„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 25. júlí 2025 20:48 Guðni Eiríksson er að gera mjög flotta hluti með FH-liðið. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með úrslit kvöldsins eftir 3-1 sigur gegn Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta en hann hefði viljað fá fleiri mörk úr færunum sem FH skapaði sér. „Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni. Besta deild kvenna FH Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Þetta var upp og ofan, fullt af jákvæðum hlutum, svo líka eitthvað sem var ekki nógu gott. Mér fannst við löngum köflum ráða lögum og lofum í þessum leik. Við stýrðum honum algjörlega og ótrúlegt að við skyldum ekki klára hann fyrr,“ sagði Guðni. „Það er jákvætt að koma sér í allar þessar stöður, en ekki nægilega gott á síðasta þriðjung vallarins. Fast leikatriði sem við fáum á okkur og þær komast inn í leikinn, sem var algjör óþarfi. Fram að því var þetta algjörlega í okkar höndum, en það er eins og það er,“ sagði Guðni. „Það er stundum smá púsl að fara aftur af stað eftir pásu, nýir leikmenn í liðinu og það er aðlögun og allt það. Þrjú stig og annað sætið, áfram gakk,“ sagði Guðni. Maya Lauren Hansen skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og hana langaði greinilega að skora þriðja markið. Guðni skipti henni hins vegar út af á 74. mínútu. „Það er bara að nýta bekkinn, og láta leikmenn fá mínútur í kroppinn. Það er stutt í næsta leik og hún skiptir FH liðinu gríðarlega miklu máli. Þannig við þurfum líka að hugsa út í það,“ sagði Guðni. FH fær mark á sig seint í leiknum úr aukaspyrnu þar sem varnarleikur þeirra leit ekki vel út. „Við töluðum um það fyrir leik, að halda fókus í föstum leikatriðum. Við vissum að Fram væri hættulegar úr föstum leikatriðum, og þær skora markið sitt þannig,“ sagði Guðni. „Þær fóru nú ekki oft í gegnum okkur, við vissum að þegar þær fá föst leikatriði þá koma þær boltanum svo sannarlega inn í teig. Þá þurftum við að vera vakandi og áttum að gera betur. Við áttum að vera löngu búnar að klára þennan leik, þannig það er eitthvað sem við skoðum og lögum fyrir næsta leik,“ sagði Guðni. FH er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn aðeins þremur stigum á eftir Breiðablik sem er í toppsætinu. „Það er bara frábært að það skuli vera spenna í toppbaráttu kvenna megin. Það er svolítið langt síðan það hefur verið, og að það séu fleiri lið að slást um þetta en Breiðablik og Valur er jákvæð þróun. Vonandi verður það bara um ókomin ár,“ sagði Guðni.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn