„Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 13:02 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance fyrr á árinu. Heimsóknin þótti umdeild. AP/Jim Watson Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland. „Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag. Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira
„Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Sjá meira