Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Árni Gísli Magnússon skrifar 21. september 2025 20:00 Birnir Snær skoraði mörkin sem sneru leiknum KA í hag. vísir/Diego KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir sem tóku forystuna eftir þrettán mínútna leik og var markið ekki af síðri endanum. Boltinn gekk vel á milli manna á dágóðan tíma án þess að leikmenn KA kæmust nálægt honum og að lokum var það Amin Cosic sem átti hælsendingu á Aron Sigurðarson sem skilaði boltanum snyrtilega í netið. Það tók KA aðeins tæpar tíu mínútur að svara með jöfnunarmarki og það gerðir Ingimar Stöle með skoti lang fyrir utan teig eftir að KR-ingar höfðu hreinsað boltann frá eftir hornspyrnu. Arnar Freyr Ólafsson í marki KR var í boltanum og hefði líklega átt að gera betur. KA varð fyrir blóðtöku eftir rúman hálftíma þegar Steinþór Már markvörður fór af velli vegna meiðsla og inn fyrir hann kom William Tönning. KA fékk frábært tækifæri til að komast yfir þegar Hallgrímur Mar komst inn á teig en var of lengi að athafna sig og færið rann út í sandinn. Örstuttu seinna, á 43. mínútu, markamínútunni frægu, komst KR svo aftur í forystu með frábæru marki Arons Sigurðarsonar en hann vippaði boltanum skemmtilega yfir Tönning fyrir utan teig sem gat ekkert annað en horft á eftir boltanum svífa í netið. KR því 2-1 yfir í hálfleik. Það var allt annað að sjá til KA liðsins í síðari hálfleik og jafnaði Birnir Snær leikinn á upphafsmínútum hans. Jóan Símun átti fyrirgjöf frá vinstri og Birnir lagði boltann frábærlega fyrir sig í fyrstu snertingu á lofti og skilaði boltanum í markið, virkilega vel gert. Stuttu síðar slapp Birnir einn í gegn í skyndisókn eftir sendingu frá Hallgrími Mar en Amin Cosic og Atli Sigurjónsson fylgdu fast á hæla hans og Amin braut loks á Birni við vítateigslínuna og brot dæmt og KA menn heimtuðu rautt spjald en gult spjald fór á loft og mat Gunnar Oddur dómari það líklega þannig að Atli Sigurjónsson hafi verið aftasti maður en ekki Amin Cosic.Hallgrímur Mar tók fasta aukaspyrnu með fram jörðinni sem Arnar Freyr varði út í teiginn beint fyrir Birni Snæ sem setti boltann auðveldlega í markið og kom KA í 3-2 forystu. KR leitaði að jöfnunarmarki út leikinn án þess þó að banka neitt harkalega á dyrnar hjá KA mönnum sem vörðust vel og fengu einnig sín færi. Það var svo komið fram á fjórðu mínútu uppbótatíma þegar Andri Fannar Stefánsson innsiglaði sigur KA með marki eftir skyndisókn og góðan undirbúning frá Degi Inga Valssyni. Þess má til gamans geta að Andri er 34 ára uppalinn KA maður sem hefur ekki spilað mínútu síðan hann spilaði átta mínútur í fyrstu umferð, einmitt gegn KR. Lokatölur 4-2 heimamönnum í vil. Atvik leiksins Mörg falleg mörk í þessum leik og erfitt að velja en ég ætla taka fyrsta mark KR sem Aron Sigurðarson skorar. KR hélt boltanum í vel yfir mínútu og áttu 27 sendingar sín á milli áður en Aron átti frábært skot í netið eftir hælsendingu. Þetta er fótboltinn sem Óskar vill sjá. Stjörnur og skúrkar Birnir Snær Ingason og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru frískastir hjá KA í dag. Aron Sigurðarson var yfirburðamaður hjá KR og skoraði bæði mörk liðsins. Matthias Præst Nielsen komst einnig vel frá sínu og gaf eina stoðsendingu. Dómarinn Ágætis leikur hjá Gunnari en nokkur atriði sem ég skildi bara alls ekki. Það er spurning hvort Amin Cosic hefði átt að fá rautt spjald þegar hann braut á Birni Snæ sem var að sleppa einn í gegn en mögulega rétt ákvörðun þar sem Atli Sigurjónsson var líklega aftasti varnarmaður, en hann hefði þó líklega alls ekki bjargað markinu. Stemning og umgjörð Rúmlega 400 áhorfendur á Greifavellinum en stemningin ekki mikil, en kalt var í veðri og langt liðið á tímabilið. Umgjörðin góð að vana. „Verður bara að koma í ljós“ Birnir Snær hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir KA.KA Birnir Snær Ingason, leikmaður KA, skoraði tvö mörk í 4-2 sigri gegn KR á Akureyri í dag og hefur heldur betur reynst mikill fengur fyrir norðanmenn eftir komu sína um mitt sumar. Birnir kom inn á það að frammistaða sín og liðsins hafi alls ekki verið góð í fyrri hálfleik en mun betri í þeim seinni sem skildi á endanum liðin að. „Bara mjög vel sko. Feginn einhvern veginn, því fyrri hálfleikurinn var alls ekki góður hjá okkur, breyttum aðeins til í hálfleik og Haddi (Hallgrímur Jónasson) lét nokkur fögur orð detta þarna í hálfleik og breyttum kerfinu og stigum aðeins meira á þá og það gekk töluvert betur og það var ansi ljúft að sjá Andra (Fannar Stefánsson) græja þetta 4-2 þarna í lokin.“ KA fór í útfærslu af 3-5-2 kerfi í seinni hálfleik sem gekk mun betur, en hvað fannst Birni ganga betur við það? „Það var allt eitthvað svo lélegt í fyrri hálfleik, mér fannst eiginlega bara allt breytast, svo kemur Markús (Máni Pétursson) ungi gæjinn þvílíkt agressífur inn, hann var geggjaður þegar hann kom inn, kemur líka góður inn Tönning í markinu. Allir voru bara einhvern veginn með miklu meiri orku og við náðum að stíga meira á þá, þeir voru bara eitthvað að leika sér með boltann fyrir utan teig hjá okkur í fyrri hálfleik og við náum að mæta þeim bara af miklu meiri krafti og svo náttúrulega opnast leikurinn og við náðum að nýta það.“ „Ég hlakkaði til fyrir þessum leik en svo eftir fyrri hálfleikinn var mig nú ekkert mikið að hlakka það mikið til. Það gekk ekkert upp í fyrri hálfleik, ég hélt það yrði meiri veisla sko, svo var það ekki en í seinni hálfleik opnaðist þetta aðeins og mér finnst KR liðið ógeðslega skemmtilegt og ég elska að horfa á þetta lið, skemmtilegur hlutir í gangi, þetta var skemmtilegt“, sagði Birnir aðspurður hvort leikur gegn liði eins og KR sé ekki skemmtilegur fyrir hann. Ertu sáttur með þína eigin frammistöðu? „Í seinni hálfleik já, í fyrri hálfleik var hún hræðileg“, sagði Birnir og skellti upp úr áður en hann hélt áfram: „Hún var alveg hræðileg í fyrri hálfleik, mörkin telja í þessu, það er ekki oft sem ég skora tvö mörk í leik en þegar ég geri það er ég ekkert þvílíkt on it í leiknum eins og í dag en ég náði að skora tvö mörk og er sáttur með það og við vinnum náttúrulega leikinn líka.“ KA fer langleiðina með að tryggja vera sína í efstu deild með sigrinum í dag og því ekki úr vegi að spurja Birni hvort hann hafi velt fyrir sér möguleikanum að vera áfram hjá KA á næsta tímabili, en samningur hans rennur út eftir þetta tímabil. „Í rauninni ekki sko, maður eiginlega veit það ekki, það verður bara að koma í ljós. Okkur líður allavega mjög vel hérna, mér og fjölskyldunni, hefur gengið vel og gott lið og góður bær en svo kemur það bara í ljós. Ertu þá opinn fyrir möguleikanum að vera áfram ef gott boð kemur frá KA? „Já já, aldrei að vita“, sagði Birnir að lokum. „Fyrsta skrefið í að vinna neðri hlutann“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var sáttur eftir 4-2 heimasigur á KR í neðri hluta Bestu deildar karla en kom þó inn á það að frammistaða liðsins í fyrri hálfleik hafi ekki verið ásættanleg.vísir/Diego „Já virkilega ánægður með seinni hálfleikinn, að við komum til baka, en ég var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn. Mér fannst KR spila betur en við og mér fannst sjást á þeim að þeir vildu þetta meira og ég var ekki par sáttur með fyrri hálfleikinn og lét leikmennina vita af því inn í klefa. Ég er nú yfirleitt rólegur og reyni að tala um lausnir og koma með góð ráð og brysti mig aðeins og vildi að þeir myndu sýna mér að þeim væri ekki sama og ég fékk svo sannarlega gott svar í seinni hálfleik. Við skiptum um kerfi, vorum miklu agressífari og skorum þrjú mörk og ég vissi að seinni hálfleikurinn yrði erfiður því þó það sé búið að ganga illa hjá KR þá væru þeir virkilega góðir í sumum þáttum leiksins. Komnir yfir og fá kannski smá trú þannig svarið sem ég fékk í seinni hálfleik er ég virkilega ánægður með.“ Birnir Snær kom einnig inn á það í viðtali eftir leik að fyrri hálfleikurinn hjá KA hafi verið mjög lélegur, en hvað olli því að seinni hálfleikurinn varð allt annar? „Grunngildin voru ekki í lagi í fyrri hálfleik, við pressuðum ekki rétt, ef það var spilað fram hjá okkur þá eltum við ekki, það var allt gert á svona 80 prósent og þú getur bara gleymt því að vinna leik á móti KR ef þú gerir það því þeir eru svo góðir að spila. Þegar þeir skora fyrsta markið þá vorum við bara að bíða eftir því, ég var eiginlega bara ánægður með að við vorum enn þá inni í leiknum í hálfleik, því staðan hefði getað verið verri. Það var ekki nógu gott og ég vil ekki sjá það aftur, svona hugarfar hjá KA liðinu, en á sama tíma frábært hvernig svar við fengum í seinni hálfleik.“ KA er svo gott sem öruggt með sæti sitt í deildinni eftir sigurinn í dag þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir. „Já við horfðum á það ef við myndum vinna í dag, ég veit ekki hvort við getum tölfræðilega enn þá fallið, en værum sennilega komnir með þetta og þetta er bara fyrsta skrefið í að við ætlum okkur að vinna neðri hlutann og síðan líka bara nefna ánægður með þá sem komu inn á. Komu hérna inn á og stóðu sig vel, hlýjar hjartarætur þjálfarans að Andri Fannar, sem ég er búinn að hafa í frosti helvíti lengi í sumar, eða frá fyrsta leik, hann kemur inn á og stendur sig vel og æðislegt að sjá hann skora líka, hann gerir það ekki oft, það er gaman að sjá þá sem koma inn á og Markús (Máni Pétursson) ungur hafsent stóð sig frábærlega.“ Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk í dag og hefur verið mikill fengur fyrir KA liðið frá komu hans í sumar og segir Hallgrímur að KA hafi áhuga á að semja við hann fyrir næstu leiktíð. „Já, við erum að ræða við hann, það er rétt hjá þér að hann stóð sig vel í seinni hálfleik, hann stóð sig ekki vel í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins og fékk alveg að vita það. Hann er bara búinn að koma ótrúlega flott inn í þetta og gaman að sjá þegar við leggjum okkur fram hvað við lítum vel út núna.“ Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, meiddist í fyrri hálfleik og vonar Hallgrímur að meiðslin séu minniháttar. „Ég veit það ekki alveg, ég held þetta sé bara eitthvað smotterí, einhverjar bólgur, það er ekkert alvarlegt. Það eru fleiri smá lemstraðir og það er gott að það er vika í leik þannig vonandi náum við að púsla einhverjum af þeim saman.“ Besta deild karla KA KR Tengdar fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00
KA svo gott sem gulltryggði veru sína í efstu deild með 4-2 sigri á KR á Greifavellinum í fyrstu umferð neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu. KR aftur á móti í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir og áhyggjur Vesturbæinga minnka ekki. KR leiddi 2-1 í hálfleik en KA menn sneru taflinu við í þeim síðari og unnu sanngjarnan sigur. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir sem tóku forystuna eftir þrettán mínútna leik og var markið ekki af síðri endanum. Boltinn gekk vel á milli manna á dágóðan tíma án þess að leikmenn KA kæmust nálægt honum og að lokum var það Amin Cosic sem átti hælsendingu á Aron Sigurðarson sem skilaði boltanum snyrtilega í netið. Það tók KA aðeins tæpar tíu mínútur að svara með jöfnunarmarki og það gerðir Ingimar Stöle með skoti lang fyrir utan teig eftir að KR-ingar höfðu hreinsað boltann frá eftir hornspyrnu. Arnar Freyr Ólafsson í marki KR var í boltanum og hefði líklega átt að gera betur. KA varð fyrir blóðtöku eftir rúman hálftíma þegar Steinþór Már markvörður fór af velli vegna meiðsla og inn fyrir hann kom William Tönning. KA fékk frábært tækifæri til að komast yfir þegar Hallgrímur Mar komst inn á teig en var of lengi að athafna sig og færið rann út í sandinn. Örstuttu seinna, á 43. mínútu, markamínútunni frægu, komst KR svo aftur í forystu með frábæru marki Arons Sigurðarsonar en hann vippaði boltanum skemmtilega yfir Tönning fyrir utan teig sem gat ekkert annað en horft á eftir boltanum svífa í netið. KR því 2-1 yfir í hálfleik. Það var allt annað að sjá til KA liðsins í síðari hálfleik og jafnaði Birnir Snær leikinn á upphafsmínútum hans. Jóan Símun átti fyrirgjöf frá vinstri og Birnir lagði boltann frábærlega fyrir sig í fyrstu snertingu á lofti og skilaði boltanum í markið, virkilega vel gert. Stuttu síðar slapp Birnir einn í gegn í skyndisókn eftir sendingu frá Hallgrími Mar en Amin Cosic og Atli Sigurjónsson fylgdu fast á hæla hans og Amin braut loks á Birni við vítateigslínuna og brot dæmt og KA menn heimtuðu rautt spjald en gult spjald fór á loft og mat Gunnar Oddur dómari það líklega þannig að Atli Sigurjónsson hafi verið aftasti maður en ekki Amin Cosic.Hallgrímur Mar tók fasta aukaspyrnu með fram jörðinni sem Arnar Freyr varði út í teiginn beint fyrir Birni Snæ sem setti boltann auðveldlega í markið og kom KA í 3-2 forystu. KR leitaði að jöfnunarmarki út leikinn án þess þó að banka neitt harkalega á dyrnar hjá KA mönnum sem vörðust vel og fengu einnig sín færi. Það var svo komið fram á fjórðu mínútu uppbótatíma þegar Andri Fannar Stefánsson innsiglaði sigur KA með marki eftir skyndisókn og góðan undirbúning frá Degi Inga Valssyni. Þess má til gamans geta að Andri er 34 ára uppalinn KA maður sem hefur ekki spilað mínútu síðan hann spilaði átta mínútur í fyrstu umferð, einmitt gegn KR. Lokatölur 4-2 heimamönnum í vil. Atvik leiksins Mörg falleg mörk í þessum leik og erfitt að velja en ég ætla taka fyrsta mark KR sem Aron Sigurðarson skorar. KR hélt boltanum í vel yfir mínútu og áttu 27 sendingar sín á milli áður en Aron átti frábært skot í netið eftir hælsendingu. Þetta er fótboltinn sem Óskar vill sjá. Stjörnur og skúrkar Birnir Snær Ingason og Hallgrímur Mar Steingrímsson voru frískastir hjá KA í dag. Aron Sigurðarson var yfirburðamaður hjá KR og skoraði bæði mörk liðsins. Matthias Præst Nielsen komst einnig vel frá sínu og gaf eina stoðsendingu. Dómarinn Ágætis leikur hjá Gunnari en nokkur atriði sem ég skildi bara alls ekki. Það er spurning hvort Amin Cosic hefði átt að fá rautt spjald þegar hann braut á Birni Snæ sem var að sleppa einn í gegn en mögulega rétt ákvörðun þar sem Atli Sigurjónsson var líklega aftasti varnarmaður, en hann hefði þó líklega alls ekki bjargað markinu. Stemning og umgjörð Rúmlega 400 áhorfendur á Greifavellinum en stemningin ekki mikil, en kalt var í veðri og langt liðið á tímabilið. Umgjörðin góð að vana. „Verður bara að koma í ljós“ Birnir Snær hefur verið frábær síðan hann gekk í raðir KA.KA Birnir Snær Ingason, leikmaður KA, skoraði tvö mörk í 4-2 sigri gegn KR á Akureyri í dag og hefur heldur betur reynst mikill fengur fyrir norðanmenn eftir komu sína um mitt sumar. Birnir kom inn á það að frammistaða sín og liðsins hafi alls ekki verið góð í fyrri hálfleik en mun betri í þeim seinni sem skildi á endanum liðin að. „Bara mjög vel sko. Feginn einhvern veginn, því fyrri hálfleikurinn var alls ekki góður hjá okkur, breyttum aðeins til í hálfleik og Haddi (Hallgrímur Jónasson) lét nokkur fögur orð detta þarna í hálfleik og breyttum kerfinu og stigum aðeins meira á þá og það gekk töluvert betur og það var ansi ljúft að sjá Andra (Fannar Stefánsson) græja þetta 4-2 þarna í lokin.“ KA fór í útfærslu af 3-5-2 kerfi í seinni hálfleik sem gekk mun betur, en hvað fannst Birni ganga betur við það? „Það var allt eitthvað svo lélegt í fyrri hálfleik, mér fannst eiginlega bara allt breytast, svo kemur Markús (Máni Pétursson) ungi gæjinn þvílíkt agressífur inn, hann var geggjaður þegar hann kom inn, kemur líka góður inn Tönning í markinu. Allir voru bara einhvern veginn með miklu meiri orku og við náðum að stíga meira á þá, þeir voru bara eitthvað að leika sér með boltann fyrir utan teig hjá okkur í fyrri hálfleik og við náum að mæta þeim bara af miklu meiri krafti og svo náttúrulega opnast leikurinn og við náðum að nýta það.“ „Ég hlakkaði til fyrir þessum leik en svo eftir fyrri hálfleikinn var mig nú ekkert mikið að hlakka það mikið til. Það gekk ekkert upp í fyrri hálfleik, ég hélt það yrði meiri veisla sko, svo var það ekki en í seinni hálfleik opnaðist þetta aðeins og mér finnst KR liðið ógeðslega skemmtilegt og ég elska að horfa á þetta lið, skemmtilegur hlutir í gangi, þetta var skemmtilegt“, sagði Birnir aðspurður hvort leikur gegn liði eins og KR sé ekki skemmtilegur fyrir hann. Ertu sáttur með þína eigin frammistöðu? „Í seinni hálfleik já, í fyrri hálfleik var hún hræðileg“, sagði Birnir og skellti upp úr áður en hann hélt áfram: „Hún var alveg hræðileg í fyrri hálfleik, mörkin telja í þessu, það er ekki oft sem ég skora tvö mörk í leik en þegar ég geri það er ég ekkert þvílíkt on it í leiknum eins og í dag en ég náði að skora tvö mörk og er sáttur með það og við vinnum náttúrulega leikinn líka.“ KA fer langleiðina með að tryggja vera sína í efstu deild með sigrinum í dag og því ekki úr vegi að spurja Birni hvort hann hafi velt fyrir sér möguleikanum að vera áfram hjá KA á næsta tímabili, en samningur hans rennur út eftir þetta tímabil. „Í rauninni ekki sko, maður eiginlega veit það ekki, það verður bara að koma í ljós. Okkur líður allavega mjög vel hérna, mér og fjölskyldunni, hefur gengið vel og gott lið og góður bær en svo kemur það bara í ljós. Ertu þá opinn fyrir möguleikanum að vera áfram ef gott boð kemur frá KA? „Já já, aldrei að vita“, sagði Birnir að lokum. „Fyrsta skrefið í að vinna neðri hlutann“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var sáttur eftir 4-2 heimasigur á KR í neðri hluta Bestu deildar karla en kom þó inn á það að frammistaða liðsins í fyrri hálfleik hafi ekki verið ásættanleg.vísir/Diego „Já virkilega ánægður með seinni hálfleikinn, að við komum til baka, en ég var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn. Mér fannst KR spila betur en við og mér fannst sjást á þeim að þeir vildu þetta meira og ég var ekki par sáttur með fyrri hálfleikinn og lét leikmennina vita af því inn í klefa. Ég er nú yfirleitt rólegur og reyni að tala um lausnir og koma með góð ráð og brysti mig aðeins og vildi að þeir myndu sýna mér að þeim væri ekki sama og ég fékk svo sannarlega gott svar í seinni hálfleik. Við skiptum um kerfi, vorum miklu agressífari og skorum þrjú mörk og ég vissi að seinni hálfleikurinn yrði erfiður því þó það sé búið að ganga illa hjá KR þá væru þeir virkilega góðir í sumum þáttum leiksins. Komnir yfir og fá kannski smá trú þannig svarið sem ég fékk í seinni hálfleik er ég virkilega ánægður með.“ Birnir Snær kom einnig inn á það í viðtali eftir leik að fyrri hálfleikurinn hjá KA hafi verið mjög lélegur, en hvað olli því að seinni hálfleikurinn varð allt annar? „Grunngildin voru ekki í lagi í fyrri hálfleik, við pressuðum ekki rétt, ef það var spilað fram hjá okkur þá eltum við ekki, það var allt gert á svona 80 prósent og þú getur bara gleymt því að vinna leik á móti KR ef þú gerir það því þeir eru svo góðir að spila. Þegar þeir skora fyrsta markið þá vorum við bara að bíða eftir því, ég var eiginlega bara ánægður með að við vorum enn þá inni í leiknum í hálfleik, því staðan hefði getað verið verri. Það var ekki nógu gott og ég vil ekki sjá það aftur, svona hugarfar hjá KA liðinu, en á sama tíma frábært hvernig svar við fengum í seinni hálfleik.“ KA er svo gott sem öruggt með sæti sitt í deildinni eftir sigurinn í dag þrátt fyrir að fjórar umferðir séu eftir. „Já við horfðum á það ef við myndum vinna í dag, ég veit ekki hvort við getum tölfræðilega enn þá fallið, en værum sennilega komnir með þetta og þetta er bara fyrsta skrefið í að við ætlum okkur að vinna neðri hlutann og síðan líka bara nefna ánægður með þá sem komu inn á. Komu hérna inn á og stóðu sig vel, hlýjar hjartarætur þjálfarans að Andri Fannar, sem ég er búinn að hafa í frosti helvíti lengi í sumar, eða frá fyrsta leik, hann kemur inn á og stendur sig vel og æðislegt að sjá hann skora líka, hann gerir það ekki oft, það er gaman að sjá þá sem koma inn á og Markús (Máni Pétursson) ungur hafsent stóð sig frábærlega.“ Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk í dag og hefur verið mikill fengur fyrir KA liðið frá komu hans í sumar og segir Hallgrímur að KA hafi áhuga á að semja við hann fyrir næstu leiktíð. „Já, við erum að ræða við hann, það er rétt hjá þér að hann stóð sig vel í seinni hálfleik, hann stóð sig ekki vel í fyrri hálfleik frekar en aðrir leikmenn liðsins og fékk alveg að vita það. Hann er bara búinn að koma ótrúlega flott inn í þetta og gaman að sjá þegar við leggjum okkur fram hvað við lítum vel út núna.“ Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, meiddist í fyrri hálfleik og vonar Hallgrímur að meiðslin séu minniháttar. „Ég veit það ekki alveg, ég held þetta sé bara eitthvað smotterí, einhverjar bólgur, það er ekkert alvarlegt. Það eru fleiri smá lemstraðir og það er gott að það er vika í leik þannig vonandi náum við að púsla einhverjum af þeim saman.“
Besta deild karla KA KR Tengdar fréttir „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00
„Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ KR beið lægri hlut gegn KA fyrir norðan í dag, lokatölur 4-2 fyrir þeim gulklæddu, og er KR því í fallsæti þegar fjórar umferðir eru óleiknar af neðri hlutanum eftir tvískiptingu deildarinnar. 21. september 2025 20:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann