Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2025 14:46 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP/Mark Schiefelbein Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Þær snerust meðal annars um um vanhæfni og að hann væri að grafa undan heilbrigðiskerfi ríkisins og þá sérstaklega hvað varðar þróun og dreifingu bóluefna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Síðan hann varð ráðherra hefur hann einnig dregið verulega úr fjárfestingum til þróunar bóluefna og gert fólki erfiðara að fá bóluefni. Sjá einnig: Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Fundurinn varpaði ljósi á það hve mikið málefni bóluefna er orðið að pólitísku bitbeini vestanhafs. Í upphafsræðu sinni sagði RFK að uppsagnir innan Sjúkdómavarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefðu verið nauðsynlegar. Hann gagnrýndi starfsmenn stofnunarinnar harðlega fyrir viðbrögð þeirra, sem hefðu valdið gífurlegum skaða á bandarísku samfélagi. Þá sagði hann að engin vísindi hefðu legið að baki þessum viðbrögðum og sagði að þau hefðu engum árangri skilað. Eitt helsta afrek Trumps Í faraldri Covid setti Hvíta húsið á laggirnar sérstaka áætlun sem bar heitið „Operation Warp Speed“ (Héðan í frá OWS) og snerist um að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni og sprauta því í fólk eins fljótt og hægt var. Þessi áætlun heppnaðist vel og er hún talin hafa bjargað milljónum mannslífa á heimsvísu. Trump sjálfur stærði sig af henni í síðustu viku og sagði að hún markaði eitt af „helstu afrekum sögunnar“. Heilbrigðisráðherra Trumps, aðrir embættismenn og að virðist stækkandi hluti stuðningsmanna hans eru þó verulega tortryggnir í garð mRNA bóluefna eða hreinlega miklir andstæðingar þeirra. Eins og AP fréttaveitan bendir á kom það glögglega í ljós á fundinum í gær, þar sem það voru aðallega Demókratar sem lofuðu OWS en ekki Repúblikanar. Meðal annars sögðu þeir að áætlunin hafi heppnast einstaklega vel. Hér að neðan má sjá samskipti Bernie Sanders og Kennedy á fundinum í gær. Það voru þó ekki eingöngu Demókratar sem töluðu um OWS. Það gerðu Repúblikanar einnig. Einn þeirra, Bill Cassidy, nefndi að með áætluninni hefðu Bandaríkjamenn bjargað milljónum mannslífa í heiminum öllum á tíma þegar þúsundir manna voru að deyja á hverjum degi, fyrirtæki voru lokuð og fólk sat fast heima. Cassidy spurði RFK á einum tímapunkti hvort að Trump ætti skilið að fá Nóbelsverðlaun fyrir OWS. „Svo sannarlega,“ svaraði Kennedy. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Þá spurði þingmaðurinn hvernig það gæti verið svar RFK þegar heilbrigðisráðherrann hefur ítrekað gagnrýnt bóluefni gegn Covid, talað um að þau hafi valdið gífurlegum skaða og dreift öðrum lygum um þau. Cassidy benti einnig á að Kennedy hefði farið í mál við lyfjafyrirtæki til að reyna að taka bóluefni úr dreifingu og að hann hafi skipað umdeilt fólk sem hafi meðal annars borið vitni í áðurnefndum málum gegn lyfjafyrirtækjum. Sjá einnig: Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Þingmaðurinn benti einnig á að Kennedy hefði, skömmu áður, haldið því fram að bóluefnin gegn Covid hefðu valdið fleiri dauðsföllum en veiran sjálf. Það þvertók Kennedy fyrir að hafa sagt en hann hefur ítrekað sagt það á undanförnum árum. Sjá má upptöku af þessum samskiptum hér að neðan. Trump var spurður út í afstöðu sína til Kennedys í gærkvöldi. Þá sagði forsetinn að Kennedy væri mjög góð manneskja og hann meinti vel, þó hann hefði öðruvísi hugmyndir. Trump sagðist líka vel við það að Kennedy hugsaði ekki né talaði eins og gengur og gerist. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Þær snerust meðal annars um um vanhæfni og að hann væri að grafa undan heilbrigðiskerfi ríkisins og þá sérstaklega hvað varðar þróun og dreifingu bóluefna. Kennedy hefur um árabil verið einn helsti boðberi staðlausra samsæriskenninga um bóluefni í heiminum. Síðan hann varð ráðherra hefur hann einnig dregið verulega úr fjárfestingum til þróunar bóluefna og gert fólki erfiðara að fá bóluefni. Sjá einnig: Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Fundurinn varpaði ljósi á það hve mikið málefni bóluefna er orðið að pólitísku bitbeini vestanhafs. Í upphafsræðu sinni sagði RFK að uppsagnir innan Sjúkdómavarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) hefðu verið nauðsynlegar. Hann gagnrýndi starfsmenn stofnunarinnar harðlega fyrir viðbrögð þeirra, sem hefðu valdið gífurlegum skaða á bandarísku samfélagi. Þá sagði hann að engin vísindi hefðu legið að baki þessum viðbrögðum og sagði að þau hefðu engum árangri skilað. Eitt helsta afrek Trumps Í faraldri Covid setti Hvíta húsið á laggirnar sérstaka áætlun sem bar heitið „Operation Warp Speed“ (Héðan í frá OWS) og snerist um að þróa og framleiða bóluefni gegn kórónuveirunni og sprauta því í fólk eins fljótt og hægt var. Þessi áætlun heppnaðist vel og er hún talin hafa bjargað milljónum mannslífa á heimsvísu. Trump sjálfur stærði sig af henni í síðustu viku og sagði að hún markaði eitt af „helstu afrekum sögunnar“. Heilbrigðisráðherra Trumps, aðrir embættismenn og að virðist stækkandi hluti stuðningsmanna hans eru þó verulega tortryggnir í garð mRNA bóluefna eða hreinlega miklir andstæðingar þeirra. Eins og AP fréttaveitan bendir á kom það glögglega í ljós á fundinum í gær, þar sem það voru aðallega Demókratar sem lofuðu OWS en ekki Repúblikanar. Meðal annars sögðu þeir að áætlunin hafi heppnast einstaklega vel. Hér að neðan má sjá samskipti Bernie Sanders og Kennedy á fundinum í gær. Það voru þó ekki eingöngu Demókratar sem töluðu um OWS. Það gerðu Repúblikanar einnig. Einn þeirra, Bill Cassidy, nefndi að með áætluninni hefðu Bandaríkjamenn bjargað milljónum mannslífa í heiminum öllum á tíma þegar þúsundir manna voru að deyja á hverjum degi, fyrirtæki voru lokuð og fólk sat fast heima. Cassidy spurði RFK á einum tímapunkti hvort að Trump ætti skilið að fá Nóbelsverðlaun fyrir OWS. „Svo sannarlega,“ svaraði Kennedy. Sjá einnig: Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Þá spurði þingmaðurinn hvernig það gæti verið svar RFK þegar heilbrigðisráðherrann hefur ítrekað gagnrýnt bóluefni gegn Covid, talað um að þau hafi valdið gífurlegum skaða og dreift öðrum lygum um þau. Cassidy benti einnig á að Kennedy hefði farið í mál við lyfjafyrirtæki til að reyna að taka bóluefni úr dreifingu og að hann hafi skipað umdeilt fólk sem hafi meðal annars borið vitni í áðurnefndum málum gegn lyfjafyrirtækjum. Sjá einnig: Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Þingmaðurinn benti einnig á að Kennedy hefði, skömmu áður, haldið því fram að bóluefnin gegn Covid hefðu valdið fleiri dauðsföllum en veiran sjálf. Það þvertók Kennedy fyrir að hafa sagt en hann hefur ítrekað sagt það á undanförnum árum. Sjá má upptöku af þessum samskiptum hér að neðan. Trump var spurður út í afstöðu sína til Kennedys í gærkvöldi. Þá sagði forsetinn að Kennedy væri mjög góð manneskja og hann meinti vel, þó hann hefði öðruvísi hugmyndir. Trump sagðist líka vel við það að Kennedy hugsaði ekki né talaði eins og gengur og gerist.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira