„Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 13:02 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance fyrr á árinu. Heimsóknin þótti umdeild. AP/Jim Watson Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland. „Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag. Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
„Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira