„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. ágúst 2025 22:09 Lárus Orri var mjög ósáttur með Helga Mikael og hina dómara leiksins. skjáskot „Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“ Heimaliðið FH var öllum heillum horfið í upphafi leiks og lenti tveimur mörkum undir gegn Skagamönnum sem byrjuðu sterkt. Þá tók Heimir Guðjónsson góða ákvörðun og ákvað að næla sér í rautt spjald, til að kveikja bál undir sínum mönnum. „Það var bara eitt lið á vellinum þegar það fer viss leikþáttur í gang… Heimir er bara að æsa upp í lýðnum og mannskapnum og það eru óreyndir dómarar hérna sem falla í þessu gryfju.“ Sagði Lárus um atvikið þegar Heimir Guðjónsson arkaði yfir á varamannabekk ÍA og stakk saman nefjum við Dean Martin, aðstoðarþjálfara ÍA. „Þetta er bara bull, það á bara að segja: Hættið þessu og áfram með leikinn. En fyrst þeir ákváðu að henda rauðu spjaldi á menn hlýtur aganefndin að skoða þetta, kíkja á þetta svokallaða headbutt hjá honum Heimi. Hann hlýtur að fá þriggja leikja bann fyrir þetta, úr því að honum er hent út á annað borð. Að mínu mati hefði bara átt að segja mönnum að hætta þessu kjaftæði og halda áfram með leikinn.“ Hvaða kjaftæði var þetta, átti Heimir eitthvað vantalað við Dean Martin? „Þú verður að spyrja Heimi að því, en hann var bara að kynda. Þeir voru í vandræðum og hann þurfti að gera eitthvað, og það tókst…“ Lárus hélt áfram að benda á ýmislegt sem dómarar leiksins hefðu mátt gera betur, hann var mjög ósáttur við þeirra störf, fyrri vítaspyrnudóminn og gula spjaldið sem hann fékk. Hann var þá spurður hvort dómgæslan hefði verið valdur að tapinu. „Sko, það sem gerist hérna á náttúrulega ekki að gerast. Reyndur dómari hefði sussað á menn og haldið áfram með leikinn. Það sem fór svo í gang er ákveðinn lærdómur fyrir okkur, hvernig á að bregðast við svona hlutum. Við hefðum átt að hægja meira á leiknum og stoppa það sem þeir voru að gera. Það sem gerist svo í seinni hálfleik, hvers vegna þeir ná að pinna okkur niður svona lengi, það er eitthvað sem við þurfum að skoða og kemur engum dómurum við í rauninni.“ KR vann Aftureldingu í kvöld, sem þýðir að Skagamenn eru núna fjórum stigum frá næsta liði fyrir ofan. „Bara áfram gakk. Það eru 27 stig eftir í pottinum. Hellingur eftir að gerast.“ Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Heimaliðið FH var öllum heillum horfið í upphafi leiks og lenti tveimur mörkum undir gegn Skagamönnum sem byrjuðu sterkt. Þá tók Heimir Guðjónsson góða ákvörðun og ákvað að næla sér í rautt spjald, til að kveikja bál undir sínum mönnum. „Það var bara eitt lið á vellinum þegar það fer viss leikþáttur í gang… Heimir er bara að æsa upp í lýðnum og mannskapnum og það eru óreyndir dómarar hérna sem falla í þessu gryfju.“ Sagði Lárus um atvikið þegar Heimir Guðjónsson arkaði yfir á varamannabekk ÍA og stakk saman nefjum við Dean Martin, aðstoðarþjálfara ÍA. „Þetta er bara bull, það á bara að segja: Hættið þessu og áfram með leikinn. En fyrst þeir ákváðu að henda rauðu spjaldi á menn hlýtur aganefndin að skoða þetta, kíkja á þetta svokallaða headbutt hjá honum Heimi. Hann hlýtur að fá þriggja leikja bann fyrir þetta, úr því að honum er hent út á annað borð. Að mínu mati hefði bara átt að segja mönnum að hætta þessu kjaftæði og halda áfram með leikinn.“ Hvaða kjaftæði var þetta, átti Heimir eitthvað vantalað við Dean Martin? „Þú verður að spyrja Heimi að því, en hann var bara að kynda. Þeir voru í vandræðum og hann þurfti að gera eitthvað, og það tókst…“ Lárus hélt áfram að benda á ýmislegt sem dómarar leiksins hefðu mátt gera betur, hann var mjög ósáttur við þeirra störf, fyrri vítaspyrnudóminn og gula spjaldið sem hann fékk. Hann var þá spurður hvort dómgæslan hefði verið valdur að tapinu. „Sko, það sem gerist hérna á náttúrulega ekki að gerast. Reyndur dómari hefði sussað á menn og haldið áfram með leikinn. Það sem fór svo í gang er ákveðinn lærdómur fyrir okkur, hvernig á að bregðast við svona hlutum. Við hefðum átt að hægja meira á leiknum og stoppa það sem þeir voru að gera. Það sem gerist svo í seinni hálfleik, hvers vegna þeir ná að pinna okkur niður svona lengi, það er eitthvað sem við þurfum að skoða og kemur engum dómurum við í rauninni.“ KR vann Aftureldingu í kvöld, sem þýðir að Skagamenn eru núna fjórum stigum frá næsta liði fyrir ofan. „Bara áfram gakk. Það eru 27 stig eftir í pottinum. Hellingur eftir að gerast.“
Besta deild karla ÍA FH Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki