Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. september 2025 20:45 Robert F. Kennedy yngri er heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur tekið tilfelli ungs fólks sem lést skömmu eftir að hafa verið bólusett við kórónuveirunni til rannsóknar. Áhrif bóluefnanna á þungaðar konur er einnig til rannsóknar en ákvörðunin er umdeild og lýst af mörgum sem pólitískum gjörningi til að friðþægja Robert F. Kennedy yngri heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherrann, sem er jafnframt sonur Roberts F. Kennedy eldri, hefur óhefðbundnar og óvísindalegar skoðanir á öryggi notkunar bóluefna og hefur ítrekað dreift rangfærslum um mögulegar hættur bólusetningar. Áður en hann tók við embætti ráðherra ferðaðist hann um heiminn og flutti vel sótta fyrirlestra þar sem hann básúnaði óvísindalegum hugmyndum sínum, meðal annars í Samóa þar sem mislingarfaraldur dró fjölda barna til dauða skömmu síðar. Tilkynningarnar á rófi trúverðugleika New York Times greinir frá því að í næstu viku muni einn Tracy Beth Hoeg, læknir hjá eftirlitinu, flytja erindi þar sem hann mun fjalla um þau rúmlega 20 dauðsföll meðal barna sem tengd hafa verið við bólusetningu. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir Marty Makary, forstöðumanni matvæla- og lyfjaeftirlitsins, að „það liggi í raun ekki fyrir nein óyggjandi gögn um það til dæmis hvort óléttar konur hafi látist af völdum kórónuveirunnar. Times bendir þó á að mörghundruð óléttar konur hafi látist af völdum veirunnar á meðan faraldurinn reið yfir. Frá upphafi faraldursins og út árið 2023 barst eftirlitinu um 80 tilkynningar um dauðsföll barna sem tengdust mögulega bólusetningu. Tilkynningarnar eru á rófi frá trúlegum til ótrúlegra. Tilkynningar bárust um andlát barna af völdum hjartavöðvabólgu sem getur verið fylgifiskur kórónuveirusýkingar en aukin hætta á henni er einnig þekkt fylgiverkun bólusetningar við veirunni. Hins vegar bárust líka tilkynningar um dauðsföll sem höfðu bersýnilega ekkert með bólusetningu að gera, í einu tilviki var um að ræða sjálfsvíg með skotvopni. Tilfellin þaulrannsökuð Peter Marks fór áður fyrir bóluefnadeild matvæla- og lyfjaeftirlitsins. Hann segir eftirlitið hafa farið gaumgæfilega yfir hverja einustu tilkynningu. Sjálfur var Marks rekinn úr embætti skömmu eftir að Kennedy settist í ráðherrastól. „Eftir því sem við fáum séð tengdust þessi bóluefni ekki dauðsföllum barna. Er hugsanlegt að dauðsfall hafi átt sér stað sem tengdist bóluefnunum? Já, ég held að það sé mögulegt. En miðað við þær milljónir skammta sem hafa verið gefnar af þessum mRNA-bóluefnum, höfðu þau, að undanskildum þekktu aukaverkununum hjartavöðvabólgu og gollurshúsbólgu, mjög gott öryggismat,“ hefur New York Times eftir honum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherrann, sem er jafnframt sonur Roberts F. Kennedy eldri, hefur óhefðbundnar og óvísindalegar skoðanir á öryggi notkunar bóluefna og hefur ítrekað dreift rangfærslum um mögulegar hættur bólusetningar. Áður en hann tók við embætti ráðherra ferðaðist hann um heiminn og flutti vel sótta fyrirlestra þar sem hann básúnaði óvísindalegum hugmyndum sínum, meðal annars í Samóa þar sem mislingarfaraldur dró fjölda barna til dauða skömmu síðar. Tilkynningarnar á rófi trúverðugleika New York Times greinir frá því að í næstu viku muni einn Tracy Beth Hoeg, læknir hjá eftirlitinu, flytja erindi þar sem hann mun fjalla um þau rúmlega 20 dauðsföll meðal barna sem tengd hafa verið við bólusetningu. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir Marty Makary, forstöðumanni matvæla- og lyfjaeftirlitsins, að „það liggi í raun ekki fyrir nein óyggjandi gögn um það til dæmis hvort óléttar konur hafi látist af völdum kórónuveirunnar. Times bendir þó á að mörghundruð óléttar konur hafi látist af völdum veirunnar á meðan faraldurinn reið yfir. Frá upphafi faraldursins og út árið 2023 barst eftirlitinu um 80 tilkynningar um dauðsföll barna sem tengdust mögulega bólusetningu. Tilkynningarnar eru á rófi frá trúlegum til ótrúlegra. Tilkynningar bárust um andlát barna af völdum hjartavöðvabólgu sem getur verið fylgifiskur kórónuveirusýkingar en aukin hætta á henni er einnig þekkt fylgiverkun bólusetningar við veirunni. Hins vegar bárust líka tilkynningar um dauðsföll sem höfðu bersýnilega ekkert með bólusetningu að gera, í einu tilviki var um að ræða sjálfsvíg með skotvopni. Tilfellin þaulrannsökuð Peter Marks fór áður fyrir bóluefnadeild matvæla- og lyfjaeftirlitsins. Hann segir eftirlitið hafa farið gaumgæfilega yfir hverja einustu tilkynningu. Sjálfur var Marks rekinn úr embætti skömmu eftir að Kennedy settist í ráðherrastól. „Eftir því sem við fáum séð tengdust þessi bóluefni ekki dauðsföllum barna. Er hugsanlegt að dauðsfall hafi átt sér stað sem tengdist bóluefnunum? Já, ég held að það sé mögulegt. En miðað við þær milljónir skammta sem hafa verið gefnar af þessum mRNA-bóluefnum, höfðu þau, að undanskildum þekktu aukaverkununum hjartavöðvabólgu og gollurshúsbólgu, mjög gott öryggismat,“ hefur New York Times eftir honum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira