Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 11:31 Manchester City hefur farið rólega af stað í ensku úrvalsdeildinni og er átta stigum á eftir toppliði Liverpool. epa/VINCE MIGNOTT Pep Guardiola hefur stýrt liðum í sex hundruð leikjum á stjóraferlinum. Aldrei hefur lið undir hans stjórn verið jafn lítið með boltann og Manchester City gegn Arsenal í gær. Gabriel Martinelli tryggði Skyttunum stig þegar hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma í leiknum á Emirates í gær. Erling Haaland kom City yfir eftir níu mínútur og það mark virtist ætla að skila liðinu sigri en Martinelli var á öðru máli og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lið undir stjórn Peps Guardiola hafa verið þekkt fyrir að vera mikið með boltann en því var ekki að skipta í gær. City var nefnilega aðeins 32,8 prósent með boltann á Emirates. Það er það minnsta sem Guardiola-lið hefur verið með boltann á stjóraferli hans en gamla metið var einnig gegn Arsenal. Í mars 2023 var City 36,5 prósent með boltann gegn Arsenal. Eftir leikinn á Emirates sagði Guardiola að sínir menn hefðu verið lúnir eftir annasama viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Guardiola sem notaði fimm manna varnarlínu lengst af seinni hálfleiks. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ City var mest með boltann af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, eða 61,6 prósent. Í fyrstu fimm leikjum þessa tímabils er City 52,4 prósent með boltann sem var aðeins það áttunda mesta í deildinni. Liverpool er mest með boltann, 63 prósent, en þar á eftir koma Chelsea (61,8 prósent) og Aston Villa (59,6 prósent). Síðastnefnda liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig og hefur ekki verið með jafn fá stig eftir fimm leiki frá tímabilinu 2006-07 þegar Stuart Pearce var stjóri liðsins. Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Gabriel Martinelli tryggði Skyttunum stig þegar hann skoraði á þriðju mínútu uppbótartíma í leiknum á Emirates í gær. Erling Haaland kom City yfir eftir níu mínútur og það mark virtist ætla að skila liðinu sigri en Martinelli var á öðru máli og jafnaði í 1-1 sem urðu lokatölur leiksins. Lið undir stjórn Peps Guardiola hafa verið þekkt fyrir að vera mikið með boltann en því var ekki að skipta í gær. City var nefnilega aðeins 32,8 prósent með boltann á Emirates. Það er það minnsta sem Guardiola-lið hefur verið með boltann á stjóraferli hans en gamla metið var einnig gegn Arsenal. Í mars 2023 var City 36,5 prósent með boltann gegn Arsenal. Eftir leikinn á Emirates sagði Guardiola að sínir menn hefðu verið lúnir eftir annasama viku. „Við spiluðum erfiða leiki í vikunni, Manchester United og svo í Meistaradeild Evrópu. Í dag spiluðum við gegn kraftmiklu liði,“ sagði Guardiola sem notaði fimm manna varnarlínu lengst af seinni hálfleiks. „Við viljum helst ekki spila þannig en þegar andstæðingurinn er betri þá þurfum við að verjast aftarlega og beita skyndisóknum. Það er þó aldrei ætlunin. Ég myndi helst vilja sleppa því en þú verður að gera það á þessu getustigi. Í sumum leikjum þarf maður að aðlaga sig að mótherjanum.“ City var mest með boltann af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, eða 61,6 prósent. Í fyrstu fimm leikjum þessa tímabils er City 52,4 prósent með boltann sem var aðeins það áttunda mesta í deildinni. Liverpool er mest með boltann, 63 prósent, en þar á eftir koma Chelsea (61,8 prósent) og Aston Villa (59,6 prósent). Síðastnefnda liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm deildarleikjum tímabilsins. City er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig og hefur ekki verið með jafn fá stig eftir fimm leiki frá tímabilinu 2006-07 þegar Stuart Pearce var stjóri liðsins.
Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02 Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17 Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03 Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Markið sem Erling Haaland skoraði gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var sögulegt. Ekki gátu þó allir samglaðst þessum 25 ára Norðmanni sem birti skjáskot af morðhótun sem honum barst. 22. september 2025 10:02
Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Mikel Arteta er fyrsti þjálfari sögunnar til að spila fimm deildarleiki í röð gegn liði Pep Guardiola án þess að tapa. Skytturnar hans Arteta gerðu 1-1 jafntefli við Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 21. september 2025 23:17
Vildi vinna sem og byrja leikinn Gabriel Martinelli, hetja Arsenal í 1-1 jafnteflinu gegn Manchester City, sagði sína menn að sjálfsögðu hafa viljað vinna leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. 21. september 2025 19:03
Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Það virtist lengi sem mark Erling Haaland snemma leiks ætlaði að vera munurinn í leik Arsenal og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Martinelli jafnaði hins vegar á ögurstundu og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. 21. september 2025 17:45