Pokrovsk riðar til falls Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2025 08:52 Hlúð að særðum úkraínskum hermanni nærri Pokrovsk. EPA/SERGEY SHESTAK Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. Rússar hófu áhlaupið að Pokrovsk í rauninni í fyrra. Sóknin hefur gengið mjög hægt fyrir sig, heilt yfir, en hún hefur tekið kippi. Talið er að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli á þessum tíma. Úkraínumenn hafa notast sérstaklega mikið við dróna og stórskotalið við varnir sínar í Pokrovsk og nærliggjandi svæðum. Drónanotkun hefur aukist sérstaklega svo Úkraínumenn geti notað færri menn til að halda víglínunni. Þegar leið á vorið færðist þó aukinn kraftur í sókn Rússa. Það var að miklu leyti rakið til aukins gróðurs sem gerir rússneskum hermönnum auðveldar að forðast dróna Úkraínumanna, hvort sem þeir eru búnir sprengjum eða myndavélum til eftirlits. Sjá einnig: Aukinn hraði í framsókn Rússa Fyrr í sumar sögðu ráðamenn í Kænugarði að Rússar væru búnir að safna allt að 110 þúsund mönnum á svæðinu við Pokrovsk. Nú er staðan sú að Rússar eru nærri því að umkringja borgina úr þremur áttum. Borgin var lengi mikilvæg birgðamiðstöð fyrir Úkraínumenn og situr hún á umfangsmiklu magni af kolum í jörðu. Nánar má skoða stöðuna á korti hóps sem kallast DeepState. Staðan kringum Pokrovsk.Deepstate Þegar mest var bjuggu um sextíu þúsund manns í borginni en nú er talið að þar séu eingöngu nokkur hundruð manns, samkvæmt frétt Reuters, en borgin hefur að miklu leyti verið lögð í rúst í sprengjuregni Rússa. The Russians continue to shell Pokrovsk. pic.twitter.com/rwtMN8TVRh— WarTranslated (@wartranslated) July 29, 2025 Blaðamenn Reuters hafa verið á ferðinni í og kringum Pokrovsk á undanförnum mánuðum til að fylgjast með vörnum Úkraínumanna og breyttum aðferðum Rússa. Sókn Rússa þar hefur um nokkuð skeið verið sú umfangsmesta á allri víglínunni í Úkraínu. Eins og áður segir hófu Rússar áhlaupið að Pokrovsk snemma á síðasta ári og gerðu umfangsmiklar árásir í átt að borginni. Þá voru þeir stöðvaðir og reyndu þess í stað að fara framhjá borginni og umkringja hana. Síðan þá hafa Rússar sótt hægt fram en Úkraínumenn sendu reyndari hermenn til borgarinnar í vor, lögðu mikið af jarðsprengjum á svæðinu og reistu ýmis varnarvirki. Nokkur hundruð íbúar halda enn til í Pokrovsk, auk úkraínskra hermanna, en stórir hlutar borgarinnar liggja í rúst.EPA/Maria Senovilla Einn hermaður sem ræddi við Reuters sagði að Rússarnir hefðu sífellt reynt að sækja fram, þó þeir yrðu fyrir mannfalli. Aðferðir þeirra hafa breyst og hafa Rússar til að mynda notast sífellt meira við dróna og notað aðrar lexíur sem lærðust í orrustunni um Kúrskhérað. Rússar nota mikið af snúrutengdum drónum. Það eru drónar sem eru tengdir með þunnum en löngum netsnúrum en það þýðir að ómögulegt er að nota sérstakan búnað til að trufla þá rafrænt og láta stjórnendur missa sambandið við þá. Þessir drónar Rússa eru nú farnir að drífa allt að 25 kílómetra og hafa gert birgðaflutninga Úkraínumanna kringum Pokrovsk erfiða. Þar sem Rússar eru komnir langt með að umkringja borginna gætu Úkraínumenn átt engra kosta völ en að yfirgefa hana á næstu vikum eða mánuðum. Sagði stöðuna mun skárri í Sumy Þó Rússum hafi vegnað betur í Úkraínu hafa þeir einungis lagt undir sig um fimm þúsund ferkílómetra frá upphafi ársins 2024, sem samsvarar minna en einu prósenti af heildarlandsvæði Úkraínu. Rússar stjórna um fimmtungi af Úkraínu. Þá hafa Rússar ekki hernumið stærri bæi eða borgir í framsókn þeirra, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í síðustu viku að í raun væri búið að stöðva Rússa við Pokrovsk. Þeim gengi ekki vel að sækja fram en staðan væri gífurlega erfið fyrir úkraínska hermenn. „Hún er einnig mjög erfið fyrir Rússana og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Seleneskí samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsetinn sagði einnig að þeim rússnesku hermönnum sem hefðu komist inn í Pokrovsk hefðu verið reknir á brott. Hann sagði þetta hafa gerst fimm til sjö sinnum og um vær að ræða tvo til sex hermenn í flestum tilfellum. Einu sinni hafi tólf hermenn reynt að halda velli í Pokrovsk en þeir hafi allir verið felldir. Þá sagði Selenskí að ástandið í norðurhluta Sumyhéraðs, sem liggur við landamæri Rússlands í norðurhluta Úkraínu, væri „mun skárra“ heldur en það hefði verið undanfarna mánuði. Þar hefðu úkraínskir hermenn verið að sækja fram á síðustu vikum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Aksel Johannesen lögmaður tilkynnti um það í Ólafsvökuræðu sinni í dag að Færeyingar muni taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins á hendur rússneskum útgerðarfélögum. Færeyingar hafa lengi átt í samstarfi við Rússa í sjávarútvegsmálum. 29. júlí 2025 14:43 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. 29. júlí 2025 07:36 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Rússar hófu áhlaupið að Pokrovsk í rauninni í fyrra. Sóknin hefur gengið mjög hægt fyrir sig, heilt yfir, en hún hefur tekið kippi. Talið er að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli á þessum tíma. Úkraínumenn hafa notast sérstaklega mikið við dróna og stórskotalið við varnir sínar í Pokrovsk og nærliggjandi svæðum. Drónanotkun hefur aukist sérstaklega svo Úkraínumenn geti notað færri menn til að halda víglínunni. Þegar leið á vorið færðist þó aukinn kraftur í sókn Rússa. Það var að miklu leyti rakið til aukins gróðurs sem gerir rússneskum hermönnum auðveldar að forðast dróna Úkraínumanna, hvort sem þeir eru búnir sprengjum eða myndavélum til eftirlits. Sjá einnig: Aukinn hraði í framsókn Rússa Fyrr í sumar sögðu ráðamenn í Kænugarði að Rússar væru búnir að safna allt að 110 þúsund mönnum á svæðinu við Pokrovsk. Nú er staðan sú að Rússar eru nærri því að umkringja borgina úr þremur áttum. Borgin var lengi mikilvæg birgðamiðstöð fyrir Úkraínumenn og situr hún á umfangsmiklu magni af kolum í jörðu. Nánar má skoða stöðuna á korti hóps sem kallast DeepState. Staðan kringum Pokrovsk.Deepstate Þegar mest var bjuggu um sextíu þúsund manns í borginni en nú er talið að þar séu eingöngu nokkur hundruð manns, samkvæmt frétt Reuters, en borgin hefur að miklu leyti verið lögð í rúst í sprengjuregni Rússa. The Russians continue to shell Pokrovsk. pic.twitter.com/rwtMN8TVRh— WarTranslated (@wartranslated) July 29, 2025 Blaðamenn Reuters hafa verið á ferðinni í og kringum Pokrovsk á undanförnum mánuðum til að fylgjast með vörnum Úkraínumanna og breyttum aðferðum Rússa. Sókn Rússa þar hefur um nokkuð skeið verið sú umfangsmesta á allri víglínunni í Úkraínu. Eins og áður segir hófu Rússar áhlaupið að Pokrovsk snemma á síðasta ári og gerðu umfangsmiklar árásir í átt að borginni. Þá voru þeir stöðvaðir og reyndu þess í stað að fara framhjá borginni og umkringja hana. Síðan þá hafa Rússar sótt hægt fram en Úkraínumenn sendu reyndari