Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2025 08:00 Gummi Ben var með míkrófóninn þegar Joey Barton gekk berserksgang í leik QPR og Manchester City vorið 2012. City varð Englandsmeistari eftir dramatík í lok leiks. Samsett/Getty/Vísir Í kvöld fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Gummi Ben gleymir seint lokaleik deildarinnar vorið 2012 þar sem Sergio Aguero tryggði Manchester City titilinn en margir muna ef til vill betur eftir lýsingu hans á berserksgangi Joey Barton, þáverandi leikmanni QPR, í leiknum. „Þetta er leikur sem ég gleymi aldrei. Þó ég sé ekkert sérstakur Manchester City maður, en að þeir tryggi sér titilinn með þessum hætti á lokasekúndunum var hreint ótrúlegt,“ segir Gummi um leikinn. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari sem verður sérfræðingur í kringum umfjöllun Sýnar Sport frá enska boltanum í vetur, hafði þegar valið sigurmark Sergio Aguero sem eftirminnilegasta augnablik sem hann man eftir. Svo ótrúlegur leikur, þar sem barátta um titilinn ræðst í lokaumferð vegna tveggja marka á 90. mínútu, er mörgum eðlilega ofarlega í huga. Gummi er að líkindum minnsti aðdáandi Joey Barton á Íslandi en hann kom töluvert við sögu í leiknum. „Barton fékk þarna rautt fyrir almennan fautaskap,“ segir Gummi og er það augnablik mörgum Íslendingum jafnvel ofar í huga heldur en sigurmark Aguero í leiknum, e.t.v. vegna lýsingar Gumma á atvikinu á sínum tíma. Klippa: Enska augnablikið: Gummi Ben kallar Barton vitleysing og aumingja Gummi sagði Barton meðal annars vitleysing, aumingja sem ætti ekki heima í íþróttum og glæpamann sem ætti að læsa inni í kostuglegri lýsingu af hreint ótrúlegri atburðarrás sem varð snemma í síðari hálfleik í leiknum fræga. Sjón er sögu ríkari og má heyra magnaða lýsingu Gumma á eftirminnilegu atviki í spilaranum að ofan. Gummi Ben mun lýsa enska boltanum á Sýn Sport í vetur, fyrst leik Liverpool og Bournemouth á Sýn Sport í kvöld. Hann mun einnig stýra þáttunum Big Ben með Hjálmari Erni Jóhannssyni á fimmtudögum í vetur. Þar verður rauðvín álíka mikið til umræðu og rauð spjöld. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Önnur augnablik sérfræðinga í enska boltanum á Sýn Sport má sjá að neðan. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
„Þetta er leikur sem ég gleymi aldrei. Þó ég sé ekkert sérstakur Manchester City maður, en að þeir tryggi sér titilinn með þessum hætti á lokasekúndunum var hreint ótrúlegt,“ segir Gummi um leikinn. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari sem verður sérfræðingur í kringum umfjöllun Sýnar Sport frá enska boltanum í vetur, hafði þegar valið sigurmark Sergio Aguero sem eftirminnilegasta augnablik sem hann man eftir. Svo ótrúlegur leikur, þar sem barátta um titilinn ræðst í lokaumferð vegna tveggja marka á 90. mínútu, er mörgum eðlilega ofarlega í huga. Gummi er að líkindum minnsti aðdáandi Joey Barton á Íslandi en hann kom töluvert við sögu í leiknum. „Barton fékk þarna rautt fyrir almennan fautaskap,“ segir Gummi og er það augnablik mörgum Íslendingum jafnvel ofar í huga heldur en sigurmark Aguero í leiknum, e.t.v. vegna lýsingar Gumma á atvikinu á sínum tíma. Klippa: Enska augnablikið: Gummi Ben kallar Barton vitleysing og aumingja Gummi sagði Barton meðal annars vitleysing, aumingja sem ætti ekki heima í íþróttum og glæpamann sem ætti að læsa inni í kostuglegri lýsingu af hreint ótrúlegri atburðarrás sem varð snemma í síðari hálfleik í leiknum fræga. Sjón er sögu ríkari og má heyra magnaða lýsingu Gumma á eftirminnilegu atviki í spilaranum að ofan. Gummi Ben mun lýsa enska boltanum á Sýn Sport í vetur, fyrst leik Liverpool og Bournemouth á Sýn Sport í kvöld. Hann mun einnig stýra þáttunum Big Ben með Hjálmari Erni Jóhannssyni á fimmtudögum í vetur. Þar verður rauðvín álíka mikið til umræðu og rauð spjöld. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Önnur augnablik sérfræðinga í enska boltanum á Sýn Sport má sjá að neðan.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Enska augnablikið: Englar og djöflar Á morgun fer boltinn að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Paolo Di Canio er ofarlega á lista Ólafs Kristjánssonar, enda eftirminnilegur maður og erfitt að velja eitt augnablik Ítalans yfir annað. 14. ágúst 2025 15:07