„Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 13:02 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance fyrr á árinu. Heimsóknin þótti umdeild. AP/Jim Watson Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland. „Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag. Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
„Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila