. Lyfið er í raun mjög gamalt og hefur verið notað til að sporna gegn eituráhrifum tiltekinna krabbameinslyfja. Lyfið er þó sagt hafa sýnt jákvæðar niðurstöður í stýrðum rannsóknum. Samkvæmt þeim fáu og smáu rannsóknum getur Leucovorin haft jákvæð áhrif á tiltölulega smáan hóp einhverfra og bæta samskiptagetu þeirra til muna. WP hefur eftir rannsakendum að þeir séu vongóðir um að lyfið gæti hjálpað fjölda barna en þessar rannsóknir séu enn á frumstigi. Óljóst sé hvort að vonir þeirra muni raungerast og allt of snemmt sé að segja til um það. Rannsakendur hafa þó einnig áhyggjur af skilaboðunum frá Hvíta húsinu kringum einhverfu og rannsóknum sem tengjast henni. Aðkoma RFK varpi skugga á allt sem þaðan komi, þar sem hann hafi um árabil dreift samsæriskenningum og rangfærslum um ýmis málefni.
Donald Trump Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra. 12. september 2025 20:45 Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. 5. september 2025 14:46 Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald. 3. september 2025 17:06 Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. 1. september 2025 13:41 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra. 12. september 2025 20:45
Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. 5. september 2025 14:46
Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald. 3. september 2025 17:06
Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna. 1. september 2025 13:41