Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 10:47 Helgi Guðjónsson skoraði úr umdeildri vítaspyrnu í sigri Víkings gegn Fram, 2-1. vísir/diego Ellefu mörk voru skoruð í fjórum leikjum í Bestu deild karla í gær. Vítaspyrna sem Víkingur fékk gegn Fram var umtöluð. Víkingur náði fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildarinnar með því að vinna Fram, 2-1, í gær. Á sama tíma gerði Stjarnan markalaust jafntefli við FH. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var afar umdeilt. Rúnar Kristinsson, þjálfari Framara, var allavega mjög ósáttur við dóminn, sem og annað í dómgæslunni, og fékk rautt spjald þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Jakob Byström jafnaði fyrir gestina úr Úlfarsárdalnum á 70. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Á 79. mínútu skoraði Gylfi Þór Sigurðsson svo sigurmark Víkings sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Fyrir leikinn gegn FH hafði Stjarnan unnið fimm leiki í röð en sigurgöngunni lauk í gær. Stjörnumenn er í 2. sæti deildarinnar með 41 stig, fjórum stigum á eftir Víkingum. FH-ingar eru í 5. sætinu með 31 stig, tveimur stigum á undan Frömurum sem eru í 6. sætinu. Í neðri hlutanum vann KA 4-2 sigur á KR á Akureyri. Aron Sigurðarson kom KR-ingum tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik en KA-menn jöfnuðu í 1-1 með sjálfsmarki Arnars Freys Ólafssonar sem stóð á milli stanganna hjá gestunum. Birnir Snær Ingason kom heimamönnum yfir, 3-2, með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma gulltryggði Andri Fannar Stefánsson sigurinn, 4-2. KA er í 7. sæti deildarinnar með 32 stig en KR í ellefta og næstneðsta sætinu með 24 stig. Í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum fékk ÍBV á sig jöfnunarmark undir lokin þegar Afturelding kom í heimsókn. Alex Freyr Hilmarsson kom Eyjamönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu en Aron Jóhannesson jafnaði með öðru aukaspyrnumarki fjórum mínútum fyrir leikslok, 1-1. Í uppbótartíma var Mosfellingurinn Georg Bjarnason rekinn af velli. Afturelding, sem hefur ekki unnið leik síðan 23. júní, er með 22 stig á botni deildarinnar en ÍBV er í 8. sæti með þrjátíu stig. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Stjarnan FH KA KR ÍBV Afturelding Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. 21. september 2025 18:32 Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21. september 2025 18:32 „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59 „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21. september 2025 21:50 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00 Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21. september 2025 15:17 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum. 21. september 2025 10:15 Mest lesið Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Víkingur náði fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildarinnar með því að vinna Fram, 2-1, í gær. Á sama tíma gerði Stjarnan markalaust jafntefli við FH. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir á 55. mínútu með marki úr víti sem var afar umdeilt. Rúnar Kristinsson, þjálfari Framara, var allavega mjög ósáttur við dóminn, sem og annað í dómgæslunni, og fékk rautt spjald þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. Jakob Byström jafnaði fyrir gestina úr Úlfarsárdalnum á 70. mínútu, sex mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður. Á 79. mínútu skoraði Gylfi Þór Sigurðsson svo sigurmark Víkings sem hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og gert eitt jafntefli. Fyrir leikinn gegn FH hafði Stjarnan unnið fimm leiki í röð en sigurgöngunni lauk í gær. Stjörnumenn er í 2. sæti deildarinnar með 41 stig, fjórum stigum á eftir Víkingum. FH-ingar eru í 5. sætinu með 31 stig, tveimur stigum á undan Frömurum sem eru í 6. sætinu. Í neðri hlutanum vann KA 4-2 sigur á KR á Akureyri. Aron Sigurðarson kom KR-ingum tvisvar sinnum yfir í fyrri hálfleik en KA-menn jöfnuðu í 1-1 með sjálfsmarki Arnars Freys Ólafssonar sem stóð á milli stanganna hjá gestunum. Birnir Snær Ingason kom heimamönnum yfir, 3-2, með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma gulltryggði Andri Fannar Stefánsson sigurinn, 4-2. KA er í 7. sæti deildarinnar með 32 stig en KR í ellefta og næstneðsta sætinu með 24 stig. Í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum fékk ÍBV á sig jöfnunarmark undir lokin þegar Afturelding kom í heimsókn. Alex Freyr Hilmarsson kom Eyjamönnum yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 66. mínútu en Aron Jóhannesson jafnaði með öðru aukaspyrnumarki fjórum mínútum fyrir leikslok, 1-1. Í uppbótartíma var Mosfellingurinn Georg Bjarnason rekinn af velli. Afturelding, sem hefur ekki unnið leik síðan 23. júní, er með 22 stig á botni deildarinnar en ÍBV er í 8. sæti með þrjátíu stig. Öll mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Fram Stjarnan FH KA KR ÍBV Afturelding Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. 21. september 2025 18:32 Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21. september 2025 18:32 „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59 „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21. september 2025 21:50 Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00 „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00 Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21. september 2025 15:17 Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum. 21. september 2025 10:15 Mest lesið Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða en hvorugu liði tókst að koma boltanum í netið. Stjarnan hefur nú leikið átta leiki í röð án taps, og unnið sex þeirra. 21. september 2025 18:32
Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21. september 2025 18:32
„Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Stjarnan og FH gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð í úrslitakeppni Bestu deildar karla í kvöld. Það var hart barist en hvorugu liði tókst að skora mark. 21. september 2025 21:59
„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21. september 2025 21:50
Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. 21. september 2025 20:00
„Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00
Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21. september 2025 15:17
Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Skagamenn virðast vera að finna taktinn á hárréttum tíma en liðið vann í gær sinn þriðja leik í röð þegar ÍA sótti Vestra heim. Lokatölur fyrir vestan 0-4 og hefur ÍA nú skorað tíu mörk í síðustu þremur leikjum. 21. september 2025 10:15