hermenn til borgarinnar í vor, lögðu mikið af jarðsprengjum á svæðinu og reistu ýmis varnarvirki. Nokkur hundruð íbúar halda enn til í Pokrovsk, auk úkraínskra hermanna, en stórir hlutar borgarinnar liggja í rúst.EPA/Maria Senovilla Einn hermaður sem ræddi við Reuters sagði að Rússarnir hefðu sífellt reynt að sækja fram, þó þeir yrðu fyrir mannfalli. Aðferðir þeirra hafa breyst og hafa Rússar til að mynda notast sífellt meira við dróna og notað aðrar lexíur sem lærðust í orrustunni um Kúrskhérað. Rússar nota mikið af snúrutengdum drónum. Það eru drónar sem eru tengdir með þunnum en löngum netsnúrum en það þýðir að ómögulegt er að nota sérstakan búnað til að trufla þá rafrænt og láta stjórnendur missa sambandið við þá. Þessir drónar Rússa eru nú farnir að drífa allt að 25 kílómetra og hafa gert birgðaflutninga Úkraínumanna kringum Pokrovsk erfiða. Þar sem Rússar eru komnir langt með að umkringja borginna gætu Úkraínumenn átt engra kosta völ en að yfirgefa hana á næstu vikum eða mánuðum. Sagði stöðuna mun skárri í Sumy Þó Rússum hafi vegnað betur í Úkraínu hafa þeir einungis lagt undir sig um fimm þúsund ferkílómetra frá upphafi ársins 2024, sem samsvarar minna en einu prósenti af heildarlandsvæði Úkraínu. Rússar stjórna um fimmtungi af Úkraínu. Þá hafa Rússar ekki hernumið stærri bæi eða borgir í framsókn þeirra, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í síðustu viku að í raun væri búið að stöðva Rússa við Pokrovsk. Þeim gengi ekki vel að sækja fram en staðan væri gífurlega erfið fyrir úkraínska hermenn. „Hún er einnig mjög erfið fyrir Rússana og það er jákvætt fyrir okkur,“ sagði Seleneskí samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsetinn sagði einnig að þeim rússnesku hermönnum sem hefðu komist inn í Pokrovsk hefðu verið reknir á brott. Hann sagði þetta hafa gerst fimm til sjö sinnum og um vær að ræða tvo til sex hermenn í flestum tilfellum. Einu sinni hafi tólf hermenn reynt að halda velli í Pokrovsk en þeir hafi allir verið felldir. Þá sagði Selenskí að ástandið í norðurhluta Sumyhéraðs, sem liggur við landamæri Rússlands í norðurhluta Úkraínu, væri „mun skárra“ heldur en það hefði verið undanfarna mánuði. Þar hefðu úkraínskir hermenn verið að sækja fram á síðustu vikum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Aksel Johannesen lögmaður tilkynnti um það í Ólafsvökuræðu sinni í dag að Færeyingar muni taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins á hendur rússneskum útgerðarfélögum. Færeyingar hafa lengi átt í samstarfi við Rússa í sjávarútvegsmálum. 29. júlí 2025 14:43 Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31 Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. 29. júlí 2025 07:36 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Aksel Johannesen lögmaður tilkynnti um það í Ólafsvökuræðu sinni í dag að Færeyingar muni taka þátt í refsiaðgerðum Evrópusambandsins á hendur rússneskum útgerðarfélögum. Færeyingar hafa lengi átt í samstarfi við Rússa í sjávarútvegsmálum. 29. júlí 2025 14:43
Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. 29. júlí 2025 14:31
Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Sextán manns voru drepnir í loftárás Rússa á fangelsi skammt undan vígstöðvunum í Sapórísjsjíuhéraði í nótt og 35 manns hið minnsta eru særðir. Um ræðir banvænustu loftárás Rússa í Úkraínu undanfarna mánuði. 29. júlí 2025 07:36
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent